24.04.2011 05:30

Innan veggja Vegagerðarinnar er komin upp hugmynd í annað sinn um vegalagningu um ÞorgeirsdalÞetta er ekki aprílgabb. Þorgeirsdalur er frá Múla í Þorskafirði (vestanmegin) og um Þröskuldavatn og meðfram Gedduvatni á Þorskafjarðarheiðinni og þaðan framhjá Högnavatni og á veginn við Sótavörðuhæðina á Steingrímsfjarðarheiðinni. Ef þessi hugmynd kemst á koppinn þá kvu vera 27 km stytting á milli Ísafjarðar og Króksfjarðarnes. En það má ekki gleyma því ef þessi leið verður farin þá er hún og mun alltaf vera hálendisvegur með um og yfir 500 metra háan fjallveg og um 30 km langan sem er býsna hátt og langur fjallvegur og snjóa mikill þó að hugmyndin sé sú að vegurinn eigi að liggja á svipuðum stað og gamla póstleiðin (vörðurnar) eru.