03.08.2011 22:16

Nú skil ég ekki upp né niður á þessum hernumda vígvelli, gangstéttir rifnar upp en ekki múrinn







Sveitarstjórn Strandabyggðar og undirnefnd hennar Skipulags og Byggingarnefnd hljóta að fara taka á þessu klúðurslega sólpalla hryllings klikk hausa máli sem hafði og hefur ekki enn neina heimild til að reisa svona skotbyrgi eins og skrattinn sjálfur hafi komið þarna nálægt. Ég er nokkuð öruggur um það ef ég hefði hagað mér svona eins sést á þessum myndum væri löngu búið að senda á mig kæru og mér gert að hætta og rífa allt og fjarlægja á stundunni. Nú er sveitarstjórn vonandi komin úr sumarfríum og þar af leiðandi á hún að taka á þessu máli sem öðrum málum sem hafa komið upp og ekkert verið gert, ekki mér vitanlega. Bara sem dæmi, húsráðendur - eigendur fatseigna mega ekki skipta um hurðir - glugga og eða færa tré um einhverjar tommur í sinni lóð nema fá heimild hjá Skipulags og Byggingarnefnd Strandabyggðar, hvað þá að breyta um húsalit og eða planta niður húsakofum á og landi sem hefur enga heimild til að gera, hvað þá á, ó nei. Einn hvað er þá að hjá stjórnvöldum Strandabyggðar ef ekki er hægt að ganga í málin og láta jafnt ganga yfir alla, annað er ekki boðlegt íbúum Strandabyggðar.