Blogghistorik: 2016 N/A Blog|Month_3
28.03.2016 16:38
Breytingar á fyrirkomlagi dreifingar á pósti fækkun ferða um 50% á Ströndum.
Breyting
á fyrirkomulagi dreifingar Pósts.
Tekið af vef Íslandspóst.
Í september á síðasta ári gaf innanríkisráðuneytið út
breytingu á reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu. Meðal breytinga
sem reglugerðin tekur til er póstdreifing á svæðum þar sem kostnaður er
hlutfallslega hár, en þar er heimilt að fækka dreifingardögum í annan hvern
virkan dag og mun sú breyting taka gildi þann 1. mars næstkomandi. Í
reglugerðinni (nr. 868/2015) segir meðal annars:
Á dreifbýlissvæðum, þar sem kostnaður við dreifingu er þrefaldur eða meiri
miðað við sams konar kostnað í þéttbýli, er rekstrarleyfishafa heimilt að fækka
dreifingardögum í annan hvern virkan dag. Rekstrarleyfishafi skal senda Póst-
og fjarskiptastofnun tilkynningu þess efnis með rökstuddri greinargerð um
kostnað. Stofnunin skal yfirfara og staðreyna útreikninga rekstrarleyfishafa og
eftir atvikum hafna eða samþykkja umsókn, innan þriggja mánaða.""Jafnframt
getur rekstrarleyfishafi sent Póst- og fjarskiptastofnun rökstudda umsókn um
undanþágu frá ákvæðum 1. mgr., ef hann metur kringumstæður eða landfræðilegar
aðstæður þannig að útburður pósts alla virka daga sé verulegum erfiðleikum
bundinn á tilteknum landsvæðum."Íslandspóstur hefur sent Póst- og
fjarskiptastofnun tilkynningu og rökstudda greinargerð um fækkun dreifingardaga
á svæðum, þar sem kostnaður er hlutfallslega hár, og hefur stofnunin heimilað
breytinguna. Eftir að breytingin tekur gildi verður dreifing alla virka daga
vikunnar til um 95% landsmanna.
Smá frá niðurskurðarlandpóstinum á Ströndum.
Frá og með 1 apríl gengur í gildi nýtt dreifingarfyrirkomulag
með út burð á pósti sem tilheyra Strandabyggð og Kaldrannaneshreppi aðra vikuna
eru það þrír dagar mánudagur- miðvikudagur og föstudagur og svo hinu vikuna eru
það einungis á þriðjudag og fimmtudag
sum sé vel 50% skerðing á dreifingu pósts og pakkavöru. Eins og áður hefur
komið fram þá er meiri skerðing í kortunum há Íslandspósti sem er að legga
niður útibúið á Drangsnesi sem er til húsa í Kaupfélaginu á Drangsnesi og sem
tekur gildi skilst mér í sumar og þá á póstskömmin að bera allan póstinn til
þeirra á staðnum en þessi síðanefnda aðgerð skilar Íslandspósti litlum sem
engum hagnaði.
En svona er þetta ég ræð engu um þetta
Alþingismennirnir allir með tölu áttu að sjá um þetta en þeir skrifuðu undir
fækkunarskjalið án þess að hafa hugmynd um hvað þeir væru að skrifa undir.
23.03.2016 18:21
Nýr bátur í flota Drangsnesinga heimahöfnin er Kokkálsvíkurhöfn - eigendur Margret og Guðmundur
23.03.2016 18:14
Ekki lýst heimamönnum á nía vegastæðið frá Bjarnarfirði um Bjarnarfjarðarháls til Steingrímsfjarðar
Ekki lýst heimamönnum á nía vegastæðið
frá Bjarnarfirði um Bjarnarfjarðarháls til Steingrímsfjarðar
KK klikkar ekki á hönnunarvitleysunni.
Ekki lýst heimamönnum á nía vegastæðið frá Bjarnarfirði um Bjarnarfjarðarháls til Steingrímsfjarðar.Við Skarðsklifið er hann vel á annan metra lægri en gamli vegurinn er og svo er tekið eitt stórt holt Lækjarhjalli sem er rétt við þekktan læk sem heitir Prestalækur og gamli vegurinn fer fimmsinnum yfir þennan merka læk. En sennilega klárlega er mesta vittleysan hjá kallgreyinu KK hönnunnar hryllingsmeistara meistaranna sem ætti fyrir nokkrum áratugum síðan að vera búið að reka hann hlustar aldrei á heimafólk hefur aldrei gert það en með þennan veg um Bjarnarfjarðarháls sem er hannaður undir öllum holltum og fer á bóla kaf í fyrstu snjóum á haustin.Þegar vegagerðarheimamennirnir og heima maður úr Bjarnarfirði sögðu honum að þessi væntanlegi nýi vegur yrði sjaldan fær vegna snjóa þá sagði hönnunarskrípið KK það breytir engu það verður gerður vetrarvegur/vegir þar sem vegurinn fer undir snjóa. Ef þetta væri heimamaður sem mundi hanna svona veg og sega við heimamenn það verður gerður bara vetrarvegur/vegir - sá hann sami yrði um leið settur/sendur á Litlahraun með hraði.
20.03.2016 17:55
Póstþjónusta skerðist um 50% á Ströndum frá og með 1 apríl. Útibúið á Drangsnesi lagt niður í sumar
Póstþjónusta skerðist um 50% á Ströndum frá og með 1 apríl.
