Blogghistorik: 2012 Länk

28.05.2012 23:29

Tilboð óskast. 11-048 Strandavegur (643), Djúpvegur - Geirmundarstaðavegur 29.05.12 19.06.12

   F    R    Á   B    Æ    R    T.


Samkvæmt nýjustu framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar er þetta staðreynd.

Strandavegur (643),  Djúpvegur -

Geirmundarstaðavegur  11-048

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endur­ og nýlögn

Strandavegar (643) frá Djúpvegi að Geirmundarstaðavegi

í Steingrímsfjarðarbotni. Lengd Strandavegar á

útboðskaflanum er 2,8 km. Aðrir vegir eru 0,4 km langir.

Framkvæmdin er í sveitarfélaginu Strandabyggð.

Helstu magntölur eru:

Fylling og fláafleygar . . . . . . . . . . . . . 94.750 m3

Rof­ og slettuvarnir . . . . . . . . . . . . . . . 9.800 m3

Skeringar í vegstæði . . . . . . . . . . . . . . 63.800 m3

­ þar af bergskeringar. . . . . . . . . . . . . 16.900  m3

Bergskeringar í námum. . . . . . . . . . . . 12.700  m3

Neðra burðarlag  . . . . . . . . . . . . . . . . . 11.600 m3

Efra burðarlag . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4.700 m3

Tvöföld klæðing . . . . . . . . . . . . . . . . . 21.000 m2

Verkinu skal að fullu lokið 15. nóvember 2013.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgarbraut

66 í Borgarnesi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka)

frá og með þriðjudeginum 29. maí 2012. Verð

útboðsgagna er 4.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00

þriðjudaginn 19. júní 2012 og verða þau opnuð þar

kl. 14:15 þann dag.

27.05.2012 22:16

Í dag fór ég upp á vestasta hluta Byrgisvíkurfjalls í sól og talsverðum hita og myndaði dýrðina












                                             Fleiri myndir eru á  >  http://nonni.123.is

26.05.2012 21:16

Strandamaðurinn Þorlákur Guðbrandsson frá Veiðileysu var að kinna fjórhjól hér á Hólmavík í dag














Kynningin var á vegum www.ellingsen.is sem er umboðsaðili fyrir þessi fjórhjól og önnur samskonar tæki ásamt fleiri tækjum sem þar eru.

25.05.2012 22:22

Golfklúbburinn á Hólmavík í stóræðum um þessar mundir.









Nú stendur Golfklúbburinn á Hólmavík í stóræðum er búinn að gera púttvöll við galdrasamnið, held að það sé frítt fyrir börn og gamlingja, en talið verður í Efrum , Kanadadollurum og noskum krónum ef búið er að þvo olíuna af þeim. Einnig hef ég heyrt að velkomið sé að fá Golfskálann og völlinn, fyrir fyrirtæki og hópa til að halda golfmót og grilla, þeir félagar í klúbbnum ætla að lána kylfur

Á Grundunum eru þeir bræður Þórður og Ninni aðalverktakarnir en verið er að gera allavega 4 ný grín. Aðal grashirðirinn er meistari Mundi Páls sem sér vélum og tækjum gangandi, hann er svo áhugasamur að Guðmundur V er hættur í golfi og farinn á sjóinn aftur.

25.05.2012 22:08

Tillaga til þingsályktunar um lagningu heilsársvegar í Árneshrepp á Ströndum.



Gott og blessað að þingmenn láti bera á sér svo sem annað veifið eða svo. En þessi Þingsályktunartillaga er löngu runnin úr í sandinn hvað vegagerð varðar frá botni Steingrímsfjarðar um Bassastaðarháls um Bjarnarfjörð, og frá Kaldbaksvík og norður til Norðurfjarðar á Ströndum. Þessi tillaga er og virkar sem ljót Barba brella af hálfu þeirra sem standa að henni, og það skiptir ekki neinu í hvaða flokki þau standa. Og að vitna í sjálfan Barba brellarann frá Hornafirði er flutningsmönnum til skammar. Auðvitað vilja allir fá heilsársveg norður til Árneshrepps það er ekki málið, fyrst þarf vegurinn að vera heilsársfær frá botni Steingrímsfjarðar og til Bjarnarfjarðar áður en farið er í það að byggja vegin upp frá Kaldbaksvík og norður í hrepp og að hafa hann einbreiðan 4 metra er argasta bull af hálfu flutningsmanna. Þegar tækin eru komin á staðin er ekki svo mikill munur á að hafa hann 4 metra breiðan með útskotum eða 6.5 á breidd. Þessi tillaga er því og miður útrunnin enda eru alþingiskosningar á næsta ári eða vori 2013.

Nánar er hægt að skoða þessa tillögu hér >  140. löggjafarþing 2011-2012. Þingskjal 1417  -  815. mál.  http://www.althingi.is/altext/140/s/1417.html