Færslur: 2012 Janúar

07.01.2012 22:04

Fimm Strandatröll fóru á Strandafjöll í dag,80% tröllanna fóru til Djúpuvíkur en 20% fór heim


                                          Fleiri myndir á nafna mínum  >   http://nonni.123.is/

07.01.2012 22:02

Þorpar í gær


04.01.2012 22:01

Fjalla og tindarölt ársins 2011.

Fjalla og tindarölt ársins 2011. Samkvæmt myndadagbók síðustjórans fór ég átta sinnum upp á Kálfanes og Skeljavíkurfjöll, þrisvar sinnum á fjöll í grannabyggð okkar í Reykhólasveitinni, tvisvar sinnum upp á Hrossaborg í Dalabyggð og einu sinni upp á Hafratind í Dalabyggð. Fór í þriðja sinn á jafnmörgum árum upp á Lambatind ásamt Árna Björnssyni Strandamanni og um Verslunarmannahelgina fór ég á Kálfatind og í lokin í September fór ég tvisvar á Kolbeins og Birgisvíkurfjöll í fyrraskiptið var þoka en í það seinna var glampandi sól og blíða. Þannig að þetta eru orðnir nokkrir metrarnir sem hafa verið farnir á árinu 2011. En flottustu fjöllin sem ég hef farið til eru á Ströndum, skoðið bara myndasíðuna mína http://nonni.123.is/ þá kemur það allt í ljós. Vonandi verður 2012 ekki síðra hvað fjalla og tindarölt um ræðir.