21.01.2008 22:38

SÓLARSÚLA. Einstök sýn á suðaustur himni í morgun.

Mynd númer 213

Þessi mynd er tekin í porti Vegegerðarinnar á Hólmavík. Í morgun þegar ég kom inn í Vegagerðarhúsið var mér sagt frá sólsúlu sem þá bar beint yfir þak Örkubúshússins. Og ég rauk út og reyndi að festa þetta mikla fyrirbæri á mynd sem er mjög erfitt. En ég reyndi og útkoman er hér.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Mynd númer 214

Mynd númer 215

Mynd númer 216

Kleifarhryggur um kl 11.00 . Og viti menn þegar ég var komin út að Kleifum, upp á Kleifarhrygginn þá blasti þessi sama sýn sem ég sá á Hólmavík enn mun falllegri og tilkomumeiri á allann hátt. Þessar myndir eru mis gulrauðar fer eftir því hve er mikið er súmmað/aðdráttur á myndavélinni. En ég hef aldrei séð svona sólarsúlu áður, en í nokkur skipti að sumri til þegar sól er að ganga til viðar þá hef ég séð svipað og þetta og ég sá og náði á mynd í dag en mun lengra frá sólu en var í dag.