29.11.2011 23:04

Ætlar Sveitarstjórn Strandabyggðar að gera minna en ekki neitt gagnvart þessu skipulagsslysi?



Þetta er orðið talsvert þreytandi gagnvart þessum ósköpum sem spratt upp úr jörðinni þegar Sveitarstjórn Strandabyggðar var í sumarfríi í fyrsta skipti í sögu Hólmavíkur. Sum sé að sveitarstjórnin var tekin hreinlega í bólinu og hefur verið í því síðan. Flestir ef ekki allir íbúar Kópnesbrautar vilja þessa hörmung í burt. Nú er komin vetur og jólamánuðurinn senn runnin upp og snjórinn mættur til Hólmavíkur og það segir honum (Snjónum) engin hvar hann lendir. Með svona vitleysu eins og þetta skipulagsslys er þá er það deginum ljósara að svona hryllingur mun alltaf skapa mikla snjóa og bölvuð leiðindi sem fylgir þeim hvíta, sem eigendum virðast koma lítið við enda eru þeir allir með tölu langt fyrir utan þetta Strandabyggðarsvæði og virðast bara hlæja að aðgerðarleysi sveitarstjórnarinnar. Það gerir lítið sem engum eitt eða neitt. Sveitarstjórnin fækkar nefndum hér og þar og breyta og bæta í mannaflan á ótrúlegustu stöðum. En í fljótu bragði virðast þessi skipulagsklúður Sveitarstjórnarinnar sem þau eru með á herðum sér vera svipað og eða álíka vandamál og vandamál Jóhönnu og Steingríms við Austurvöllinn, með fyrrum Balamanninn og líka fyrrum BSRB manninn sem styðja hvern annan - ef Balamanninum verður hent fyrir borð þá er ómyndin fallin. Ps - Sveitarstjórn látið rífa skotbyrgið fyrir jólin komandi 2011, annars verða allir í bölvaðri fýlu út í þá sem ráða þessari óskiljanlegu aðgerðarleysi Sveitarstjórnar Strandabyggðar. Jafnt skal yfir alla ganga en það gerir það greinilega ekki.

Myndir teknar í dag 30 nóvember 2011 af Skotbyrgjaklúðri á Kópnesbraut. Smá él gerði þessa fönn.


Viðbótamyndir - snjóamyndir sem þessi hryllingur skapar, skömm.





Myndir teknar í dag 30 nóvember 2011 af Skotbyrgjaklúðri á Kópnesbraut. Smá él gerði þessa fönn.