Blogghistorik: 2007 N/A Blog|Month_11
30.11.2007 22:57
Snarvitlaust veður á Ströndum í dag.
Varla var hundi út sigandi í dag vegna veðurofsa. En hitastigið var um núllið í byggð nema uppá Bassastaðarhálsi, þar var þreifandi bylur. Eg smellti í nokkur skipti á myndavélinni í dag en það var ekki gott að ná góðum myndum í dag, en eg reyndi og hér eru myndirnar sem skíra sig nokkuð sjálfar.
28.11.2007 23:37
Skipt um ræsi í Staðardal.
Í gær og í dag hafa starfsmenn Vegagerðarinnar verið að skipta um vegræsi við Þureyrarnef í Staðardal. Ræsið var að niðurlotum komið.
28.11.2007 23:34
Hornstrandir. Þar sem náttúran er aðalmálið.
Nú í dag fékk eg auðvitað með póstinum mynddisk sem gamall og góður kunningi minn Ísak Lárusson Stranda Hellumann á Selströnd til margra ára tók í sumar sem leið þegar hann ásamt fleirum fóru til Hornstranda. Eins og myndirnar bera með sér eru Strandir norður yndislega fagrar. En auðvitað er alltaf best þegar ferðalangar sem heimsækja þessa fallegu staði fái gott veður, en veðurfar á Íslandi er algjört lottó. En kíkið á nokkrar myndir frá þessari ferð Ísaks og hanns ferðafélugum.
27.11.2007 22:59
Gott veður á Ströndum í dag.
26.11.2007 23:12
Strandavegur 643, Drangsnesvegur útboði sennilega frestað.
Öllum líkindum mun Vegagerðin ekki bjóða út þann kafla sem er merktur fyrirhuguð útboð Strandavegur (643),Drangsnesvegur sem er merkt í framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar að eigi að fara í útboð 2007. Eftir því sem eg kemst næst ef það er rétt að eigi ekki að bjóða út þetta verk fyrr en á vordögum 2008, og líka vegna þess að í Vegagerðinni (topparnir) eru ekki sammála kvaða leið eigi að fara. Það eru þrjár leiðir sem koma til álita, að endurbyggja þann veg sem er nú til staðar, eða að hafa vegin nánast á sama stað en þó ekki alveg og þriðji kosturinn og sá besti að vegurinn verði nánast allur lagður í fjörunni, frá Svörtubökkum sem eru fyrir framan Hrófberg og yfir Hrófbergsósin og fyrir neðan Stakkanes og Grænanes og kemur svo uppá Grænanesmelana. Síðasti kosturinn er lántum bestur sem kostar að gera þurfi nýja brú á Staðarána. En ég er ekki sáttur við ef það reynist rétt að þetta verk verður ekki boðið út fyrr en á vordögum 2008, eða breitir það nokkru? .
25.11.2007 22:49
Er þetta er jólagjöfin í ár. Sleðin nýji og Smári Vals.
23.11.2007 01:14
Matti vert og fararstjóri á Laugarhóli.
Í dag þegar eg kom til Matta verts og fararstjóra á Laugarhóli var kappinn að setja upp gerfihnattadiskinn sem hafði fokið af stalli sínum. Og hann sagði að það mundi taka hann einhvern tíma að hitta á rétta gerfihnöttinn. Annars var kappinn kátur og hress eins og hann er oftast, hvað annað enda nýlega komin frá sinni heimabyggð, Frakklandi.
23.11.2007 01:03
Og meira af olíutönkunum.
Og í dag var síðari olíutankurinn rifin af Hringrásarmönnunum sem hafa bútað þá niður í nánast í ekki neitt, og voru snöggir að því. Þannig að ásýnd svæðisins er orðin talsvert breytt.
21.11.2007 23:02
Bjartur og sólríkur dagur á Ströndum og olíutankur rifin.
21.11.2007 22:59
Athugasemd vegna eyddra athugasemda á þessu bloggi 14 nóvember 2007.
