23.01.2008 22:49

Hvaðan kemur þessi rækjuskel, er hún frá Hólmadrangi?

Skelfilegt er að sjá þessa rækjuskel í fjörunni sem er rétt fyrir innan Presthöllina í Kópnesbrautinni. Ekki tók ég eftir henni í gær en rak augun í hana nú í dag. Afhverju er rækjuskelin þarna inn í kverkini?, hvernig komst hún þangað ég bara spyr. Þetta er talsvert magn af rækjuskel sem einhvernveginn hefur komist úr rækjurörinu frá Hólmadrangi sem er við Hlein og í sjófram. Svonalagað á ekki að koma fyrir hjá neinu fyrirtæki. Það er bölvaður óþrifnaður af þessari rækjuskel og mun lykta vel innan skamsm tíma ef sjórinn verður ekki þá búin að taka þennan fjanda á haf út.

Mynd númer 224

Mynd númer 223