04.09.2008 22:43

Skelfilegt að sjá hvernig er gengið um ruslahaugana. Áttu ekki brettin að fara til Eyjafjarðar.

September 2008 200 
September 2008 201

September 2008 207

Í ljósaskiptunum nú áðan tók ég smá rúnt út á ruslahauga Sorpsamlags Strandasýslu og þvílík hryllingur sem blasti við mér þegar þangað var komið, eins og oftast áður. Það er búið að sturta fleiri þúsund brettum í vestasta hluta haugana, og svo voru tveir rusla bílfarmar af allskonar sorpi sem lyktaði íldulega og var ekki búið að urða.(SKÖMM). Ég veit ekki betur en að Sorpsamlag Strandasýslu þar á meðal Strandabyggð hefði samið við fyrirtæki á Eyjafjarðar svæðinu til taka öll þau bretti sem koma frá Hólmadrangi hf og fleiri aðilum. Og ég man ekki betur en að Sveitarstjóri Strandabyggðar hefði upplýst umhverfisnefnd Strandabyggðar um það að brettin færu héðan og þau yrðu sótt nokkrum sinnum á ári frá ákveðnu fyrirtæki sem kurlar bretti og væri staðsett á Eyjarfjarðar svæðinu. Og það væri komin samkeppni hjá nokkrum fyrirtækjum á þessu sviði hér á Íslandi, ásamt samkeppni á milli fyrirtækja um förgun á bílum og alskonar járnarusli sem væri að vera verðmætt á heimsvísu, samanber bílaflota Garðstaðabóndans í Ögurvíkinni sem væri um það bil að verða miljónamæringur og það í tugum. Ég vil endilega að Sorpsamlag Strandasýslu og yfirmenn Strandabyggðar upplýsi mig og síðuskoðendur um stöðu mála sem varðar þessi bretti ásamt sorp hlössunum sem ekki er búið að urða sem er umráðahöfum ruslahaugana til háborinar skammar svo sé ekki meira sakt. Það skal skýrt tekið fram að það er stranglega bannað að sturta sorpi eins og þessu nema það sé urðað um leið og það fer úr ruslatu sorpbílsins. Oð sjá ruslahaugana eins og þeir eru núna veit ekki á góða auglýsingu næstu misserin. Eftir tæp tvö ár eða 2010 verður haldið hér á Hólmavík og við Hólmavík Unglingalandsmót á þá koma væntanlega 10 til 12 þúsund manns sem verður á öllu þessu svæði. Þá - helst núna STRAX verða þeir sem ráða yfir ruslahaugunum að vera búnir að láta þá hverfa fyrir fullt og allt sem er ekki míkið mál ef rétt er staðið að málum gagnvart þeim. Ég sé aðeins einn möguleika á því, sem er sú að skipta algjörlega um það lið sem ræður þar för, þar að segja nýtt lið í brúnna sem skilja talað mál 21 aldarinnar.