Blogghistorik: 2012 N/A Blog|Month_2
29.02.2012 21:06
Við Höfðann. Hann Héðinn gamli AK 7 er örugglega tilbúin að fara til handfæraveiða á komandi sumri
29.02.2012 21:03
Sólbráð og vorið nálgast og febrúar kveður og á morgun tekur við mars með talsvert hækkandi sól.
29.02.2012 20:58
Ef einkvað er sælgæti þá er það þessi frábæri signi fiskur sem er algjör snilld.
28.02.2012 21:33
Tillaga til þingsályktunar á að gera refaveiðar frjálsar á Íslandi allt árið um kring? Svör óskast.
http://www.althingi.is/altext/140/s/0891.html
140. löggjafarþing 2011-2012.
Þingskjal 891 - 574. mál.
Tillaga til þingsályktunar
um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi.
Flm.: Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson, Vigdís Hauksdóttir,
Birkir Jón Jónsson, Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson,
Einar K. Guðfinnsson, Ólöf Norðdal, Jón Gunnarsson,
Guðlaugur Þór Þórðarson, Árni Johnsen.
Alþingi ályktar að fela umhverfisráðherra að breyta framtíðarskipan refaveiða. Markmiðið verði að refastofninum verði haldið innan eðlilegra marka en svo það náist feli breytingarnar eftirfarandi í sér:
a. að refaveiðar verði ekki bannaðar á ákveðnum landsvæðum,
b. að teknar verði aftur upp greiðslur úr ríkissjóði vegna fækkunar refa,
c. að rannsóknir verði á hendi vísindamanna en veiðistjórnun, þ.e. skipulagning, stjórnun og leiðbeiningarþjónusta við veiðimenn, á hendi reyndra veiðimanna,
d. að samið verði við Samband íslenskra sveitarfélaga eða landshlutasamtök sveitarfélaga um að sjá um skipulagningu veiðanna og greiðslur til veiðimanna,
e. að greiðslur fyrir hlaupadýr og grenjavinnslu verði þær sömu um land allt.
Umhverfisráðherra leggi fyrir Alþingi fyrir 1. apríl 2012 frumvarp til laga um þau atriði sem krefjast lagabreytinga.
Greinargerð.
Í 6. gr. laga um vernd, friðun og veiðar á viltum fuglum og villtum spendýrum, nr. 64/1994, er mælt fyrir um að villt dýr séu friðuð nema annað sé tekið fram í lögunum. Í 7. gr. sömu laga er kveðið á um að afléttun friðunar skuli byggjast á því að viðkoma stofns sé nægileg til að vega upp á móti afföllum vegna veiða og að með veiðum sé verið að nytja verðmæti í kjöti, skinnum eða öðrum afurðum. Þá er heimilt að taka tillit til þess hvort viðkomandi dýr valdi tjóni. Ráðherra setur reglugerð samkvæmt tillögum Umhverfisstofnunar þar sem kveðið er á um vernd, friðun og veiðar einstakra tegunda villtra dýra. Í reglugerð skal meðal annars kveða á um alfriðun, hvaða tegundir sé heimilt að veiða, aðferðir við veiðar, lengd veiðitímabils o.s.frv. Í 3. mgr. 7. gr. laganna er kveðið á um að ef talið sé að villt dýr valdi tjóni geti ráðherra veitt tímabundið leyfi til veiða í því skyni að koma í veg fyrir tjón.
Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 437/1995, um refa- og minkaveiðar, er friðun refa aflétt á tímabilinu 1. ágúst til 30. apríl í þeim tilgangi að draga úr tjóni eða koma í veg fyrir tjón af völdum þeirra. Undanskilin eru þau svæði þar sem veiðar eru bannaðar samkvæmt lögum um náttúruvernd. Þau svæði eru talin upp í 1. viðauka með reglugerðinni, t.d. friðlöndin Ástjörn, Búðahraun, Eldey og Hornstrandir og þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum.
Samkvæmt 12. gr. laganna er sveitarstjórn skylt að ráða kunnáttumann til grenjavinnslu þar sem ráðherra ákveður að nauðsynlegt sé að láta veiða refi til að koma í veg fyrir tjón. Ráðherra ákveður viðmiðunartaxta launa til skotmanna og aðrar greiðslur fyrir unnan refi. Viðkomandi sveitarstjórnir skulu árlega gefa Umhverfisstofnun skýrslu um refaveiðar og kostnað við þær. Ríkissjóður endurgreiðir hluta þess kostnaðar, m.a. með hliðsjón af fjárhagslegri getu sveitarfélags.
Með þingsályktunartillögu þessari er lagt til að umhverfisráðherra verði falið að leggja fram lagafrumvarp með nauðsynlegum breytingum á lögum, þar sem ákveðin verði hæfileg stærð refastofnsins, sem gæti legið nærri 4-5.000 dýrum, og kveðið verði á um að veiðar miðist að því að halda refastofninum sem næst þeirri stofnstærð. Til að ná því markmiði þarf að gera veiðarnar markvissari og tryggja að engin landsvæði verði undanskilin, á þann hátt mun fyrir fram ákveðinn árangur nást með minnstum tilkostnaði, öll undanskot munu minnka árangur og jafnframt auka kostnað.
