Færslur: 2009 Janúar

10.01.2009 22:28

Hólmavík hinn forni í gær.

    
  

10.01.2009 16:57

Heiða Ólafs söngfugl tekur eitt af 4 júrovision lögum sem verða flutt í kvöld. Tökum öll þátt.

                                                                           
                                                          STIÐJUM OKKAR KONU.

06.01.2009 22:31

Gegn umsókn í ESB á landsfundi Sjálfstæðisflokksins



Hér er greinarhöfundur og frú ásamt Einari Kr . Guðfinnssyni Landbúnaðar og Sjávarútvegsráðherra á Bryggjuhátíð á Drangsnesi 2008. 


Engilbert Ingvarsson skrifar um aðild að Evrópusambandinu og Sjálfstæðisflokkinn 
 

Fulltrúar á landsfundi eiga ekki, nauðbeygðir af áróðri ESB-trúarspekinga, að samþykkja umsókn í Evrópusambandið.

 
HÁVÆR áróður hefur lengi verið fyrir því að Ísland sæki um inngöngu í Evrópusambandið og nú þykir það eitt duga í rökstuðningi að fá evrugjaldmiðil, í óljósri framtíð, fyrir krónuna. Áköfustu áróðursmenn fyrir ESB-aðild hafa reynt að heilaþvo landsmenn með því að telja fram kostina, en látið óaðgengilega ókosti liggja í láginni. ESB-aðild er trúaratriði hjá Samfylkingunni, einum flokka, og formaðurinn telur lag til að hóta Sjálfstæðisflokknum, svo umsókn um aðild verði samþykkt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Fræðimaðurinn Þorvaldur Gylfason prófessor væntir þess að tvennt muni vinnast á landsfundinum: Umsókn verði samþykkt og Sjálfstæðisflokkurinn klofni. Þetta fellur sjálfsagt í kramið hjá öðrum háværum götumótmælendum.
Búið er að margtyggja ofan í þjóðina lýsingu á "gulli og grænum skógum" í félagshyggjusamfélagi Evrópusambandsins. En lítið hefur farið fyrir umræðum um alla ókostina, afsali fullveldis og auðlinda og miklum gjaldeyriskostnaði við flókinn undirbúning umsóknar og árlegar aðildargreiðslur. Það mun einnig kosta mikið í launum og öðrum kostnaði að hafa hóp fulltrúa frá Íslandi starfandi hjá stjórnsýslubákni Evrópusambandsins, sem er ólýðræðislegt stórveldi. Litla Ísland verður ekki hátt skrifað í þeirri ljónagryfju.
Sáttmálar um reglugerðaverkið, sem unnið er eftir hjá ESB hafa verið samþykktir fyrirfram hjá aðildarríkjunum og því er ekki hægt að breyta nema öll löndin samþykki það. Þess vegna er þetta ríkjabandalag stöðnuð og ólýðræðisleg stofnun. Slíkt bákn verður því ómanneskjulegra eftir því sem tímar líða og aðildarlöndum fjölgar. Ekki er hægt að fá fordæmisskapandi undanþágur og má frekar búast við afarkostum, eins og dæmin sanna í samskiptum við ráðandi þjóðlönd í Evrópusambandinu.
Mikil nefndavinna um Evrópusambandsmál hefur farið fram á vegum Sjálfstæðisflokksins á undanförnum árum, en flokkurinn er á móti inngöngu í ESB samkvæmt landsfundarsamþykktum, en nú á að taka Evrópustefnu flokksins til endurskoðunar. Væntanlega mæta á annað þúsund fulltrúar á landsfundinn 29. jan. Þar munu liggja fyrir skýrslur starfsnefndar um Evrópumálin. Á landsfundum ganga oft til starfa yfir hundrað manns í sumum málefnanefndum, sem leggja fram ályktunardrög. Oft hafa verið deildar meiningar um afgreiðslu mála á landsfundum Sjálfstæðisflokksins og atkvæðagreiðslur ráðið úrslitum, en niðurstaða fengist sem allir sætta sig við. Með þeim viðamikla undirbúningi, sem er í vinnslu nú víða um land, má ætla að vel verði staðið að upplýstri umræðu á landsfundi og lýðræðislegri ákvörðun um stefnuna í Evrópumálum, eins og öðrum stefnumálum flokksins.
Heyrst hefur að rétt sé að sækja um inngöngu í ESB til að láta reyna á hvaða möguleika Ísland hefur til að fá undanþágur. Síðan verði þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarsamninga. Fulltrúar á landsfundi eiga ekki, nauðbeygðir af áróðri ESB-trúarspekinga, að samþykkja umsókn í Evrópusambandið. Það á ekki að sóa tíma, orku og fjármunum í sýndarviðræður um inngöngu í ESB. Þvert á móti þarf að skera niður óþarfa eyðslu og spara verulega í utanríkismálum.
Á undanförnum árum hefur verið eyðslubruðl í landinu og gjaldeyrissóun í samræmi við óheftar reglur Evrópusambandsins, eins og þjóðin hefur viljað hafa þetta, en afleiðingin er uppsafnaður gífurlegur viðskiptahalli við útlönd. Á næstu árum þarf að vera skipulagður gjaldeyrissparnaður, því fullreynt er að annað leiðir til ófarnaðar.
Á þriðja áratug síðustu aldar voru jafnaðarmenn á Íslandi hrifnir af byltingunni í Rússlandi og sovétskipulaginu, en hluti þeirra hélt sönsum og sat eftir í Alþýðuflokknum, þegar þeir sem trúðu á ráðstjórnarríkjabandalagið klufu sig frá og stofnuðu Kommúnistaflokk Íslands 1930. Í áranna rás eftir lífsævi margra vinstri flokka, kommúnista, sósíalista, alþýðubandalagsmanna og ríkisrekstrarsinna, vill slíkt fólk í Vinstri grænum ekki ánetjast erlendu ríkjabandalagi. En Samfylkingin, réttborinn arftaki Alþýðuflokksins, vill að fyrirmælum forustu flokksins koma Íslandi í Evrópuríkjabandalag og krjúpa á knjánum fyrir ráðríkum yfirdrottnunarþjóðum, afhenda auðlindir þjóðarinnar og afnema sjálfstæði og fullveldi með breytingum á stjórnarskrá Íslands.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf staðið fast að fullveldi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og ekki skipt um nafn eða grundvallarstefnu.

 
Höfundur er fyrrverandi bóndi
á Tyrðilmýri nú á Hólmavík.

04.01.2009 22:23

Ég tók á mér test í dag fram að Vatnshorni, nokkuð sáttur. StefnuljósaÓnotkun ungmenna óviðunandi.

  
  
  
  
  

Stefnuljósa notkun ungmenna er með öllu óviðunandi, og margra annara sem er hábölvað.

03.01.2009 22:34

Nokkrar myndir frá 2008 valdar af handahófi.

  
  
  
  
  
  
  
  
  
  
  
    

02.01.2009 22:41

Sama lengt í km 34 fara frá Hólmavík til Drangsnes og frá Hólmavík til Króksfjarðarnes.







Þannig í sumar styttist leiðin á milli Hólmavíkur og Reykjavíkur um 42 km ef farið er um Arnkötlu og Gautsdali eins og ég fór í dag í ágætis veðri en þoku og smá hálkuskán við Þröskulda. Í raun er ekkert að því að fara þennan veg núna, hann er verstur steinsnar frá Hrófá, annars þolanlegur.