Færslur: 2011 Ágúst

17.08.2011 22:44

AFTURFÖR/nítt. Ef einhver ætlar að hitta Sveitarstjórann þá verður maður að panta viðtalstíma



Það er víst nóg að þurfa panta viðtalstíma hjá doxa sem er með komugjaldi en hvort maður þurfi að ef til vill greiða Sveitarstjórakomugjald til sveitasjóðs svo að Sveitarstjórn komist oftar í sumarfrí. En af öllu gríni sleppt er mikil afturför að þurfa panta viðtalstíma hjá Sveitarstjóranum, en góðu hálsar það mun ég aldrei gera, en þetta er svipað og með girðingarmúrinn - dragið þessa vitleysu báðar tvær til baka,annað er klikkun.

16.08.2011 20:18

Torfærukeppni fer fram á Blönduósi 20 ágúst næstkomandi kl 13.00. Mikið fjör og mikið gaman.





20 Ágúst næstkomandi kl 13.00 heldur Formula Offroad Club fjórðu umferð Íslandsmótsins í Torfæru. Þessi keppni sem fram átti að fara síðastliðinn laugardag var frestað og var ákvðið að færa hana til 20 Ágúst og verður keppt á Blönduósi að þessu sinni en síðast var keppt þar 2009 þar sem Leó Viðar Björnsson sigraði en hann er einmitt nýr formaður Formula Offroad Club. Nánar hér á http://motor-sport.is

15.08.2011 21:36

Ufsinn dansaði um allan sjó 12 ágúst á Sveinbjarnargrunni í Húnaflóanum. Myndir Röfn Friðriks










                                             
                                           Góðar þakkir fyrir myndirnar Röfn.

14.08.2011 21:23

Þörungar verksmiðjan á Reykhólum í dag.





Þetta eru skrítin sjávarfarartæki sem kvu vera þangsláttuvélar Þörungar verksmiðjunnar

14.08.2011 21:11

Við sjávarsíðuna í Reykhólasveit í dag. Bátar- Staðarhöfn á Reykjanesi og Reykhólahöfn.

                                         Þessi bátur var út af Staðarhöfn í dag.


















12.08.2011 21:26

Í morgun hitti ég hljómsveitina Prins Póló á Laugarhóli, spiluðu í gær á Cafe Riis hér á Hólmavík.



                                                   Flott sveit.

12.08.2011 20:45

Síðla dags í dag fór ég út á bryggju og þar var Ingimundur Pálsson að veiða Makríl og gekk bara vel



Hann Mundi veiddi í fullan innkaupapoka á korteri, sjórinn iðar af líflegu lífi sem er bara gott.

Síðustjóri á Makrílveiðum í dag, Makríll búin að bíta á.

Síðustjóri að landa Makríl með miklum tilþrifum eða þannig. Myndir Sigurbjörn Jónsson.

11.08.2011 22:44

Skrítin vinnubrögð Byggingar - umferðar - og skipulagsnefndar og Sveitarstjórnar Strandabyggðar









                                    Kópnesbraut 3A.

                                                                   

Nú ætlar síðustjóri ekki að tjá sig (mikið) meira um þetta kolklikkaða skotbyrgja og forljóta Berlínarmúr sem verður tafarlaust að fara eins og gamli Berlínarmúrinn þegar hann féll og síðar var rifin í tætlur. Ég er 100% viss um það að allir þeir sem eiga heima við Kópnesbrautina vilja þetta skrípi verði rifið áður en snjóa tekur að falla til jörðu, ef þetta verður látið standa svona þá má búast við því og nokkuð öruggt að gatan mun vera ófær flestum vélknúnum farartækjum nema þá vélsleðum og einstaka ofurfjallabílum.  Ps. Ég hvet íbúana við Kópnesbraut á Hólmavík og líka stjórnendur Strandabyggðar að þessi fyrrnefndi vanskapningur og sá ljótasti sem hefur sést á Vestfjörðum þó víðar væri leitað verði fjærlæður og að allir skuli sitja við sama borð hvað byggingarmál varðar hverju nafni sem þau nefnast.

Fundargerð Byggingar-, umferðar- og skipulagsnefndar, dags. 4. ágúst 2011  .. 4. Girðing við Kópnesbraut 3A, dags. 2. ágúst 2011... Nefndin vill að leitað verði eftir skriflegum umsögnum nágranna um byggingu girðingarinnar og tekur í framhaldi af því ákvörðun um málið.