03.05.2008 22:18

Talsverður snjór á Steingrímsfjarðarheiðinni.

Eg skrapp uppá Steingrímsfjarðarheiðina eftir fimm í dag og kannaði snjóalög á heiðinni. Í fljótu bragði er talsverður snjór á heiðinni og snjónum hefur verið blásið vestur fyrir veginn og þannig hrannast upp, þar að segja við veginn. En miðað við önnur ár á heiðinni er miðlungssnjór þar. Eg er nokkuð samfærður um það að ef snjónum sem hefur verið blásið vestan megin við veginn hafi verið rutt út með jarðýtu eins og var gert hér á árum áður hefði heiðin verið oftar fær en hefur verið síðustu vikur.

Höfn 413                           Björn Sverrisson stórmokari að störfum í dag.

Höfn 418

Höfn 421

Höfn 424