12.12.2007 22:39

Á rúv í morgun, rjúpan á 10.000 kall.



Þetta er algjör bilun að borga 10 þúsundkall fyrir aggarsmáan munnbita. Þegar eg kveikti á útvarpinu í morgun var það fyrsta sem eg heyrði þegar morgunliðið var að lesa úr blöðunum að rjúpan færi á 10 þúsundkall stk. Klikkun. En mergurinn málsins er sá að þeir sem hvöttu ráðamenn á að seta sölubann á rjúpu voru að skjóta sig í lappirnar með þessu sölubanni, sem aldrei átti að vera sett á. Það er eins gott að friða rjúpuna alfarið, eða í 5 eða 10 ár og eftir það að aflétta sölubanninu sem gerir ekkert annað en að menn selja rjúpuna á svörtum markaði. Og líka annað að allmargir alvöru rjúpnaveiðimenn sem áttu kúnna áður en sölubannið var sett á hafa alltaf samband eða skyldmenni þeirra og vinir og kanna alltaf í nóvember og í desember hvernig staðan er hjá veiðimanninum. Þannig var og er nú það. Þessi mikla verðhækkun á rjúpunni er alfarið þeim að kenna sem kallast skrípaorðinu sportveiðimenn með aðstoðar þef leitar slefandi hunda sem eru meirasegja í vesti og ýlupíputæki.

Ef árið 1986 væri núna þá væri gaman að lifa sem var þá. Það ár var eitt það besta hér sem rjúpnaveiðiár. Þá voru þetta örfáir menn sem skutu rjúpu af einhverju magni, eg fullyrði það að á árunum 1980 til ca 1990 voru þetta kanski 15 til 20 menn sem stunduðu rjúpnaveiði af einhverju ráði, sem er núna Strandabyggð. En á síðustu ca 10 árum koma heilu herdeildirnar vopnum búnar með sjálfvirkar byssur og áðurnefnda þefhunda og sumir á fjórhjólum. Þessi herfjöldi sem kemur á fyrstu vikum veiðitímabils, ryksugar upp alla þá fugla sem finnast og ekki síst ef jörð er auð. Þannig að það hefur verið ef til vill verið skotnar fleiri rjúpur sem ekki hafa verið gefnar upp til veiðistjórans eftir að sölubann var sett á rjúpuna. Þetta er mín tilgáta hvernig er komið fyrir rjúpunni. Og að lokum heyrði eg viðtal á rúv í haust við Ólaf Kr Níelsen Vistfræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, þar sem hann sagði það að fækkun á rjúpu væri míkið að kenna þeim girðingum og rafmagnslínum sem væru komnar út um allt. Þessi blessaði maður fer með bull og bölvaða þvælu. Áður sagði hann að skotveiðar hefðu engin áhrif á stofnstærð rjúpunnar. Hann og hans álíka eru á miklum villigötum í þessu máli sem og refa friðunarbullinu á Hornströndum og annarstaðar á landinu góða. Nýtt lið á N I, þar er hjörð manna og kvenna sem virðast vera bara þar til þess að vera þar á ríkisjötunni. En 10 þúsund kallin á stk? . En allavega væri gott núna að eiga svipað magn af rjúpu og var 1986, þó ekki væri nema helmingur. BINGÓ.