Færslur: 2011 Júlí

16.07.2011 22:45

Bryggjuhátíð á Drangsnesi 16 júlí 2011.











                               
                                     Fleiri myndir eru inn á nafna mínum http://nonni.123.is
 

15.07.2011 22:40

Að gefnu tilefni vegna byggingar sólpalls að Kópnesbraut 3a og umræðu um þá framkvæmd.



Það skal skýrt tekið fram að síðustjóri á enga hagsmuna að gæta vegna þessara sólpallaframkvæmda sem eru að Kópnesbraut 3a á Hólmavík. En ég get ekki orða bundist að það hefur ekki heyrst hósti né stuna frá Sveitarstjórn Strandabyggðar um þetta mál, né á vef Stranda.is.

 12 júlí síðastliðin hafði ég samband við bb.is og talaði við blaðakonu sem þar er og sagði henni hvernig væri í pottinn búið með þennan sólpall og þá spurði hún við hvern hún mundi getað haft samband til að vita 100% um stöðu mála gagnvart þessari byggingu að Kópnesbraut 3a væri. Í flýti mínum benti ég á tvo aðila sem ættu að vita um málið annarsvegar hreppsnefndarman og fréttaritara og hinsvegar á sjálfa sveitastýruna fögru sem ættu að geta útskýrt þetta ljóta sólpallamál til hlítar, en viti menn og konur, þessi frétt var þögguð niður af svo nefndri fréttaveitu og Sveitarstjórn Strandabyggðar þó að hún sé í sumarfríi. Það er afar leitt og engum til framdráttar að þagga niður staðreyndir sem hafa verið framkvæmdar án nokkra heimilda Byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Strandabyggðar samkvæmt fundargerðum fyrrnefndra nefnda eins og að framan greinir.

Að framan sögðu get ég ekki annað gert en að Copy og  Paste það blogg innlegg sem húseigandinn Ari Stefánsson að Kópnesbraut 5 setti inn sem segir allt sem segja þarf. Og ég bið alla sem koma að þessu máli að vera heiðarlegir og fara ekki í endalausa fýlu  út af þessu klúðurslega sólpallamáli.

Innlegg Ara Stefánssonar er eftirfarandi svona.

Plássið. Ari Stefánsson skrifaði:http://holmavik.123.is/images/transdot.gif

Ásdís spyr hvað Ari Stef. segi um þetta,ég er ekki hrifinn og reyndar finnst mér þetta snerta alla bæjarbúa ekki bara næstu nágranna, því að er þetta sú götumynd sem menn vilja hafa.
Á netinu má finna BS ritgerð frá því í mai 2011 sem ungur maður ættaður héðan hefur skrifað og nefnist "Miðbær Hólmavíur,greining og hugmynd að hönnunarútfærslu". Þar segir um Hólmavík "Merkilegasti hluti þessa svæðis er þekktur sem Plássið en þar er að finna mjög gamla og heilsteypta götumynd er nær frá enda Hafnarbrautar að Björnshúsi við Kópnesbraut"
Ég mæli með því að Byggingar-umferðar og skipulagsnefnd kynni sér þessa ritgerð.

14.07.2011 22:56

Perla Hólmavíkur. Þiðriksvallarvatn myndað í gærkveldi í logni og brakandi kyrrð, dásamlegt









                                      Nokkrar myndir í viðbót á http://nonni.123.is

13.07.2011 22:42

Undirbúningur vegna Bryggjuhátíðar á Drangsnesi er á lokastigi, myndir frá því í morgun.










                                            Dórarnir eru báðir klárir á Bryggjuhátíðina.


                                Geiri er klár á Bryggjuhátíðina 2011. Hvað er í bollanum?

11.07.2011 22:02

Dýrbitur var feldur við Kleppustaði í kvöld. Refaskytta Strandabyggðar Þorvaldur Garðar gerði það.







Það er allt full af refum, þetta vilja ráðendur sveitarmála að hætta að greiða fyrir að fella refi sem síðan ráðast á sauðfé og fella það. Það munu örugglega verða full af refum frá og með haustinu því að það er ekkert greitt fyrir þá áhugamenn sem mundu skjóta ref en gera það ekki vegna fíflagangar og vanþekkingar á þessum málum bæði hjá ríkisvaldinu og sveitarstjórnum þó ekki öllum.

