23.11.2009 20:46

Strandveiðar. Kvótabraskarar sem hafa hætt útgerð, eiga ekki að fá að veiða á ný í þessu kerfi.
STRANDVEIÐAR OG BRASKARAR.

Strandveiðar eru örugglega góðar eins langt og það nær.  Hugmyndin var örugglega vel hugsuð af þeim sem komu henni á borð ráðamanna þjóðarinnar. Margar jullur sem hafa ekki verið sjósettar mánuðum ef ekki árum saman voru settar á flot í sumar sem leið og nokkrir sem voru með pungaprófið sáu sér gott til glóðarinnar og fjárfestu í bát.
En það sem mér finnst verst við þetta Strandveiðarkerfi er, að þeir sem hafa BRASKAÐ með kvótann  æ ofaní æ, leigt hann frá sér og eða selt hann að hluta eða öllu og hafa ekki stundað sjó eftir að þeir hafa hætt og velt sér uppúr gróðanum hér heima á Íslandi, eða flakkað til sólarlanda nokkrum sinnum á ári, eða farið á hausinn í 1 eða 2 skipti eða oftar á braskinu, ættu þannig menn engan veginn að fá að komast inní Strandveiðikerfið vegna brasksins með kvótann.

Það vilja örugglega margir komast út á sjóinn og veiða sér til matar fyrir sig og vini sína, og hafa gaman að, sem er gott mál, og einungis þeir sem hafa aldrei braskað með kvótann ættu einungis að hafa veiðiheimild sem er og væri merkt Strandveiðarkerfinu.
Vonandi koma margir hingað til Hólmavíkur til að veiða í Strandveiðarkerfinu að sumri 2010, sem aldrei hafa braskað með kvóta, enda eiga þeir ekki að fá svo sem einn þorsk í þessu kerfi, braskararnir.  Þetta getur skapað talsverða þjónustu við þessa sjómenn og ættingja þeirra sem landa þá hér á Hólmavík. Eitt að lokum.
Það sem vantar hér á Hólmavík er það að við íbúar hér á staðnum og aðrir, að við mundum geta/fá  keyptan nýjan fisk á bryggju eða uppúr bát eða bara á fiskmarkaðnum, það er ekkert í boði hér, því miður.  Það er mjög erfitt að fá fisk hér hjá þessum aðilum sem gera út hér, allt er sett beint á markað og síðan fluttur út um allt land. Ég vil fá nýjan fisk á dískinn minn helst STRAX.