02.08.2008 22:07

Vegagerð í Arnkötludal og Gautsdal kannaðar í dag.

Ég fór eftir hádegið í dag til að kanna hvernig gengi vegaframkvæmdir í Arnkötludal og Gautsdal, enda er komin ágúst og það 2 ágúst 2008. Í Gautsdal hefur verktakinn sem er Ingileifur Jónsson frá Svínavatni ásamt sínu fólki verið að keyra utaná vegkanta og fylla í hæðir hér og þar og nær allstaðar. Neðst í Gautsdal á mót við bæinn Gautsdal er komin talsverð skerðing í landið sem getur gert að að verkum að snjór muni koma á þann kafla og sömuleiðis rétt fyrir neðan fossin þar sem vegurinn fer í gegnum margra metra klapparholt sem er ekki gáfulegt. En frá fossinum og uppá þröskulda hefur vegurinn frá því í vor batnað til muna og hlykkir sem voru þar hafa verið lagaðir þannig að maður tekur ekki eins eftir því að maður sé að aka sérhannaðan rallí veg. En frá Þröskuldum og í átt að Hrófá hefur verkið lengst um ca 3 km. Nánar þannig að vegurinn frá Hrófá og um Arnkötludal og Gautsdal og til þjóðvegar sem er sunnan Ingunarstaða er 24 km. Og km talan sem er komin akfær vegarslóði í Arnkötludal er talan 14.500 sem segir manni það að eftir er að gera og leggja veg um 9.500 km sem er talsvert. En beltagrafa og jarðíta hafa verið nú síðustu daga að gera slóða niður allan Arnkötludal, og grafan nú áðan var komin að sumarhúsi sem er ca 3 til 4 km fyrir framan Hrófá.  En að endingu þetta tel ég það með öllu óhugsandi að nú í haust verði hægt að fara þennan framtíðar veg okkar Vestfirðinga, þó að verklok verktakans séu á pappírum 01/12 2009.     Nokkrar myndir á NONNANUM.

Ágúst 2008 075 
Ágúst 2008 035

Ágúst 2008 048 
Ágúst 2008 037