15.08.2008 22:52

Stjórn KSH óskar eftir viðræðum við Strandabyggð vegna stækkunar á KSH verslun.

Fundargerð sveitarstjórn Strandabyggðar frá 12 ágúst 08.

8. Erindi frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar um viðræður við sveitarstjórn um hugsanlega aðkomu að stækkun húsnæðisins að Höfðatúni 4. 
Borist hefur erindi frá stjórn Kaupfélags Steingrímsfjarðar dags. 7. ágúst 2008 þar sem verið er að kanna áhuga sveitarstjórnar að koma að stækkun húsnæðis Kaupfélagsins að Höfðatúni 4. Samþykkt var að funda með stjórn Kaupfélagsins um hugmyndir varðandi stækkun og hvort sveitarfélagið eigi einhverra hagsmuni þar að gæta. 

Nú áðan þegar ég var að skoða fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar frá 12 ágúst síðastliðin sem er í lið 8 er stjórn KSH að kanna hvort sveitarstjórn Strandabyggðar hafi áhuga á því að koma á einn eða annan hátt að stækkun verslun KSH, vegna þess að söluskáli N1 verður lagður niður og innvolsið úr honum á að fara inní verslun KSH, sem þýðir stækkun verslunnar og lengingar opnunartíma. Eftir bestu heimildum sem ég hef fengið er fyrirhugað að verslunin verði í svipuðu formi og er í Varmarhlíð.

Gott og vel að loksins er einhvað að ske í höfuðstöðvum KSH liðsins annað en ekki neitt, margar hillur tómar og grillkjöt ekki til dögum saman. En hvort sveitarfélagið Strandabyggð eigi að koma að stækkun verslunarinnar er afar hæpið, þó sé ekki meira sagt. Hólmavíkurhreppur hin forni hefur í allmörgum tilfellum komið að fyrirtæki hér á staðnum sem heitir Hólmadrangur hf, að mínu mati með mis góðum árangri. Ef Strandabyggð styrkir KSH núna þá mun það skapa fordæmi fyrir önnur fyrirtæki sem vilja stækka við sig og svo framvegis. Ég er ekki á móti því að KSH stækki sína verslun sem ætti að vera löngu búið að gera, það er ekki málið. Málið er það að sveitarfélag eins og Strandabyggð eigi ekki í neinum tilfellum að koma að svona rekstri. Fjármunum Strandabyggðar er miklu betur komið fyrir í lagningu gatna svo sem Borgarbrautar og fráveitukerfum Hólmavíkur og svo auðvitað vandamálum framtíðarinnar sorpið- ruslahaugarnir sem eru að renna út á förgunartíma. Ég hvet sveitarstjórn Strandabyggðar að gera enga vitleysu í þessu einstaka máli. Ég er nokkuð viss á því að ef? Strandabyggð styrkir KSH vegna þeirrar byggingar sem stendur til að gera á næstu mánuðum þá munu önnur fyrirtæki fara sömu leið. Og að endingu, ég er ekkert á móti KSH langt frá því en það verður að gera jafnt við alla, og að allir sitji við sama borð.
Myndir frá Hólmavík og Hrófbergsvatni 13 maí 2006. 034