Færslur: 2008 Janúar

31.01.2008 22:26

Nú er frost og snjór á fróni.

Seint í gærkveldi gerði allt í einu spænu rok og með talsverðu snævar kófi hér á Strandarsvæðinu, en í morgun var komið skaplegt veður á Ströndum og fært um allar trissur. Eini snjórinn sem varð á minni leið í dag var hér í Miðtúninu og við N 1 sjoppuna, en póstleiðin sem er hátt í 300 km var fær öllum bílum sem kom mér skemmtilega á óvart.

Mynd númer 234

Mynd númer 235

  KSH lyftaramaðurinn með meiru var að hreinsa planið í dag.

Mynd númer 236

 Það var talsverður skafrenningur í Kollafirði í dag. Skýjarsólarglampinn er alltaf flottur.

Mynd númer 237

 Er löggubíllin alltaf að bila?. Góður túr hjá Gústa Guðjóns.

29.01.2008 23:04

Bókin Strandir, byggðarsaga Strandamanna kostar á 3 tug milljóna.

Mynd númer 10

Áreiðanlegar heimildir sem ég hef aflað mér varðandi bókina Strandir, byggðarsaga Strandamanna er nánast stopp vegna mikla skulda við vinnslu bókarinnar sem er búin að taka 12 til 15 ár að gera og ekki allt búið enn þó að bókin sé sögð klár til prentunnar ár eftir ár. Aðeins nánar með bókina. Sá aðili sem ber alla ábyrgð á bókinni fjárhagslega er Búnaðarsamband Strandamanna og mínir heimildarmenn hafa tjáð mér það nú síðustu daga að kostnaður vegna útkommu bókarinnar sem enn er ekki komin út sé komin vel yfir tuttugu milljónir. Og ekki nóg með það, samkvæmt fundargerð sem birt var í fréttabréfi RHS í maí 2006 er eftirfarandi tekið skírt fram vegna væntanlegrar sameiningar BSAH , BSVH við Búnaðarsamband Strandamanna að aðilar eru sammála um að aðild Búnaðarsambands Strandamanna og fjárhagsleg ábyrgð þess á útgáfu Byggðasögu Strandamanna, sem nú er á lokastigi, yfirfærist á engan hátt til hins nýja Búnaðarsambands, tilvitnun líkur. Þannig að það var stefnt að því að BSAH og BSVH mundu sameinast við Búnaðarsamband Strandamanna um áramótin 2006 en það var ekkert úr því og málinu frestað til næstu áramóta 2007, en eftir þeim heimildum sem ég hef fengið nú síðast í dag vildu austan Búnaðarfélögin BSAH og BSVH ekki taka við þeim skuldum sem fylgdu Búnaðarsambandi Strandamanna vegna óútkommnu bókarinnar Strandir, Byggðarsaga Strandamanna við Sparisjóð Strandamanna hér á Hólmavík.

Eins og gefur að skilja fer Landpóstur fimm daga vikunnar um sveitir Strandasýslu að hluta til og það verður að viðurkennast að fólk spyr mig um þessa Strandabók sem er búin að þvælast á milli manna vel á annan áratug og ég spurði síðast um bókina síðasta vor 2007 og þá var mér tjáð það að hún væri sennilega að fara í prentun eftir nokkrar vikur. Þannig að ég get ekkert sagt fólkinu annað en þetta. Ég og flestallir Strandamenn vorum boðaðir í myndatöku hér á Hólmavík sennilega var það 1994 og ég og allir þeir sem voru myndaðir á þessum tíma orðnir talsvert breyttir í útliti og sumir í vexti og nokkrir dánir og sumir hafa skilið og börn hafa fæðst og fólk flutt á milli staða þannig að þessi bók Strandir 2 sem vonandi kemur út áður en eg hrekk uppaf muni þá seljast vel sem ég tel afar hæpið miðað við hve langan tíma hefur tekið að gera bókina. Eg bara sypr..

27.01.2008 22:12

Strandatröllin komin með sinn eigin tröllasöng.

Mynd númer 232

það hefur gengið mikið á að koma einu stykki lagi inná tröllasíðuna hjá Strandatröllunum. Síðustjóri tröllasíðunnar hefur verið tæpan mánuð að koma þessu furðuskrítna lagi inná síðuna. En sum sé nú í dag var hægt að troða þessu fyrirbæri inná síðuna hjá tröllunum og eg er nokkuð öruggur á því Strandatröllin munu kyrja þetta á Þorranum sem verður haldin 2 febrúar næstkomandi hér á Hólmavík, þorrinn er tími tröllanna. Kíkið á þjóðsöng tröllanna sem er hér.