11.07.2011 21:51

Nú spyr ég bara heiðarlega - er Byggingaryfirvöld og Sveitarstjórn Strandabyggðar gengin af vitinu?








Kína múrinn er ekki fallin en það er hinsvegar Berlínar múrinn . Ef þessi vitleysa sem er að spretta upp úr jarðveginum við þetta hús á að standa si svona næstu áratugina - þá er Sveitarstjórn og Byggingaryfirvöld Strandabyggðar í djúpum skít. Sveitarstjórnin getur ekki leift svona Berlínarmúr í þessari gömlu snotru GÖTUMYND sem hefur verið nánast ó breitt í ára tugi. Þessi forljóti Berlínarmúr verður að fara og það STRAX ef þetta verður látið halda áfram þá fer allt í bál og brand á flestum vígstöðvum og líka hjá bræðrabandalaginu innan Sveitarstjórnarinnar, þá fer hún líka eins og múrinn. Ef einkvað er algjört bull og örugglega mesta bull framkvæmt síðustu ára tugina þá held ég og nánast allir þeir menn og konur á öllum aldri sem sjá þetta skrímsli koma upp úr jörðinni  -að ráðendur séu ekki með öllum mjalla, en vonandi tekur sveitastýran í taumana og fær eigandann til að hreinsa þennan ófögnuð upp eftir sig. Þannig að ég sem áhugamaður um óbreytta götumynd í gömlu Hólmavík krefst þess að nú þegar verði smíði á þessum Berlínar múr þegar í stað HÆTT og hann fjarlagður þegar í stað. Góðu Hólmvíkingar og aðrir  skoðendur kommentið og látið ykkar álit í ljós og stoppum þennan hrylling NÚNA.

11.07.2011 21:47

Segja hreindýr ekki smita sauðfé.

                                          FRÉTT  TEKIN  AF  BB.IS  Í  DAG.

Hreindýr geta ekki smitað sauðfé af riðu eða garnaveiki, að áliti sænska yfirdýralæknisembættisins sem áhugamenn um flutning hreindýra til Vestfjarða hafa beðið um. Áhugamennirnir hafa undanfarin misseri barist fyrir því að fá leyfi til slíks. Sjá áhugamennirnir nokkurn fjárhagslegan ávinning fyrir landeigendur og sveitarfélög í því að laða að hreindýraveiðimenn.

Helstu rökin gegn flutningi dýranna vestur eru hættan á riðu og garnaveiki. Yfirdýralæknir hefur sagt að þetta komi ekki til greina, auk þess sem sveitarstjórn Strandabyggðar, sem hefur fengið málið inn á sitt borð, stendur á móti þessum hugmyndum af sömu ástæðum. Magnús Ólafs Hansson á Patreksfirði er einn hvatamanna. Í samtali við Ríkisútvarpið vitnar hann í álit sem íslenskur dýralæknir hefur gert. Þar segir meðal annars þetta: "Engin reynsla er á því að hreindýrin hafi flutt með sér eða verið smitberar riðu eða garnaveiki. En sannleikurinn er sá að nánast engin sýnataka liggur fyrir úr hreindýrum hér á landi, hvorki úr veiddum dýrum sem komu á hreindýraverkunarstöðvarnar eftir veiðar eða fundin sjálfdauð dýr."

Þar sem upplýsingar vantar frá Íslandi leituðu áhugamennirnir til útlanda. "Við erum að fá faglegt mat, skriflegt, frá sænska yfirdýralæknisembættinu. Fyrstu upplýsingarnar sem við fengum í gegnum síma voru þær að þeir telji ekki nokkra einustu ógn af hreindýrum gagnvart sauðfé, heldur sé hugsanlega um að ræða smitsjúkdóma úr sauðfé í hreindýr," segir Magnús. Frá þessu var greint á vef Ríkisútvarpsins.

11.07.2011 21:41

Svona lítur sorpsamlagsportið út í dag, eintóm hamingja eins og með ruslahaugana sami pytturinn










                                                                 Púff.

09.07.2011 23:27

Reykjanesfjall í Reykhólasveit heimsótt í dag og það skoðað og myndað í góðu sólar veðri.












                                        Fleiri myndir á http://nonni.123.is