12.06.2008 22:32

Umfjöllun Vísir.is í gær 11 júní um 8 miljóna króna styrk vegna heitavatnsborunnar í Hveravík.

Það skal eindregið tekið fram að ég sem síðustjóri á þessari Hólmavíkur vefsíðu ætla ég ekki að fara velta mér uppúr þeim skrifum sem birtust á Vísi.is í gær sem ég hef sett tengil inná þá báða pistla svo og greinagerð frá Orkuráði sem úthlutaði títtnemdum 29 styrkjum. Orkuráð starfar í tengslum við Orkustofnun og er meginhlutverk þess að sjá um rekstur Orkusjóðs, sem veitir áhættulán fyrir jarðhitaverkefnum og styrkir rannsóknir og fræðsluverkefni um endurnýjanlega orku, orkunýtingu og -sparnað. Iðnaðarráðherra skipar menn í ráðið og sitja þar nú Mörður Árnason, formaður, Bryndís Brandsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Guðjón Guðmundsson og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir.

Stuttlega um þá umfjöllun sem birtust á Vísi.is í gær vil ég segja það skírt að sú umfjöllun er að mestu leiti röng. Vísir.is hefði þurft að afla sér miklu betri heimildir en er gert í þessum Vísis fréttum. Það mætti halda það samkvæmt Vísir.is í gær að þessar 8 miljónir sem eru eirnarmerktar Magnúsi Magnússini vegna Hveravíkur mundi alfarið renna til eiganda Hveravíkur, það er öðru nær. Það er ekki í fyrsta sinn að Vísir.is reyni að búa til æsifréttir sem eru svo rangar. Það er lámarkið hjá þeim á Vísir.is að afla sér skotheldra heimildarmanna áður en er hlaupið er með það á vef og prentmiðla á fróninu góða.

Sjávarútvegsráðherra: Tilhæfulausar ásakanir.        Gagnrýna að veiðifélagar ráðherra fái milljónir í styrk.                            172 milljónum úthlutað til jarðhitaleitar á 29 stöðum.

Júní 2008 337