26.01.2008 22:16

Tjaldar í Skeljarvík í dag.

Mynd númer 230

Einhvað er náttúran að klikkast því að í dag sá eg nokkra Tjalda í Skeljarvík.. Tjaldar koma yfirleitt ekki hingað til Hólmavíkur fyrr en síðla mars eða í byrjun apríl. En þessir Tjaldar sem voru í Skeljarvík í dag héldu algjörlega stein kjafti, sum sé þeir voru alveg kjaftstopp, en það mun breytast eftir um það bil tvo mánuði.

24.01.2008 23:20

E X B É. Fatasukkið og prinsinn féll.

                                   þetta er gargandi snilld.

                     

24.01.2008 22:40

Nokkrar myndir sem eru teknar í þessum mánuði

                                         Kíkið á nokkrar myndir hér.
Mynd númer 32
                                       Beðið eftir að dallurinn komi að bryggju.

Mynd númer 30
                           Flott útsýni úr Hómapatahöllinni sem er að rísa á Hrófá.

23.01.2008 22:49

Hvaðan kemur þessi rækjuskel, er hún frá Hólmadrangi?

Skelfilegt er að sjá þessa rækjuskel í fjörunni sem er rétt fyrir innan Presthöllina í Kópnesbrautinni. Ekki tók ég eftir henni í gær en rak augun í hana nú í dag. Afhverju er rækjuskelin þarna inn í kverkini?, hvernig komst hún þangað ég bara spyr. Þetta er talsvert magn af rækjuskel sem einhvernveginn hefur komist úr rækjurörinu frá Hólmadrangi sem er við Hlein og í sjófram. Svonalagað á ekki að koma fyrir hjá neinu fyrirtæki. Það er bölvaður óþrifnaður af þessari rækjuskel og mun lykta vel innan skamsm tíma ef sjórinn verður ekki þá búin að taka þennan fjanda á haf út.

Mynd númer 224

Mynd númer 223

22.01.2008 23:12

Var 1. apríl í gær? . Getur svona lagað gerst eins og hér í Strandabyggð?

Mynd númer 217

Það hefði mátt halda það að 1. apríl hefði verið í gær. Ég kveiki stundum á sjónvarpinu rétt fyrir hálf sjö, sum sé á Stöð 2. Á Stöð 2 var Þorfinnur Ómarsson þáttarstjórnandi að tilkynna það að borgarstjórn Reykjavíkur væri fallin og að Ólafur F.Magnússon yrði næst borgarstjóri. Ég hugsaði með mér um smá tíma heyrði ég rétt eða hef ég misst úr rúma 2 mánuði, væri komin 1. apríl?. Ég var kjaftstopp. Ég hljóp inn í tölvu og kannaði á netinu hvort þetta væri sönn frétt, mikið rétt, þetta var eftir allt saman satt, sönn leikflétta tveggja manna. Og mjög keimlíkt leikrit sem fráfarandi borgarstjórn gerði fyrir rúmum 100 dögum.

Og í framhaldi af þessum ósköpum sem skeðu í borg óttans spyr ég mig að þeirri spurningu getur svona lagað skeð hér eins og í litla hreppnum Strandabyggð? . Líkurnar eru kanski ekki miklar en eins og máltakið segir ef viðkomandi aðili/ar hafi eða hafi haft einbeittan brotavilja þá væri það örugglega hægt. En hvort sá brotavilji sé fyrir hendi eins og hér í Strandabyggð finnst mér afar hæpið. Sveitarstjórnarmenn og allar undirnefndir sveitarstjórnar hafa engin völd á einu eða neinu, svo er nú þannig í svona litlum hreppum eins og Strandabyggð er mjög erfitt að fá fólk til starfa í fyrrnefndum nefndum. Að vera í sveitarstjórn er ekkert annað en vesen og oftast bölvuð leiðindi rex og pex og ef til vill? mikið umtal fyrir viðkomandi. Þannig að ég tel nánast engan möguleika á því að við sem eigum heima í Strandabyggð fáum nýjan meirihluta og kannski sveitarstjóra fyrr en á vordögum 2010.

21.01.2008 22:38

SÓLARSÚLA. Einstök sýn á suðaustur himni í morgun.

