Blogghistorik: 2007 Mer >>

30.06.2007 22:59

Míkil hamingja á Hólmavík.








Fjölmenni á Hamingjudögum á Hólmavík.Myndir verða settar inn á mindasíðuna á morgun.

29.06.2007 22:26

Hamingjuveður á Hamingjudögum.



Nú um kl 22.00 er talsvert af fólki komið til Hólmavíkur til að upplifa Hamingjustemmingu og Hamingjuveður á Hamingjudögum sem fram fara hér á Hólmavík þesssa helgina. Frábært veður er á Hólmavík núna eins og oftast nær.

28.06.2007 23:08

Marglituðu hverfi Strandabyggðar.

Litir Strandabyggðar eru fjórir-rauður ? bleikur ? blár og gulur. Sveitir Strandabyggðar eru gulir og Hólmavík er með rauðan, bleikan og bláann. Það er mikið um að vera hér á Hólmavík,allir á fullu á flestöllum sviðum. Eins og myndirnar sýna er og hefur verið veðurblíða á Strandasvæðinu nær allan júnímánuð,og veðurspáin fyrir helgina/Hamingjudagana er aldeilis góð,sól og hiti með smá andvara. Þannig að veðurútlitið fyrir Hamingjudagana er gott. 







  


  


27.06.2007 21:27

Heldri borgarar bregða undir sig betri fætinum.

Í morgun fóru eldri borgarar (heldri borgarar) í ferðalag til Skagafjarðar og er meiningin að koma til baka annað kvöld,undir öruggri bifreiðarstjórn Triggva Ólafssonar á Drangsnesi.



    

26.06.2007 21:25

Það sem bar einna helst fyrir augu í dag.

Eins og fyrri dagin leikur veðrið við okkur Strandamenn,glampandi sól og heiður himin og hiti góður. Í morgun var verið að landa úr skipi sem sildi síðan beinustu leið út fjörðin. Brot af bílaflota Danna athafnamanns varð á vegi mínum. Og í dag var Valur Þórðarsson verktaki að byrja að gera vegarslóða að væntanlegu sloti Heilsuhúsajöfursins Örns Svavarssonar sem fjárfesti í jörðinni Hrófá fyrir nokkru síðan. Og Örn ætlar svo að reisa sér mikla og stóra heilsárshöll ásamt mörgu öðru. Og líka í dag vóru Stórafjarðar horns bændur að byrja slátt enda er brakandi blíða núna á Ströndum og í öllum veðurkortum næstu daga.









25.06.2007 22:57

Góð veðurspá á Hamingjudögum.





  
          Rauðahverfið flaggar.

Þá er allt að bresta á hér á Hólmavík,Hamingjudagar eru á komandi helgi. Allir eru að gera allt klárt hverju nafni sem það nefnist. Blómapottarnir eru að komast á þá staði sem þeir eiga að vera á,sumir eru að slá og aðrir að mála og svo framvegis. Veður á Ströndum undanfarna daga hefur verið einmuna gott sólríkt og hiti góður með örlitlum andvara.

Þannig að útlitið fyrir Hamingjudaganna hvað veðurfar varðar eins og spáin er núna er býsna gott fyrir Strandasvæðið,enda eru Hólmvíkingar með eindæmum hamingjusamir.Nú fáum við þurra og sólríka Hamingjudaga. Veðurspáin fram á sunnudag er svona. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga. .Á miðvikudag: NA 5-10 m/s, en N 10-15 við A-ströndina. Léttskýjað S- og V-lands, en annars skýjað. Hiti 12 til 17 stig, en talsvert svalara NA- og A-lands. Á fimmtudag: Lægir og léttir til. Fer heldur hlýnandi NA- og A-lands, en hiti annars svipaður. Á föstudag, laugardag og sunnudag: Hægviðri eða hafgola og víða bjart veður. Fremur hlýtt.


 

 

22.06.2007 23:31

Myndir skal það vera.







Færslan í dag eru nokkrar myndir sem eg hef tekið í þessum mánuði. Þið getið séð þær hér.

20.06.2007 23:28

Skarfadalur á Ströndum.





