25.05.2012 22:08

Tillaga til þingsályktunar um lagningu heilsársvegar í Árneshrepp á Ströndum.Gott og blessað að þingmenn láti bera á sér svo sem annað veifið eða svo. En þessi Þingsályktunartillaga er löngu runnin úr í sandinn hvað vegagerð varðar frá botni Steingrímsfjarðar um Bassastaðarháls um Bjarnarfjörð, og frá Kaldbaksvík og norður til Norðurfjarðar á Ströndum. Þessi tillaga er og virkar sem ljót Barba brella af hálfu þeirra sem standa að henni, og það skiptir ekki neinu í hvaða flokki þau standa. Og að vitna í sjálfan Barba brellarann frá Hornafirði er flutningsmönnum til skammar. Auðvitað vilja allir fá heilsársveg norður til Árneshrepps það er ekki málið, fyrst þarf vegurinn að vera heilsársfær frá botni Steingrímsfjarðar og til Bjarnarfjarðar áður en farið er í það að byggja vegin upp frá Kaldbaksvík og norður í hrepp og að hafa hann einbreiðan 4 metra er argasta bull af hálfu flutningsmanna. Þegar tækin eru komin á staðin er ekki svo mikill munur á að hafa hann 4 metra breiðan með útskotum eða 6.5 á breidd. Þessi tillaga er því og miður útrunnin enda eru alþingiskosningar á næsta ári eða vori 2013.

Nánar er hægt að skoða þessa tillögu hér >  140. löggjafarþing 2011-2012. Þingskjal 1417  -  815. mál.  http://www.althingi.is/altext/140/s/1417.html