Mynd númer 213

Þessi mynd er tekin í porti Vegegerðarinnar á Hólmavík. Í morgun þegar ég kom inn í Vegagerðarhúsið var mér sagt frá sólsúlu sem þá bar beint yfir þak Örkubúshússins. Og ég rauk út og reyndi að festa þetta mikla fyrirbæri á mynd sem er mjög erfitt. En ég reyndi og útkoman er hér.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Mynd númer 214

Mynd númer 215

Mynd númer 216

Kleifarhryggur um kl 11.00 . Og viti menn þegar ég var komin út að Kleifum, upp á Kleifarhrygginn þá blasti þessi sama sýn sem ég sá á Hólmavík enn mun falllegri og tilkomumeiri á allann hátt. Þessar myndir eru mis gulrauðar fer eftir því hve er mikið er súmmað/aðdráttur á myndavélinni. En ég hef aldrei séð svona sólarsúlu áður, en í nokkur skipti að sumri til þegar sól er að ganga til viðar þá hef ég séð svipað og þetta og ég sá og náði á mynd í dag en mun lengra frá sólu en var í dag.

20.01.2008 22:23

Frábært útivistar og sleðaveður í dag.

Eg ætlaði að vera komin tímanlega á skíðamót sem var auglýst í gær á Strandavefnum sem átti að vera kl 14.00 á Þiðriksvallarvatninu. Þegar eg kom uppað Þiðriksvallarvatninu var þar engin keppandi aðeins einn bíl að sjá við vatnið, sem var lögreglan að kanna sjáanlega ísin á vatninu. Þannig að eg sló í klárinn minn sem tók vel við sér og við brunuðum frameftir fallega vatninu og uppá fjall sem við fórum á örskömmum tíma. Sum sé eg missti af skíðamótinu sem var fært til sem eg skil ekki. Þykktin á ísnum er vel á annað fet sem mundi þola þungan jeppa. Það er bara þeirra mál sem ráða þessu. En eg sum sé fór uppá svonefnda Laxárdalsheiði sem er uppaf Grímsfelli, Grímsgil er rétt fyrir framan Þiðriksvallarvatnið. Og ef Óskar Kristinsson Drangajarl sér þetta þá er nægur snjór þarna uppi til að fara frá Þröskuldum og til Steingrímsfjarðarheiðarinnar og örugglega lengra. Þannig að eg fór langleiðina yfir í Bæjardal í Reykólasveit. Bæjardalsheiði er sunnanmegin við Laxárdalsheiðina. Útsýnið þarna uppi er mikið ef skyggni er þá gott.

Mynd númer 206

Mynd númer 207

Mynd númer 208

Mynd númer 209

Mynd númer 205

Mynd númer 210

Mynd númer 211

Mynd númer 212

19.01.2008 22:28

Undra útvarp þó lítið sé.

Mynd númer 203

Ætli það hafi ekki verið 2001 að eg átti leið um Bitrufjörð í marsmánuði að eg rak augun í einhvað svart sem lá í vegkantinum. Og eg stoppaði og kannaði hvað væri þarna, og eg sá fljótlega að þetta var aggarlítið gamaldags L M útvarp, sumsé langbylgjan og miðbylgjan. Og eg hirti þetta skrítna útvarp sem var reyndar án batteríja. En þegar heim var komið setti eg tvö lítil batterí í þetta litla tæki sem virkaði vel, og viti menn þetta litla útvarp er í fínu lagi og er ennþá með sömu batteríin sem eg setti í marsmánuði 2001. Eyðir nánast engu og er í gangi af og til flest alla daga. Magnað lítið tæki..

18.01.2008 22:37

Framhald. Barnaskólinn og græna árekstrarhúsið burt fyrir vorið 2008.

Smá framhald af pistlinum mínum í gær þar sem eg vitnaði í staðarfréttablaðið Gagnveg vegna þeirra gatna sem eftir er að setja bundið slitlag á. Og í dag datt mér í hug að gera aðeins meira en að setja einhverja stafi á blað, eg myndaði svonefndan vettvang og reyndi að gera mitt besta sem lélegum tölvuteiknara sem eg kann ekkert á en reyndi samt, en þeir sem þekkja til, skilja væntanlega um hvað málið snýst. Þetta er það sem eg legg til málanna í gatnaframkvæmdum sem varðar tengingu Bröttugötu við Kópnesbrautina og svo framvegis. 

Mynd númer 202

Mynd númer 194

Mynd númer 196

Mynd númer 199

Mynd númer 201

17.01.2008 23:04

Gatnaframkvæmdir á Hólmavík og Nauteyri á 200 millur.