Sá losaragangur sem viðgengist hefur á stjórnun refaveiða undanfarna áratugi hefur ásamt friðun ákveðinna landsvæða leitt af sér óhóflega stækkun refastofnsins. Dr. Páll Hersteinsson, sem stundaði rannsóknir á íslenska refnum í áratugi, sagði í viðtali í Morgunblaðinu 15. desember 2010 að íslenski refastofninn hafi verið um 1,000 dýr í lágmarkinu 1973-1975 og miðar hann þá við hauststofn. 2007 sé stofninn áætlaður um 10.000 dýr og hafi því tífaldast frá því 30 árum áður. Líkur má leiða að því að stofninn hafi stækkað með líkum hraða síðan 2007
Á þessum tíma hefur refurinn fært sig nær byggð og á síðustu árum er æ algengara að dýrbitið sauðfé finnist. Því leggjast gríðarlegar fjárhagslegar byrðar á fámenn en landstór sveitarfélög þar sem skilningur hefur þó verið á vandamálum sem upp geta komið í náttúrunni þegar handleiðslu mannsins nýtur ekki lengur og stofnar afræningja vaxa úr hófi.
Skaða á fuglalífi vegna friðunar og tilviljanakenndra veiða má vel sjá á Vestfjörðum og víðar, af þeim sökum er afar brýnt að koma skipulagi aftur á refaveiðar.
Fyrir tveimur árum ákvað ríkisstjórnin að hætta stuðningi við refaveiðar þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að tekjur ríkissjóðs vegna virðisaukaskatts af hlutdeild sveitarfélaganna væru hærri en heildarútgjöld ríkisins. Við þessu var varað enda ljóst að mörg sveitarfélög mundu af fjárhagsástæðum nota tækifærið og skera niður fjárveitingar til refaveiða.
Í tillögunni er gert ráð fyrir að samið verði við Samband íslenskra sveitarfélaga eða landshlutasamtök sveitarfélaga um að skipuleggja veiðarnar og sjá um greiðslur til veiðimanna. Ástæða þess er sú að sveitarfélög hafa séð um skipulagningu grenjavinnslu á sínum svæðum. Mikilvægt er að umhverfisráðherra og sveitarfélög í landinu geri með sér einhvers konar samning sem felur í sér greiðsluskiptingu, skipulag, eftirlit o.fl.
Undanfarin ár hafa greiðslur vegna grenjavinnslu verið mjög misjafnar milli sveitarfélaga. Þetta hefur gert það að verkum að refaveiðimenn segjast gjarnan hafa skotið refinn í þeim sveitarfélögum þar sem hærra gjald er greitt fyrir hvert veitt dýr.
Refurinn er einn af frumbyggjum landsins og hefur sinn rétt sem slíkur, vitað er að frá landnámi hefur ávallt verið reynt að takmarka stofnstærð hans með veiðum og þannig að lágmarka skaða af hans völdum á búfénaði og öðrum skepnum landsins. Hvorki er vitað um stærð refastofnsins né stöðu annarra lífvera á landinu við upphaf landnáms eða áhrif refa á fuglastofna þess tíma þó að líklegt megi telja að refir hafi haft verulega takmarkandi áhrif á fuglastofna.
Fylgiskjal.
Skutu tófu í Vaðlaheiði með 23 þúfutittlingsunga í kjaftinum.
(Vikudagur, 15. júlí 2011.)
Hilmar Stefánsson og Aðalsteinn Jónsson á Víðivöllum hafa stundað refaveiðar í Svalbarðsstrandarhreppi og á suðursvæði Fnjóskadals í sumar og reyndar til margra ára og þykir kannski ekki í frásögur færandi. Á dögunum felldu þeir þó tófu í Vaðlaheiði sem var á leið í greni sitt eftir vel heppnaða veiðiferð, með hvorki fleiri né færri en 23 þúfutittlingsunga í kjaftinum.
Hilmar sagðist aldrei hafa séð annað eins og fannst það með ólíkindum að læðan skyldi hafa getið verið með allan þennan fjölda unga í kjaftinum í einu. Hann sagðist áður hafa séð tófu með mest 14-16 unga í kjaftinum. Einnig felldu þeir félagar ref, sem var með 7 þúfutittlingsunga, einn fullorðinn þúfutittling og eina hagamús í kjaftinum en hann missti ungana niður við skotið, ólíkt því sem læðan gerði.