  


65° 55' 1.20", -21° 21' 0.00" Þetta er staðsetningarnúmerin á Skarfadal sem eru með fallegri dölum sem eg hef augum litið. Eg fór þangað sumarið 2005 og tók þar nokkrar myndir sem þið hafið eflaust séð á myndasíðunni. Mér datt í hug að setja þessar myndir inn á þennan vef til að minna ykkur á að þessi fallegi dalur er hér ekki ýkja langt frá Hólmavík, um hálftíma er verið að skutlast þangað. Nú í sumar ætla eg að skoða þennan dal betur og þið sjáið svo afraksturinn síðar.

19.06.2007 21:47

Góðviðri á Ströndum.





  




   




 


Veðurfarið í dag og í gær og raunar flestalla daga sem af er af júní er búið að vera gott veður, þó sérstaklega í dag og í gær. En þokuskömmin er stundum skammt undan en þó sérstaklega hefur þokan verið yfir sjónum en náð stundum til landsins. Þegar þetta er ritað og sett inn á þennan vef er hitastigið hér á Hólmavík um 15 gráður og ágætis spá framundan. Mér er sagt það að þeir sem eru í Menningarmálanefndinni séu búnir að panta svipað veður og er núna, fyrirHamingjudagana sem eru eftir rúma viku. Og undirbúningur vegna Hamingjudaganna eru í fullum gangi og á fimmtudagin kemur verður almennur borgarafundur vegna Hamingjudaganna.

17.06.2007 22:53

17 júní á Hólmavík.








17 júní var haldin hátíðlegur að vanda hér á Hólmavík í ágætisveðri. Vefkallinn smellti af nokkrum myndum sem þið getið skoðað Hér.

16.06.2007 20:43

Þrastarpabbinn ungar út.







Fyrir sléttum 16 dögum, 1 júní síðastliðin setti vefstjóri Hólmavíkurvefsins inn á vefinn þessa fyrirsögn, verktakinn ungar út. Nú eru komnir 5 sprækir ungar hjá verktakanum Ágústi Guðjónssyni sem hefur fyllst náið með þrastarhreiðrinu sem er staðsett uppá einum af þeim bílkrönum sem hann á. Ágúst tjáði mér það í dag að hann hefði þurft aðsleppa vinnu vegna þrastarhreiðursins,en hann hefur fyllst náið með framvindu mála hjá þrestinum, sem er á fullu að sækja orma fyrir sína unga. Þannig að það hefur fjölgað talsvert í Miðtúninu eins og er.

16.06.2007 20:40

Fjölskylda í helgarferð til Stranda norður.





Í dag lenti hér á Hólmavíkurflugvelli flugvél sem var að fara til Reykjarfjarðar nyðri, og ætlunin er að dvelja í Reykjarfirði um helgina.

15.06.2007 21:38

Umferðaskiltin á ljósastaurum hér á Hólmavík.

















Mér var bent á það í dag af athyglisgóðum Hólmvíking sem hefur búið hér alla tíð að umferðarskilti sem eru hér innanbæjar eru flest boltuð á ljósastaura sem Orkubú Vestfjarða á og rekur. Ég sem hef átt hér heima á Hólmavík hátt í 20 ár var ekki búin að taka eftir þessu með umferðaskiltin. En ég hlýt að spyrja mig að því hvort að það sé leyfilegt að setja umferðarskilti á ljósastaur,ég efa það að það sé löglegt. Eftir þeim heimildum sem ég hef kannað í dag þá var Orkubúið aldrei spurt að því hvort þessi gjörningur væri leyfilegur. Að mínum dómi eru nánast öll umferðarskilti sem eru á Hólmavík á röngum stað og líka í vitlausri hæð. Fólk á ekki að þurfa að rekast í sjálft skiltið þegar er labbað fram hjá skiltinu. Meira síðar.



14.06.2007 22:57

Skólabrekkunni lokað í tilraunaskyni.



Í dag var Skólabrekkunni sem er á milli Vitabrautar og Hafnarbrautar lokað í tilraunaskyni. Tilefni lokuninnar er sú að hraði á bílum er alltof mikill við gatnamót Vitabrautar og Skólabrekku. Þetta eru í raun hættuleg gatnamót, og ekki síst vegna skólans sem er nokkra metra frá gatnamótunum. Tilraun er alltaf tilraun, þá er bara að sjá hvort einhver aki á þá hindrun sem er til varnar sem eru blómapottar?. En það eru fleiri staðir sem þarf að hægja á umferð, til dæmis í öllum Túnunum, þar eru líka börn á öllum aldri og á fleiri stöðum. Ökum hægar, það er málið.