Mynd númer 12

Mynd númer 22

Í blaðinu Gagnvegur sem kom út í dag er greint frá því hvað væntanlegar gatnaframkvæmdir á Borgarbraut og Kópnesbraut muni kosta, um 200 milljónir (vaaá) . Og til að fjármagna þessar framkvæmdir er nefnt að það sé stefnt að selja jörðina Nauteyri í djúpi á þá væntanlega á 200 milljónir? Til að fjármagna þessar framkvæmdir . Þetta eru svakalega háar tölur ef þær eru þá réttar sem eg veit ekkert um. Og í þessu ágæta blaði kemur líka fram að það sé ekki enn búið að ákveða hvað verður gert með Bröttugötu og árekstrarhúsið sem ritstjóri Gagnavegs lenti á hér um árið, sem fleiri hafa gert líka. Haustið 2006 var allt vitlaust hér á Hólmavík út af gamla barnaskólanum sem átti að rífa og vegur að koma í staðin fyrir hann. Í skyndi var aumingja hjallurinn skyndifriðaður af spilltum húsafriðunarpostulum sem þykjast ráða yfir öllu. En hvað hefur verið gert síðan? Ekki neitt. Skólahjallurinn og litla græna árekstrarhúsið er enn á sínum stað. Ef á að koma skynsamnlegur vegur um Bröttugötu þá verða þessi ónýtu fyrrnefnd hús að fara. Eg sé engan tilgang með því að hafa þessa hjalla sem gera engum neitt gagn. Og í endirin þetta. Ef þessi framkvæmd sem er nefnd í Gagnvegi kosti litlar 200 miljónir þá hlítur sveitarstjórn Strandabyggðar að bjóða verkið út á almennum markaði, annað væri glapræði. En hvort Nauteyri muni fara á 200 millur finst mér afar hæpið þó að þar sé heitt vatn í jörðu.

15.01.2008 22:42

66 millur í veg nr 643.

Mynd númer 187

Í dag var mér tjáð það í gildandi vegaáætlun væri klausa um það að það væri komið inní vegaáætlununa 2007 til 2010 að 66 milljónum yrði varið í veginn yfir Bassastaðarháls og að Bjarnarfjarðarbrúnni. Það hefur staðið til að gera nýja brú yfir Bjarnarfjarðarána því að þessi brú sem ekið er yfir er orðin burðarlítil. Brúin þolir víst ekki fulllestaða vörubifreið á 10 hjólum ef hún er með boddý, þó að veghefillinn með öllum búnaði sé álíka þungur og vörubíllin þá stransportar hann yfir brúna öllum tímum sólarhrings. En án gríns er löngu komin tími á að gera nýja brú á Bjarnarfjarðarána og veg yfir Bassastaðarhálsinn sem er löngu orðin gjörsamnlega handónýtur. Þetta verk sem áður er getið um mun vera boðið út í sumar, þó að maður hafi ekki séð það í framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar sem var borið í hús í dag.

14.01.2008 22:37

ST 2 ehf bætir við flotann.

Mynd númer 184

Rétt fyrir síðustu jól kom til heimahafnar á Drangsnesi hraðbáturinn Venni Gk 166, og það eru útgerðarhjónin Friðgeir Höskuldsson og Sigurbjörg Halldórsdóttir á Drangsnesi sem nú í haust keyptu þennan bát. Þetta er vel búin bátur sem útgerðarbændurnir til sjávar og sveita hafa keypt, og hann mun fara á grásleppuveiðar á komandi vori. Og innan nokkra daga fær þetta nýja fley nafnið Sigurey ST ? . Og auðvitað óskar síðustjóri 123.is/hólmavík útgerðarhjónunum til lukku með þetta glæsilega skip.

14.01.2008 22:33

Skipt um ljósaperu í Miðtúninu í dag.

Mynd númer 185
                                                             Miðtún í dag.

14.01.2008 22:27

Þeir voru spakir snjótitlingarnir á Ljúfustöðum í dag.

Mynd númer 186
                                            Þessir vóru furðu spakir.

13.01.2008 22:27

Rölt um Þiðriksvallarvatn þegar myrkur var að skella á.


