Færslur: 2012 Apríl

23.04.2012 20:26

10 Búrhvalir inn í Steingrímsfirði í dag. Fór með Frigg ST 69 Bjössa P til að skoða þá














                                           Fleiri myndir á nafna mínum >  http://nonni.123.is/

22.04.2012 22:24

Hreindýr til Vestfjarða verður vonandi að veruleika áður en tærnar á manni snú upp á við, ? hvenær

         F r é t t a b l a ð i ð  2 1 a p r í l  2 0 1 2.

20.04.2012 19:59

Hérna var einu sinni KSH en verður kontor Strandabyggðar og allskonar nefnda funda starfsemi








Elfa Björk Bragadóttir kontoristi var bara ánægð að vera komin á neðrihæðina sem Kaupfélagið var áður.

19.04.2012 22:31

Sveitastjóri Strandabyggðar hefur sagt upp frá og með fyrsta september næstkomandi.

                                  Greint er frá þessu á vef Strandabyggðar >   http://strandabyggd.is/

19.04.2012 18:32

Ferming í Kaldrannaneskirkju 1970. Prestur var engin annar en séra Andrés Ólafsson Hólmavík.



Frá vinstri eru Ingibjörg Ingimarsdóttir Kaldrannanesi, Jónína Númadóttir Gilstöðum, Jón Vermundsson Sunndal, Elías Jakob Ingimarsson Framnesi, og verktakinn og útgerðarfurstinn hinn nýi Kristján Guðmundsson Stakkanesi.

Nábúar- grannar og frændur spjalla saman við Landroveresjeppa Halldórs Halldórssonar Hrófbergi og Guðmundur Björnsson Stakkanesi eru örugglega ekki að tala um sauðburð eða þannig á þessum fermingardegi.

17.04.2012 22:09

Þessa mynd ásamt öðrum myndum lét móður mín mig fá um þremur tímum áður en hún lést.



Á þessari stórgóðu mynd eru þeir frændur mínir og bræður Sigurkarl Magnússon og Pétur Hofmann Magnússon miklir kraftamenn og bílajaxlar svo vægt sé til orða tekið.

17.04.2012 08:48

Hreindýr á Vestfirði - hver er staðan?



Fundur verður í Kvenfélagshúsinu á Hólmavík. laugardaginn 21 apríl kl. 14 Á fundinum verður fjallað um rök með og á móti því að setja niður hreindýr á Vestfjörðum. Á fundinum verður stofnaður starfshópur til að vinna söfnun upplýsinga, kynna málefnið og skipuleggja starfið næstu
mánuði.
Undirbúningsnefndin.