20.11.2007 20:48
Er þetta minnisvarði um fyrirtæki sem er nýlega hætt?
20.11.2007 20:40
Treilerbílstjóri ekur grjóti að Fellsbrúnni.
Gengur afar hægt. Undanfarna allmargar vikur hefur treilerbílstjóri komið með eitt og eitt grjóthlass og sturtað því við Fellsbrúna í Kollafirði. Treilerbílstjórinn virðist reyndar vera talsvert hæggengur hvað þetta varðar. Ekki veit eg hvenær hann á eða átti að skila þessu verki. En það á örugglega eftir að aka meira grjóti en það sem er nú komið. Fellsáinn hefur étið talsvert af efni sem var við brúarvængin, svo er símastrengur við brúna. Ef til vill klárast verkið á nýju ári.
18.11.2007 22:55
Sköpunarverk á fjöllum og farið inní Hrútafjörð.
14.11.2007 22:38
Flott myndskeið frá sjóferð skólakrakka á Dröfn RE
Flott myndskeið frá sjóferð skólakrakka á Dröfn RE. Gunnar Jóhannsson.
13.11.2007 22:44
Jónsvegrið sett á vegkantinn uppaf Kleifum. En ekkert vegrið sett upp í Kollafirði.
12.11.2007 23:23
Frétt nú rétt áðan í rúv um loftþrýsting í hjólbörðum.
Fréttin á rúv fjallaði um norska könnun sem var gerð hvort loftþrýstingur í hjólbörðum hefði einhver áhrif á eyðslu bifreiða. Samkvæmt þessari könnun ef loftþrýstingur á meðal stórum fólksbíl til dæmis 25 pund þá eyddi hann 15% meira bensíni ef loftþrýstingur væri 33 pund. Nú spyr eg þessa könnunarfræðinga sem örugglega ekki skoða þessa síðu eftirfarandi þetta. Í fyrsta lagi að hafa loftþrýsting í meðalstórum hjólbarða sem er undir fólksbíl yfir 25 pundum og þar fyrir er nú ekki gott, bíllinn verður rásgjarnari á malarvegum og þar af leiðandi mun erfiðara að stjórna honum. Og ef menn vilja losna við naglana þá er kjörið að hafa loftið í hjólbarðanum um 20 pund. Við akstur eykst þrýstingur í dekkjunum um allt að 5 pundum, þannig að 25 punda þrýstingur verður þá þrýstingur komin eftir skamma stund komin í 30 pund. 15 punda þrýstingur er kjörin fyrir hálku og þar undir. Þannig að eg er alslkostar ekki hrifin af svona könnun sem gerir örugglega suma áhrifagjarna ökumenn stórhættulega í umferðinni. Þá sé ekki talað um bullið með 17, 18 og jafnvel 19" dekkin sem ætti að mínu mati að banna, minni fjöðrun er í þeim dekkjum, enda er felgan stærri en miðja hjólbarðans ? fjöðrun hjólbarðans frá munstri að felgu er miklu minni. Fræðingar eru bara fræðingar, þetta er mín reynsla í gegnum árin sem eru orðin talsverð mörg. Eða skilur þetta nokkur? .
11.11.2007 22:43
Framtíðarvegurinn okkar allra var skoðaður í dag.
Eg skutlaðist í dag yfir í þá dali sem eg hef haft syngjandi í höfði mér vel á annan áratug Arnkötludal og Gautsdal. Tröllatunguheiðin eins og hún var í dag er einungis fær fyrir fjórhjóladrifsbíla, en vegurinn sem er búið að gera efst í Arnkötludal og svo nánast allan Gautsdal sést varla nema snjóföl á þessum vegi. En hvað um það verktakin hefur flutt öll sín tæki nær byggð eða að fossinum í Gautsdal sem er aftur er byrjað að sprengja klöppina sem er fyrir neðan sjálfan fossin, og svo eru tæki líka komin niður fyrir sjálfan Gautsdalsbæin þar sem er byrjað að gera klárt fyrir stóran hólk sem verður settur í ána. Þannig að mér sýnist það að verktakin ætli sér að ljúka við veginn að vestfjarðarvegi nr 60 fyrir jól.