13.06.2007 23:08

Hólmvískir skipstjórar slá fyrir hreppinn.







Golfmeistarar og golffélagar í golfklúbbi Hólmavíkur,þess efnis golfklúbburinn sem er starfræktur er á Grundunum,er farin að slá gras fyrir Strandabyggð. Í dag þegar vefstjóri átti leið um tangan voru þeir félagarnir og fyrrum? sjóhundar að slá flatirnar fyrir framan Galdrasafnið og flötina hjá athafnamanninum torfærukappanum og bara nemdu það Daniel Ingimundasynii. Eg hitti annan sláttumannin Bjössa Pé og hann var kátur með það að komast ásamt félagasýnum Guðmundi Viktor í það að slá svolítið um sig og að finna gras ilmin af nýsleignu grasinu. Þannig að þeir félagarnir eru örugglega tilbúnir að taka ýmis sláttuverk að sér í nafni golffélagsins,enda vanir menn að verki bæði til sjánar og sveita.

13.06.2007 23:02

Umhverfisslys í Hornbjargi.

 
 Lesið þessa góðu grein um refin á Hornströndum,klikkið hér.

12.06.2007 22:34

Ásbjörn Magnússon og frú, ferðaþjónar á Drangnesi.



                                                                                                                                                    


                                                                                                                                                   






                                                 


                 Ómar Pálsson, Ásbjörn Magnússon og Sigurgeir Guðmundsson.    

Hann Ásbjörn Magnússon (Bjössi frá Ósi) og frú hafa verið undanfarið að byggja gistihús með fjórum tvegga manna herbergjum, stórri stofu, eldhúsi og tveim baðherbergjum með sturtum. Þetta snotra gistihús þeirra hjóna er skammt frá svonefndri kerlingu. Og svo eru þau hjón að byggja á efri hæðinni í verbúðinni sem er steinsnar frá gistiheimilinu, kaffiteríu með eldhúsi og stórum svölum svo að fólk geti notið þeirrar sjónar sem náttúran býr yfir á þessum stað. Hann Ásbjörn er alltaf hress og kátur og hefur ekkert breyst frá því sem eg man eftir honum þegar hann bjó á Innra Ósi. Eg spurði hann Bjössa að því hvað þessi ósköp kostaði þau í beinhörðum peningum, svarið frá kalli mínum kom um hæl, þrjú tonn af kvóta. En ferða vertíðin er að byrja hjá þeim og það verður engin svikin af því að koma til þeirra hressu og dugnaðarhjóna Ásbjörns Magnússonar og Valgerðar Magnúsdóttur.                    

09.06.2007 21:31

Vegagerð í Gautsdal gengur vel.











Í morgun fór eg yfir Tröllatunguheiði sem var nýmokuð og nánast snjólaus og er vel fær öllum bílum. Eg fór að skoða framtíðarveg okkar Vestfirðinga sem gengur mjög vel. Verktakafyrirtæki Ingileifs Jónssonar frá Svínavatni gengur mjög vel sem er með verkið um vegalagningu um Arnkötlu og Gautsdali. Það er komin akfær vegur uppfyrir fossinn í Gautsdal. En með þær beygjur sem eru á veginum eru með öllu ósættanlegar, þannig að frá spennistöð Orkubús Vestfjarða og uppað fossinum eru tvær óþarfa beygjur sem eru með öllu óskiljanlegar. Eg skil ekki þessa bölvaða vitleysu hjá Vegagerðinni að hafa þessar beygjur sem hafa engan tilgang. En að öðru leiti er verkið á fljúgandi siglingu og gengur verkið vel. Og eg væri ekki undrandi á því að verktakinn væri langt komin með vegalagningu fyrir haustið uppá Þröskuld, steinsnar frá Arnkötludal.

Fleiri myndir eru inná myndasíðunni.

07.06.2007 23:02

Tröllatúnguheiði oppnanst um helgina.