Mynd númer 21

Mynd númer 27

Af og til fer eg uppí Þiðriksvallardal á mínum tveimur til að skoða einhvað nýtt í hverri gönguferð um dalin og vatnið sem er núna vel frosið og er öruggt til að ganga á. Alltaf í hverri ferð sér maður einhvað nýtt. Þar eru skúltúrar og listaverk útum allt vatn. Eg komst ekki yfir nema smá brot nú áðan að mynda þessu fallegu verk sem eru að myndast á degi hverjum. Eg valdi skuggan og dimmuna myndanna vegna sem koma mjög skemmtilega út. Og eg sé allskonar hausa og andlit og hvali og hraðbát ef vel er gáð í þessar skugga bláu myndir.
Kíkið á þennan tengil, fleiri myndir.

12.01.2008 21:38

11/01 2008.

Mynd númer 179

Þarna er verið að búa til peninga og fyrirtæki. Peningadallurinn er mættur.

Mynd númer 180
         Þarna er verið að hreinsa til í höll útgerðarmannsinns.
Mynd númer 181

Póstkassar að horfa til sjávarinns.
Mynd númer 182

Miðhúsa og Fellsbrautin í ljósaskiptunum í gær.

Mynd númer 183Eru lagfæringar á veginum í Kollafirði í einhverri biðskildu? .

11.01.2008 21:59

Ekkert blogg vegna bilunar.

Eins og stendur er 123.is kerfið einhvað bilað.

09.01.2008 23:07

Bryggjurnar báðar skemmdust í rokinu 30 desember.

Eins og þær myndir sem eg tók 30 desember 2007 þegar gerði hér á Hólmavík hífandi rok og hauga sjó þá hefur sérstaklega stóra bryggjan skemmst talsvert í öllum látunum. Dekkið á bryggjunni er nánast allt götótt, þannig að það er ekki gott að fara um hana eins og hún er núna. Kíkið á myndirnar í möppunni. Smábátabryggjan eða öllu heldur vegurinn og vegkanturinn eru stórskemmdir eftir öll þessi ósköp. Þannig að það er fyrirsjáanlegt að það þurfi á komandi vori/sumri, að fara í talsverðar bryggjuviðgerðir og annarskonar viðgerðir svo sem veginn að smábátahöfninni

Mynd númer 172

Mynd númer 171

Mynd númer 173
 
Mynd númer 174

Mynd númer 176

Mynd númer 177

Mynd númer 178

07.01.2008 22:27

Hnúubakur innst inni í Steingrímsfirði.

Mynd númer 168

Mynd númer 169

Undanfarnadaga hefur Hnúubakur verið innst inní Steingrímsfirði og verið að busla þar af og til. Sennilega er hvalurinn í einhverju æti í firðinum. Þetta virðist vera feikna stór Hnúubakur, sem í dag þegar þessar myndir voru teknar var skammt undan Bassastaðarkróknum, innanvert við Bassastaði

07.01.2008 22:24

Fuglaskoðunarhús er að rísa á Skipatanga.

Mynd númer 170

Stórbændurnir í Húsavík eru að byrja reisa fuglaskoðunarhús í landi Tungugrafar, á Skipatanga. Að sögn byggjandans er stefnt að vera búið að reisa húsið fyrir vorið. Og þetta fuglaskoðunarhús er og verður meira en skoða fugla. Þetta hús má nota líka fyrir skothús. Refir hafa undanfarin ár verið talsvert á sveimi á þessum slóðum. Þannig að ef til vill geta skoðendur fugla séð refi á vappi skammt frá skoðunarhúsinu.

06.01.2008 21:44

Kíkt á myndir frá 2007.

Eg var nú áðan að kíkja á nokkrar myndir sem eg hef tekið 2007. Það er alltaf erfitt að velja úr myndir, fjöldin er svo mikill. En eg hendi á síðuna nokkrum myndum sem að mínu mati standa mjög ofarlega í gæðastiganum.










Mynd númer 14


Mynd númer 5  
Mynd númer 3

Mynd númer 28

Mynd númer 128

06.01.2008 21:42

Skemdarstarfsemi nánast á hverjum degi.

AÐ GEFNU TILEFNI. Það er helvíti hart að mega ekki leggast til náðar eftir miðnætti að þá kemur alltaf sami skemdarvargurinn með óþvera komment á síðuna sem er hvorki honum né þeim sem skoða þessa síðu bjóðandi. Eg bið Þröst Hreinsson sem getur ekki hamið þessi ljótu skrif sín að hætta þeim fyrir fullt og allt. Hann má kommenta en ekki vera svona hryllilega dónalegur í sínum skrifum, eg líð ekki slík skrif. Eg get ekki alltaf verið til staðar til að skoða komment. Svo á alkóhól enganvegin samleið þegar er kommentað.