Hilmar sendi Ólafi Níelsen fuglafræðingi veiðina sem refirnir voru með í kjaftinum, í tveimur pokum. Í svari Ólafs kemur fram að annar pokinn innihélt 23 fugla, sem allt voru hálfstálpaðir þúfutittlingsungar og nettó þyngd var 415 grömm. Hinn pokinn innihélt 7 hálfstálpaða þúfutittlingsunga, einn fullorðinn þúfutittling og eina fullvaxna hagamús og var nettó þyngt 167 grömm. Hilmar telur að refurinn hafi verið við veiðar ca. hálfa nóttina en hann kom í skotfæri kl. hálf þrjú. Læðan kom klukkan hálf sjö um morguninn og gæti hafa verið að alla nóttina. Hann telur miðað við hvaðan tófurnar komu, að það séu a.m.k. 1,5 til 3 km að veiðisvæði þeirra.
Hilmar segir að mun meira sé af tófu á því svæði sem þeir fara um en áður en alls hafa þeir veitt 37 dýr, bæði fullorðin og yrðlinga, úr sex grenjum. "Þetta er meira en við höfum fengið á sumri, þau 26 ár sem ég hef verið með Aðalsteini í þessu. Við eigum þó enn eftir að leita fram á dölunum, syðst í Fnjóskadal, og komust ekki í það fyrr en vatnið í ánni minnkar. Við reiknum með að fá eitt greni í viðbót, þótt ekkert sé öruggt í þeim efnum," segir Hilmar.
28.02.2012 21:30
Nú er talsvert um landann á Ströndunum núna, rakst á þessa landabruggara við iðjusýna í dag.
27.02.2012 22:26
Fagra landið okkar er æi fagurt hér á Ströndunum. Reykjafjörður með flottu perlurnar á bak við sig.
27.02.2012 21:52
Biðin langa er orðin ansi löng eftir því að ráðendur Strandabyggðar fari að gera einkvað, pirrandi.
Sjáið þetta hve þetta er hugguleg og sætt alveg eins og það á að vera en ekki ljótt, mynd frá júní 2011
Burt með þennan hryllilega Berlínarmúr þeir sem ráða för hjá Strandabyggð farið eftir efstu myndinni sem segir allt sem segja þarf um þennan skammarlega skandal sem má líkja við krabbamein sem oftast er hægt að fjarlæga og lækna viðkomandi mein.
26.02.2012 17:55
Það er sjáanlega rífandi gangur hjá brúarsmiðunum við níu Staðarárbrúna.
26.02.2012 17:51
Lognið við Steingrímsfjörðinn er landsþekkt og góð söluvara enda fer það oftast nær mjög hægt.
26.02.2012 17:40
Múkkinn er kominn í Hvalsárhöfðann og er talsvert á undan sinni vanalegu komu.
24.02.2012 20:15
Þessar mögnuðu gömlu myndir sendi mér Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum.
Endilega skoðið myndirnar á myndböndum hér á síðunni sem koma miklu stærri og ágætlega skírar.
24.02.2012 20:08
Nokkrar myndir frá deginum í dag þegar póstgreyið slapp út í góða veðrið í dag. Flottur dagur.
23.02.2012 21:52
Fleiri frábærar mannlífsmyndir frá Strandamanninum Þorkeli Jóhannssyni frá Hólmavík.
Strandamenn og velunnarar Strandamanna, ef þið eigið gamlar myndir sem þið viljið ef til vill birta þá endilega sendið mér þær á netfangið mitt jhh@simnet.is og myndirnar verða þá birtar með ykkar texta.
22.02.2012 22:29
Múkkinn er víst komin í Nesstrandarklettana var mér tjáð í dag, er talsvert á undan vanalegum tíma
Vorboðin hrjúfi er mættur. Múkkinn eða bara Fíllin hefur vanalega komið í klettana fyrstu vikuna í mars, þannig að hann er talsvert undan sinni vönu komu áætlun til Nesstrandarklettana.
21.02.2012 21:58
Myndir teknar frá svölunum hjá mér í dag í örlitlum éljagangi.
21.02.2012 21:56
Mér er bara spurn, hvernig dettur mönnum í hug að vera með letingja búkkabíl og það Trailer hér?
21.02.2012 21:53
Sólrauðar Strandamyndir frá 2010 og eru frá Grænanesi, Hólmavík og utanvert á Skeiðinu.
21.02.2012 21:52
Í ágústmánuði 2010 kom hingað nánast að bryggjunni varðskip í rjóma haust þoku kenndri blíðu.
21.02.2012 21:51
Rekaviður á Ströndum er talsverður eins og er hér á Gálmaströndinni, myndir frá 2010.
20.02.2012 21:12
Í morgun kom til Hólmavíkurhafnar Eyborg ST 59 með hátt í 60 tonn af rækju fyrir Hólmadrang hf
20.02.2012 21:04
Við Ásmundarnes við minni Bjarnarfjarðar á Ströndum.
18.02.2012 21:26
Svona var og er staðan inn við níu Staðarárbrúna í dag sem fer að rísa upp úr landinu innan skamms
Ég varð að bæta inní þessa myndaseríu snikkaranum sem var ekki á staðnum í dag Arinbirni Bernharðssyni Urðartindsmanni frá Norðurfirði á Ströndum.