10.11.2007 21:35
Kíkt til rjúpnaveiða í dag.
Stórskyttan hann Halldór Logi Friðgeirsson frá Drangsnesi ásamt síðustjóranum fengu sér smá göngutúr í dag til að kanna rjúpnastofninn. Ekki var mikið að sjá af rjúpu á því svæði sem var farið á, en samt náði stórskyttan sínum skammti. En það var eftirtektarvert hvað var mikið af refaförum sem voru út um allt.
07.11.2007 23:03
Lítilsháttar hugleiðingar um jarðarverð á Ströndum sem fer ört hækkandi.
Fyrir örfáum árum hefði fáum eða jafnvel engum dottið í hug að söluverð jarða í Strandasýslu mundi seljast innan fárra ára á tugir miljóna. Í Kaldrannaneshreppi fyrir nokkrum árum og sömuleiðis í fyrrum Fellshreppi seldust jarðir á rúmar tuttugu milljónir, önnur jörðin að mig minnir var seld án kvóta. Og í hinum forna Nauteyrarhrepp seljast jarðir nálægt 100 miljónum, og í Kollafirði hefur jarðarverð margfaldast. Í dag var opnað tilboð í jörðina Kollafjarðarnes sem var í eigu Ríkisins og hæðsta boð í jörðina var 67,7 milljónir staðgreitt. Og það komu 30 tilboð í Kollafjarðarnesið sem telst gríðalegur fjöldi sem hefur áhuga á að eignast jarðarskika. En skráður tilboðsgjafi/kaupandi að Kollafjarðarnesi er Kirkjuhóll ehf. Þetta segir manni það að áhugin er mikill að komast yfir jörð á Ströndum og jarðarverð hefur margfaldast á örfáum mánuðum. Svona að endingu það væri gaman að vita það hvort tilvonandi eigandi á Kollafjarðarnesi hafi skoðað húsakostin áður en hann gerði tilboðið, ekki veit eg um það.
06.11.2007 09:54
Starfsmenn Grunnskólans á Hólmavík afþakka styrk.
Borist hefur bréf frá starfsmönnum Grunnskólans dags. 24. október 2007 þar sem veittum styrk að fjárhæð 1.500 kr. pr. mann til kaupa á flíspeysum er hafnað vegna skilyrða sveitarstjórnar um að peysurnar verði merktar Grunnskólanum. Þá er einnig gefin sem skýring að sveitarstjórn var ekki sammála við afgreiðslu málsins sem sýni vilja og viðhorf sveitarstjórnar gagnvart starfsmönnum, hræðslu sveitarstjórnar við almenningsumræðuna, skorti á starfsmannastefnu og þakklæti til starfsmanna sem mætti koma fram í jólakortum, jólagjöfum og að árshátíð sé haldin fyrir starfsmenn með pompi og prakt. Í lok bréfsins er kallað eftir umræðum hjá meiri- og minnihluta og óskað eftir svari vegna þeirra efnisatriða sem fram koma í bréfi þeirra, en undir bréfið skrifa allir starfsmenn skólans að skólastjóra undanskildum. Sveitarstjórn þakkar ábendingarnar og mun taka þær til greina og mun vinna að gerð opinberrar starfsmannastefnu. Samþykkt samhljóða. Heimild (fundagerð) Sveitarstjórnar Strandabyggðar 30 október 2007.
05.11.2007 23:08
Bassastaðarbóndinn Bassi nr 1 og frú stækka óðal sitt.
Guðbrandur Sverrisson (Bassi nr 1) ásamt sínum smiðum hafa verið undanfarna daga að byggja við og stækka íbúðarhúsið á Bassastöðum. Í morgun þegar Landpósturinn kom við á Bassastöðum voru menn á fullu við bygginguna og stemmt að klára þakið og loka því í dag. Snikkari sem sér um þessa byggingu er Ómar Pálsson.
- 1
- 2