27.01.2008 22:12

Strandatröllin komin með sinn eigin tröllasöng.

Mynd númer 232

það hefur gengið mikið á að koma einu stykki lagi inná tröllasíðuna hjá Strandatröllunum. Síðustjóri tröllasíðunnar hefur verið tæpan mánuð að koma þessu furðuskrítna lagi inná síðuna. En sum sé nú í dag var hægt að troða þessu fyrirbæri inná síðuna hjá tröllunum og eg er nokkuð öruggur á því Strandatröllin munu kyrja þetta á Þorranum sem verður haldin 2 febrúar næstkomandi hér á Hólmavík, þorrinn er tími tröllanna. Kíkið á þjóðsöng tröllanna sem er hér.