Á morgun 8 júní fer jarðýta uppá Tröllatunguheiði til að ryðja heiðina. Hvort að takist að opna heiðina á morgun er ekki vitað, en alla vega verður hægt að fara yfir hana á fjórdrifsbílum um helgina. Þannig að þá verður skundað yfir heiðina um helgina og kannaðar þær vegaframkvæmdir sem standa yfir í Gautsdal. Þoskafjarðarheiðin hefur verið opnuð, en er sögð einungis fær bílum með drifi á öllum hjólum. Steinadalsheiðin er enn lokuð.

06.06.2007 18:49

Ungnlingavinna,pundarar-olíuþefarar og Laugarhóll.



                                                                                                                                               
Nú eru krakkarnir okkar farnir að taka til hendinni hér í þorpinu.
Í morgun var   vinnuflokkurinn að að störfum í kirkjuhvamminum ásamt verkstjóra sýnum Andra.


   
Vegagerðar pundarar-olíuþefarar vegana vóru að kanna Betra bak bílin í morgun.



Í hádeginu í dag var þessi listamaður að mála nafnið Laugarhóll á hótelinu Laugarhóli.

04.06.2007 22:33

Hólmadrangur ehf fær 500 tonn af rækju.

Á níundatímanum nú í kvöld lagðist að briggju splunkunýtt norskt/Íslenskt flutningaskip sem er að einhverju hluta í eigu Eimskips. Skipið er að koma með 500 tonn af rækju fyrir Hólmadrang hf sem er víst ættuð frá veiðislóðum norðmenna. Og þessi rækjufarmur hvu duga í góðan mánuð,svo koma rækjugáma flutningabílar með rækju annarsstaðarfrá. Það tók áhöfn þessa nýja skips talsverðan tíma að komast til Hólmavíkurhafnar. Skipið bakkaði einusinni frá og svo mjakaði sér hækt og rólega að briggjuhausnum. Þetta skip sem heitir Dalfoss er sagt rista mjög djúpt. Það mun taka sex til átta tíma að landa úr skipinu.











Túristarnir vóru að filgjast með skipinu.

03.06.2007 21:10

Nokkrar myndir frá því í gærkveldi .

Nokkrar myndir frá því í gærkveldi sem eg tók þegar eg skrapp vestur í Ögursveit og fór lengri leiðina eins og myndirnar sýna. Vegagerð er á fullu í Reykjarfirði og Vatnsfirði og sprengjumenn eru að byrja að bora klappir norðanmegin í Mjóafirðinum,allt á fullu hjá þeim knh mönnum. Það var hálfskýjað og sólin komin nokkuð lágt á himinin þannig að myndataka var ekki sem skildi. En á heimaleiðinni séð frá Arngerðareyri var tilkomumikil sjón að sjá sjónarspil sólar skýja og sjávar um klukkan hálf eitt,sem eg reyndi að festa á mynd.










 



02.06.2007 17:19

Sjómannadagurinn á Hólmavík við höfnina 2 júní 2007.

                                                    Fleiri myndir er að finna HÉR.










01.06.2007 21:08

Verktakinn ungar út.

Einn morgunin þegar Ágúst Guðjónsson verktaki leit á einn af þeim bílkrönum sem hann á, sá hann að skógarþröstur hefði verpt á svonefndan olnboga á einum af þeim krönum sem hann er með. Og ef Ágúst þarf að nota þann krana sem hreiðrið er á þá færir hann hreiðrið yfir á næsta krana og þrösturinn virðist vera sæll og ánægður með það.




01.06.2007 20:56

Fjórða húsið kom til Grænanesar í nótt.

Eins og vefstjóri á Strandaspjallinu sagði 26 október 2006 þess efnis með fyrirsögninni feðgar fjárfesta sem er orð að sönnu og kom í ljós um fimm leitið í nótt sem leið. Þannig að til Grænanesar kom nánast nýtt sumarhús með öllu saman. Og síðla veturs fór eigandi sumarhússins að undirbúa komu hússins með veg frá þjóðvegi og til þess staðar sem svo húsið er komið á. En vefstjóri Hólmavíkurvefsins bíður spenntur með framvindu mála, hvað verður gert meira en að planta húsinu niður. Það hlýtur að vera margt eftir að gera? og að mörgu að huga að þegar menn fjárfesta í svona sloti. Nú til dags má ég ekki einu sinni setja niður hríslu í mínum garði nema að uppfylla öll skilyrði yfirvalda. Kaupandin að þessu húsi hlýtur að hafa gert það, enda ýmsu vanur.




  • 1