Færslur: 2008 Nóvember

28.11.2008 23:01

Myndir teknar af Hólmavík 20 júní 2008.

  
  
  
  
  

27.11.2008 22:35

Broddanesskóli seldur á brunaútsölu á 2.1 millur.Rekstur á honum á pr ár, er á aðra miljón.



Fundargerð Strandabyggðar 25/11 2008.

Erindi frá Ríkiskaupum um kauptilboð í Broddanesskóla. 
Borist hefur erindi dags. 18. nóvember 2008 frá Ríkiskaupum þar sem greint er frá tveimur tilboðum í Broddanesskóla, Strandabyggð. Hljóðar hærra tilboðið upp á kr. 2.100.000 en það lægra kr. 350.000. Í viðtali við Hermann Jóhannesson hjá menntamálaráðuneytinu kom fram vilji um að taka hærra tilboðinu. Einnig taldi hann til greina koma að báðum tilboðum yrði hafnað en sveitarfélagið keypti í stað þess hlut ríkisins í skólanum á sambærilegu verði. Samþykkt var að taka hærra tilboðinu með þremur atkvæðum, einn greiddi atkvæði á móti og einn sat hjá.

  

24.11.2008 22:09

Vegagerð í Arnkötludal og Gautsdal. Meira eftir en síðustjóri hélt. Er jeppafær en talsvert grór.

  

Við Þröskulda á hæðsta staðnum á þessum vegi er skelfilega mikið eftir að gera. Arnkötludalur og Steingrímsfjörður eru baksýn.
  

Við fossinn í Gautsdal er eftir að taka og flytja efni á milli staða um 20.000 rúmetra eða svo.

  

Þessi mynd er tekin á móti Arnkötludalsbænum. Eins og sést er þetta einungis slóði sem er aðeins fær jeppum.

Neðarlega í Arnkötludal. Arnkötludalsbærinn sést vinstramegin á myndinni.

Þessi mynd er tekin ca 350 metrum fyrir framan sumarhúsið og skothúsbílinn sem hefur sést áður á þessari síðu. Svona leit þetta út á laugardaginn var 22 nóvember 2008.    

23.11.2008 21:49

Er Geir að flippa út, og er Samfylkingin að hruni komin og eða báðir stjórnaflokkarnir.



Kíkið á þetta myndband sem er með öllu óskiljanlegt vegna þess að sá sem er í viðtalinu er sjálfur forsætisráðherra Íslensku þjóðarinnar á ferðinni og gerir alvarleg mistök með sinni framkomu gagnvart fréttamanni sem var þá á ruv. G.Pétur Matthíasson fyrrum fréttamaður á rúv talar við Geir Haarde rétt fyrir kostningar 2007.

19.11.2008 22:04

Mikil fjölgun á Skarf við fjörðinn.

 
          

16.11.2008 23:02

Menningarferð frá Ströndum til Suðurlands.

  
            

                                       Fleiri myndir er frá þessari menningarferð er að finna hér.

14.11.2008 09:13

Veðurhorfur á landinu.



                                                        Veðurhorfur á landinu.

Norðaustan 8-13 m/s og él fyrir norðan og austan, en dálítil slydda eða snjókoma S-lands. Austan    5-15 m/s með morgninum, hvassast við suður- og suðausturströndina. Slydda eða rigning, en él    fyrir norðan. Snýst í norðvestan 10-15 SV- og V-lands síðdegis. Lægir smám saman í nótt og á morgun og dregur úr úrkomu, fyrst vestantil. Hiti 0 til 5 stig sunnan heiða, annars vægt frost í dag,en síðan kólnandi.

10.11.2008 22:09

Verður Unglingalandsmót UMFÍ sem er fyrirhugað á Hólmavík 2010 slegið af, eða er það búið?



Unglingalandsmót UMFÍ sem var og er? fyrirhugað irði hér á Hólmavík sumarið 2010 er ef til vill búið að slá það af?, sum sé hætt verði við að halda það hér vegna slæms efnahagsástands á Íslandi. Ég hef heimildir fyrir því að Sveitarstjóri Strandabyggðar vilji hætta við að halda þetta UMFÍ mót 2010, en málið er ekki alveg svona einfalt. Sveitarstjórar almennt ráða litlu sem engu, þeir hafa einungis tillögurétt, en hitt er annað það er Sveitarstjórn Strandabyggðar ásamt öðrum sveitarstjórnum í Strandasýslu ásamt HSS og aðildarfjelugum þess á Ströndum sem ráða alfarið um það hvort Unglingalandsmót UMFÍ verði haldið eins og var samþikt á haustmánuðum. Á morgun 11 nóvember verður fundur hjá Sveitarstjórn Strandabyggðar og þar kvu HSS forustan mæta og ræða um hvað skuli gjöra. Og þann 12 nóvember kemur á Strandirnar til að funda með sveitastjórn Strandabyggðar Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ. Íbúafundurinn sem okkur var lofaður í haust hefur ekki enn verið haldin.
Svo fyrir nokkrum dögum síðan átti verktaki hér í bæ að fara bora og sprengja við norður enda fyrirhugaðs Íþróttavallar og verktakinn kom með borgræjuna á staðin en nokkrum dögum síðar var honum sagt  það að það (Strandabyggð) væri hætt að gera Íþróttavöllinn?
Um svipað leiti fékk Strandabyggð stórherfarann frá Bassastöðum til að herfa þúfurnar fyrir ofan Flugvöllinn sem í raun er nú stór furðulegt. Þetta land sem var herfað er í einkaeigu óðalsbóndans/og frænku minnar nú í Kálfanesi. Ég veit ekki annað ef á fara í einhverjar framkvæmdir hverju nafni sem þær nefnast þá verða allir jafnt sem Sveitarstjóri/stjórn að fara eftir settum reglum. Utanvegaakstur er bannaður er það ekki, þetta herfunarrask við flugvöllinn er miklu meira en vegarslóði til Leirufjarðar, þar að auki var farið inná annara manna land og það tætt í spað.
Það hafa fleiri gert mistök en ríkistjórn Íslands og Seðlabankamennirnir, það hafa verið gerð mikil og alvarleg mistök sem varðar þetta umrædda Unglingalandsmót sem átti? að halda síðsumars 2010. Ég hvet forustu HSS og þær 4 Sveitarstjórnir sem eru í Strandasýslu að hlaupa ekki undan merkjum og loforðum sem okkur voru gefin í sumar sem leið með það og standa við að að Landsmót UMFÍ verði haldið með sóma 2010, og byggi upp þau ungviði sem eru að spretta úr grasrót íþróttanna. Það er æska Stranda og landsins alls sem er í húi, er það ekki.