09.06.2007 21:31

Vegagerð í Gautsdal gengur vel.











Í morgun fór eg yfir Tröllatunguheiði sem var nýmokuð og nánast snjólaus og er vel fær öllum bílum. Eg fór að skoða framtíðarveg okkar Vestfirðinga sem gengur mjög vel. Verktakafyrirtæki Ingileifs Jónssonar frá Svínavatni gengur mjög vel sem er með verkið um vegalagningu um Arnkötlu og Gautsdali. Það er komin akfær vegur uppfyrir fossinn í Gautsdal. En með þær beygjur sem eru á veginum eru með öllu ósættanlegar, þannig að frá spennistöð Orkubús Vestfjarða og uppað fossinum eru tvær óþarfa beygjur sem eru með öllu óskiljanlegar. Eg skil ekki þessa bölvaða vitleysu hjá Vegagerðinni að hafa þessar beygjur sem hafa engan tilgang. En að öðru leiti er verkið á fljúgandi siglingu og gengur verkið vel. Og eg væri ekki undrandi á því að verktakinn væri langt komin með vegalagningu fyrir haustið uppá Þröskuld, steinsnar frá Arnkötludal.

Fleiri myndir eru inná myndasíðunni.