Færslur: 2007 September

05.09.2007 23:00

Haustið að skella á, og hafernir í kollafirði.Haustið er rétt að skella á með fé á túnum og fjárbílar að sækja gjaldmiðil bænda.

   


Slæmar myndir. En í dag voru tveir hafernir í Kollafirði.

04.09.2007 22:52

Hljómsveitin Strandamenn spila í Baldri á Drangsnesi 8 september .                                     

Ég sagði frá því 15 ágúst síðastliðin að búið væri að stofna nýja hljómsveit á Ströndum sem héti einfaldlega Strandamenn, og það var satt og rétt nema það að skipt var um söngvara enda var sá söngvari sem var sagður væri söngvari Strandamannanna vissi það síðast sjálfur að hann ætti að vera aðalsöngvari þessarar stórsveitar. En nú er það sanna komið í ljós að hljómsveitin Strandamenn mun halda ball í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi næstkomandi laugardag 8 september. Meðlimir þessarar miklu sveitar eru þessir, Björn Guðjónsson (bjössi) gítar og söngur, Svanur Hólm Ingimundarsson (svansi) hljómborð og raddir, Kristján Magnússon (stjáni-mag-jör) saxafón og harmonikku, Ari Jónsson (nabbasonur) söngur og trommur og Vilhjálmur Guðjónsson (allt í man) gítar og útsetningar og sitthvað fleira. Og umboðsmaður Strandamannanna er engin annar en Gunnlaugur Bjarnasson (horft til himins) sem er líka sérlegur ráðgafi þessarar sveitar. Allir á ballið með hljómsveitinni Strandamönnum á laugardagin kemur 8 september.

03.09.2007 23:08

Kviknaði í dráttarvél í Odda.

Um helgina kviknaði í dráttarvél í Odda í Bjarnafirði. Heimilisfólkið á Svanshóli tók eftir því að ekki var allt með felldu við íbúðarhúsið í Odda, þar stóð vélin, þaðan kom talsverður eldur að sjá frá Svanshóli og Svanshólsfólkið hringdi um leið til Odda og lét vita af þessum eldi sem reyndist vera að kviknað hefði í dráttavélinni. Og að sögn Baldurs Sigurðssonar bónda sem á þessa vél skemmdist vélin talsvert í þessum bruna. En það þurfti tvö handslökkitæki til að slökkva eldinn. Sennilega hefur kviknað út frá rafmagni. Og vélin verður send suður til viðgerðar eins fljótt og mögulegt er. 


02.09.2007 22:29

Myndir.
Fallegt kerti og stórkostlegar landslagsmyndir frá Photo. Klikkið á tenglana þá birtast myndirnar. Myndir frá Photo. Myndir frá Photo. Myndir frá Photo. Myndir frá Photo.

01.09.2007 22:56

Póstburðarkonan hætt.

              

Í gær var síðasti vinnudagur Sigurmundu Ásbjörnsdóttur póstburðarkonu á Drangsnesi sem er að yfirgefa sitt þorp með miklum trega, og verður henni sárt saknað. Auðvitað kemur maður í manns stað en þrátt fyrir það mun eg sakna hennar mikið. Það er engin lognmolla yfir Simmu, en hún lofaði mér því í gær að fylgjast með landpóstinum í gegnum þessa síðu. En önnur kona mun taka við því starfi sem Sigurmunda hefur haft sem er af pólskum ættum, og eg mun reyna lauma mynd af henni um leið og tækifæri gefst. En Sigurmunda takk fyrir samstarfið og vonandi sjáumst við á árshátíð Íslandspósts í endaðan október, er það ekki? .