Færslur: 2011 Apríl

29.04.2011 06:50

Fyrirspurn til Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðs útboðs á nýjum vegi í botni Steingrímsfjarðar


Fyrirspurn til Vegagerðarinnar vegna fyrirhugaðs útboðs á nýjum vegi í botni Steingrímsfjarðar á Ströndum. Hvað tefur að verkið fari ekki í útboð, eru það skipulagsmál Strandabyggðar fyrir þetta fyrrnefnda svæði? Eða eru það landeigendur Grænaness um að kenna. Svar óskast helst í dag 28 apríl 2011, eigi síðar en 29 apríl 2011. Virðingafyllst Jón Halldórsson Landpóstur á Ströndum.

Svar Vegagerðarinnar.

 Sæll Jón, aðalskipulag Strandabyggðar hefur ekki verið staðfest. Það mun þó vera á lokasprettinum. Samningamál við landeigendur eru í gangi. Erfitt að segja á þessari stundu hversu hratt það muni ganga. Fer alfarið eftir viðhorfi landeigenda. Ljóst að málið gæti dregist eitthvað á langinn vegna þess.

25.04.2011 04:00

Þorgeirsdalur upp af Þorskafirði heimsóttur í dag.Væntanlegt vegastæði skoðað, gott vegastæði


                                           Þorgeirsdalur. Þorskafjörður í baksýn.


                                                    Neðsti hluti Þorgeirsdals.


                                                Miðbik Þorgeirsdals.


                                                        Botn Þorgeirsdals.


                                          Fremri Fjalldalur upp af Þorgeirsdal.


                                                Botn á Fremri Fjalldal.

24.04.2011 05:30

Innan veggja Vegagerðarinnar er komin upp hugmynd í annað sinn um vegalagningu um ÞorgeirsdalÞetta er ekki aprílgabb. Þorgeirsdalur er frá Múla í Þorskafirði (vestanmegin) og um Þröskuldavatn og meðfram Gedduvatni á Þorskafjarðarheiðinni og þaðan framhjá Högnavatni og á veginn við Sótavörðuhæðina á Steingrímsfjarðarheiðinni. Ef þessi hugmynd kemst á koppinn þá kvu vera 27 km stytting á milli Ísafjarðar og Króksfjarðarnes. En það má ekki gleyma því ef þessi leið verður farin þá er hún og mun alltaf vera hálendisvegur með um og yfir 500 metra háan fjallveg og um 30 km langan sem er býsna hátt og langur fjallvegur og snjóa mikill þó að hugmyndin sé sú að vegurinn eigi að liggja á svipuðum stað og gamla póstleiðin (vörðurnar) eru.

23.04.2011 16:04

Djúpavík á Ströndunum fögru var heimsótt í dag.
                                   FLEIRI MYNDIR Á http://nonni.123.is/