Blogghistorik: 2013 Författad av
30.09.2013 21:49
Dröfn RE 35 kom til Hólmavíkur í dag og er að athuga hvort rækja sé í firðinum? en veiddi bara ýsu
Frændurnir
ljóshærðu Halldórsson og Jóhannsson bara hressir við löndun úr Dröfninni ekki
verra það að aflin var ýsa veidd út af óðalinu fagra Hrófbergi í dag og
smakkaðist ýsan afar vel.
30.09.2013 21:44
Síðasti veiðidagur á Makríl í Steingrímsfirðinum einungis tveir bátar voru þarna á veiðum
30.09.2013 21:35
Í dag var Kristbjörg ST 39 flutt á trailer til Breiðarfjarðar - þar á að veiða Makríl og síld
30.09.2013 21:34
Hvað er prestakallinn að pukrast með þarna, er það nokkuð svikin héri?
30.09.2013 21:07
Skyldi þessi Kló MB 15 vera aflakló og það í Borgarnesi....
24.09.2013 20:51
Nú á gamla Staðarárbrúin að vera rifin innan fárra daga, símamaður og gröfufeðgar mættir á staðin..
24.09.2013 20:43
Vegrið sett á nýja vegin við botn Steingrímsfjarðar....
24.09.2013 20:41
Mynd fyrir Gísla Ágústsson og alla hina fyrrum Hvalsársbúanda með túnið fullt af lausafé....
24.09.2013 20:36
Eftir hádegið í dag kom Hilmir ST 1 með Sigurey ST 22 í drætti til Hólmavíkur sem fékk í skrúfuna..
23.09.2013 19:39
Enn er metið slegið í refaveiði hér í Strandabyggð og það á einum sólahring, 11 refir og 1 minkur
Hann er
magnaður refaveiðimaður Þorvaldur Garðar Helgasson (Gæi ) 11 refir feldir og
einn minkur geri aðrir betur og það á nokkrum klukkutímum. Fjölgun á ref hefur
margfaldast undanfarin ár vegna rangrar stefnu stjórnvalda sem skilja ekki
þennan málaflokk og ofaná allt saman hefur fuglalíf nánast horfið vegna fjölgun
og friðunarstefnu ráðamanna og ekki síst vegna friðunaráráttu þeirra og
friðlands Hornstranda þar sem fjölgunin á rebbanum fer fram ó á reittur sem
síðan flæðir yfir til okkar í Strandabyggð og til annarra sveitarfélaga á einn
eða annan hátt.
23.09.2013 19:28
Í morgun var verið að reka búfénað frá Skarði heim að Odda í Bjarnarfirði....
21.09.2013 21:08
Smalamennska fyrir Strandseljabóndann í fyrrum Ögurhrepp hinum forna 21 september 2013
19.09.2013 20:24
Herja ST 166. Hætti á Makrílveiðum í gær 18 september og beint á línu og með góðan afla í dag.
19.09.2013 20:10
Innarlega í Steingrímsfirðinum í dag 19 september....
- 1
- 2