23.02.2009 22:35

Allir leggja gott til Sigmundar. Frétt á Vísir.is

 
Ég held að þetta sé misskilningur og víst er að hann á engum að mæta nema vinum, að minnsta kosti í þeim hópi Samfylkingarinnar sem ég tilheyri. Þar hefur enginn maður nema gott til hans lagt," segir Össur Skarphéðinsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugssonar, formaður Framsóknarflokksins, hefur sakað Samfylkinguna um rógsherferð gegn sér.

"Hann er kominn af slíkum Strandamönnum, til að mynda Magnúsi hreppstjóra á Hrófbergi, langafa hans, sem lét klípa af sér löngutöngina þegar hann fékk mein í hana. Þeir sem eiga rætur að rekja til slíks karlmennis eiga ekki að kveinka sér þótt einhverjir strákar híi á þá á vefsíðum."- kóp     
                                     ....
Heimild Vísir.is