Póstútibúið á Drangsnesi lagt niður í sumar.
Ríkisvaldið klikkar ekki með það að drepa landsbyggðina og það skipulega.
Frá og með 1 apríl næstkomandi fækkar póstferðum í Strandabyggð og
Kaldrannaneshreppi um heil 50% úr 20 á mánuði í 10 sum sé aðra vikuna mánudaga -
miðvikudaga og föstudaga og hina vikuna á Þriðjudögum og fimmtudögum. Þetta er
galið hvernig þetta er sett upp. Íslandspóstur er alltaf að auglýsa góða
póstþjónustu ef maður pantar vöru á mánudegi þá á hún að vera komin til
viðtakanda næsta dag þá Þriðjudag sem er auðvitað bölvað bull.
En hvað um það Þið góðu Strandamenn munu hafa mig sem Landpóst
næstu tvö árin eða svo samningurinn er væntanlegur til mín til undiritunnar í
vikunni en niðurskurðurinn er ekki búin.
Íslandspóstur tjáði mér það fyrir helgina að það ætti að loka
póstútibúinnu á Drangsnesi í sumar sennilega í júlí eða ágúst og þá yrði
pósturinn flokkaður á Hólmavík fyrir Drangsnes og ég þá á að beran í hús ásamt
pökkunum. Nú veit ég ekki hve mikill sparnaðurinn verður hjá Íslandspósti með
að fækka póstferðum um helming og hver verður sparnaðurinn mikill að loka
póstútibúinu á Drangsnesi en Íslandspóstur hefur tapað um 200 milljónum á ári á
landsvísu en um 2 milljónum á því svæði sem ég er með en Íslandspóstur þarf að
greiða mér aukalega fyrir að bera út póstinn og pakkanna á Drangsnesi en þó
ekki 2 milljónir. Í mínum augum er þetta lítill sem engin sparnaður og klárlega
verður á næstu misserum pósthúsinu hér á Hólmavík lokað og pósturinn fyrir
Hólmavík þá flokkaður í Borgarnesi en vonandi verður það ekki.
Eigum við ekki alþingismenn til að kippa í spottanna? Nei við eigum ekki neina alþingismenn til að kippa í spottanna enda komu þeir af fjöllum þegar ég sendi þeim bréf um fækkun póstferðanna hér vestra en viti menn þeir skrifuðu undir skjalið frá Póst og fjarskiptastofnun í haust um fækkun póstferða um 50% . Í lokin finnst mér að við Strandamenn eigum enga alvöru þingmenn á álþingi sem gera lítið sem ekki neitt fyrir okkur. Okkur vantar alþingismenn eins og þeir gömlu og góðu voru svo sem Mattías Bjarnarsson og Steingrím Hermannsson þessir heiðursmenn kunnu að vinna fyrir okkur og þeir nenntu að tala við mann og í endirinn þetta, þegar ég ásamt þremur öðrum komum saman undirskriftarlista með heilsársveg um Steingrímsfjarðarheiði 1981 minnir mig, en það voru 1.187 sem skrifuðu undir sem vildu fá veg um heiðinna en samt voru nokkrir afturhaldssinnar sem fundu allt vont um að fá vegin en eru sáttir í dag með hann. En ég hringdi í Steingrím Hermannsson sem var þá samgönguráðherra og ég sagði honum frá listanum og hann sagði við mig þetta, komdu með listan til mín þú bara spyrð um Steingrím Hermannsson sem ég og gerði fór suður með listan til ráðherranns og hann tók mér fagnadi sem alltaf kom með tertur fyrir undirskriftarlistanum og sagði svo að það verður byrjað á veginum strax þegar snjóa leysir sem var og gert þökk sé þessum sóma manni að við fengum veg um Steingrímsfjarðarheiðinna gerir aðrir betur svona þingmann vantar okkur Strandamenn.
16.03.2016 21:40
Flottur þessi Tjaldur og ekki síðri steinninn og gróðurinn á honum.
16.03.2016 21:34
Snjómokstur og umhverfi Reykjarfjarðar á Ströndum í dag 16 mars 2016.
16.03.2016 21:32
Svanur Hólm Ingimundarsson í snjómokstri við Fiskines í dag.
12.03.2016 15:20
Skrapp norður til Kaldbakskleifar og það er frekar lítill snjór frá Ásmundarnesi til Kaldbaksvíkur
12.03.2016 15:13
Það er rífandi gangur hjá verktakaliðinu í Borgarverki sem er að búa til nýjan veg í Bjarnarfirði
12.03.2016 15:11
Ekki eru nú margir bátarnir í Búðardal þessi er sá eini sem var þar.
12.03.2016 15:10
Mikill öðlingur hann Guðbjörn Jónsson stórbóndi á Broddanesi.
12.03.2016 15:07
Saurbæjarsveitarbíli með Vaðalfjöllinn í bakgrunni 8 mars.
12.03.2016 15:05
Stór snjóbolti rúllaði sér inn á vegin norðanmegin í Kollafirði 8 mars.
07.03.2016 20:05
Sigurey ST 22 á siglingu fyrir utan Drangsnes í morgun.
07.03.2016 20:02
Andskoti er ég hræddur um að hundunum fækki enn meira þarna, þeir eru alltaf hlaupa fyrir bílana
- 1