Færslur: 2008 Júní

29.06.2008 22:58

Hamingjumyndir 2008.

Júní 2008 920 
Júní 2008 756-1
                                     Fleiri myndir eru hér á NONNANUM.

26.06.2008 22:48

Það er allt að ske á Hólmavík. Sólin tekur vel á móti hamingjusömum gestum Hólmavíkur.

Júní 2008 203 
Júní 2008 183

Júní 2008 202 
Júní 2008 188 
Júní 2008 178

Júní 2008 197       Þetta leiðsögukort er mikil snilld sem er ný komið út. Teiknari er Ómar Smári Kristinsson.

23.06.2008 23:12

Yfir 200 myndir voru settar inná nonnan nú í kvöld.

Júní 2008 028 
Júní 2008 060

Júní 2008 032

                        Setti inn yfir 200 myndir á N O N N A N U M.. Kíkið á þær.

22.06.2008 22:31

Sauðfjárveikivarnir lokið hliðinu. Nú er hliðið galopið og ef til vill mikil vá framundan?

Í fréttum nú undanfarið í fjölmiðlum og bloggvefum síðustu vikur hefur verið fjallað talsvert um þá frétt sem varðaði riðuveiki á bæ einum í Hrútafirði þar sem kom upp riðuveiki í sauðfé. Ég sem sannur sveitamaður og alinn upp í sveit tel ég mig vita svolítið um hvað riða snýst um. Riða í sauðfé er mjög slæmur sjúkdómur og smitleiðir eru því miður talsvert margar. Sauðfjárveikivarnirnar eins og þær voru og hétu voru nokkuð góðar meðan ríkið/Sauðfjárveikivarnirnar ásamt þeim sem voru ráðnir til að sjá um viðhald á þeim girðingum sem voru eyrnarmerktar Sauðfjárveikivörnum voru vel við haldið að mestu leiti. Ég tel mig vita nokkuð vel um þennan málaflokk vegna þess að ég ásamt mínum föður og bræðrum og fleirum komum nálægt viðhaldi þessara girðinga í all mörg ár.  En núna er búið að ákveða að leggja niður girðingarnar á milli Steingrímsfjarðar og Þorskafjarðar og sömuleiðis girðingarnar á milli Bitrufjarðar og Gilsfjarðar. Þetta sem ég minnist hér á í stuttu máli er bara smá brotabrot af því sem ég veit og vil koma á framfæri síðar. Ég man þá tíð að þegar ég var inná Hrófbergi, kom í réttina á Hrófbergi nokkrar kindur frá Bæ í Hrútafirði þetta hefur verið sennilega um 1975 eða svo.  Þannig að ég tel mikið óráð hjá yfirvöldum að leggja niður þær girðingar sem ég hef minnst á hér aðeins ofar.  Að fórna Strandakjötinu og miklum gæðum þess í ginið á þeim sjúkdómi sem kom upp í Hrútafirði nú fyrir skömmu er með öllu óskiljanlegt.  Mitt mottó er það að ríkið sem er Sauðfjárveikivarnir sjái sóma sinn í því að viðhalda þeim girðingum sem nú þegar hafa verið lagðar niður, og verða á næstu dögum orðnar stórhættulegar öllum þeim sem koma nálægt þessum girðingum, sem eru orðnar eins og myndirnar bera með sér, ríkinu sem er eigandi af þessum girðingum til mikillar skammar. 

Copy of Júní 2008 003 
Copy of Júní 2008 001

20.06.2008 22:51

Fór í kvöld í smá flug túr inn fyrir Hrófberg í bongó blíðu.

 
 
 
Júní 2008 675 
Júní 2008 676 
Júní 2008 657                                    Þetta eru starfsmenn Atlanta. Flugmenn og kontoristi.
Júní 2008 659

19.06.2008 22:53

Vegagerð í Arnkötludal athuguð í dag. Sjö mánaða stopp í dalnum er með öllu óskiljanlegt.

Efir kl 5 í dag brunaði ég uppá Tröllatunguheiði og rölti mér svo síðan yfir í efsta hluta Arnkötludals og vita hvað eða hvort einkvað hefði verið gert þar síðan í október 2007. Því miður er enga breytingu að sjá frá því í október í firra. Ekkert verið gert í veginum Arnkötludalsmegin á Þessu árinu 2008. Að vísu sá ég beltagröfu uppundir Þröskuldum, annað sá ég ekki af þeim tækjum sem verktakinn er með á sinnu könnu. Og þetta hlýtur að segja manni það svart á hvítu að mér finnst það óhugsandi með öllu að við sem vorum búin að vonast eftir því að getað ekið fram Arnkötludal og yfir í og niður Gautsdal á haustmánuðum nú í haust 2008 sé því miður óraunhæft. Það verður að gerast mýkið kraftaverk ef sú hugsun sé raunhæf. En ég lifi alltaf samt í smá vonar neista, en hvort sá neisti muni kvikna er afar hæpið á árinu 2008.

Júní 2008 606 
Júní 2008 591

Júní 2008 605

Júní 2008 610 
Júní 2008 614

17.06.2008 22:16

Umhverfisnefnd Strandabyggðar veitir viðurkenningar í fjórum flokkum.

Í dag 17 júní voru veittar viðurkenningar sem voru á vegum Umhverfisnefndar Strandabyggðar fyrir snyrtilegasta sveitarbýlið í Strandabyggð sem hlaut Steinadalur í Kollafirði. Á Hólmavík var veitt fyrir snyrtilegasta garðinn sem hlaut Borgabraut 2, sá garður er snyrtilegur allt árið. Svo var veitt fyrirtæki sem skartaði snyrtilegasta alhliða fyrirtæki með vel skipulagða lóð og hvernig það er byggt upp fyrir augað frá öllum köntum, það hlaut Galdrasafnið. Og snyrtipinni staðarins sem byggði upp og málaði á sinn kostnað nokkur kvöld í röð leikvöllinn sem er í Höfðatúninu var engin annar en Líður Jónsson fyrrum Bitrungur nú Hólmvíkingur. Öll sem hlut eiga að máli til lukku með viðurkenningarnar.

Júní 2008 089 
Júní 2008 572 

Júní 2008 575 
Júní 2008 580

16.06.2008 22:56

Handverkshús Hafþórs hefur verið opnað.

Júní 2008 484 
Júní 2008 510 
Júní 2008 489 
Júní 2008 490 
Júní 2008 496 
Júní 2008 497  Júní 2008 498

Júní 2008 503 
Júní 2008 506

Fjöllistamaðurinn Hafþór Þórhallsson hefur opnað handverks búð í gamla Ráðaleisynu eða bara Salthúsinu eins og það var nú bara kallað hér á árum áður. Ég kíkti til listamansins í dag og skoða það sem hann hefur verið að gera er algjör snilld. Hann er búin að búa til heilan helling af allskonar fuglum stórum sem smáum úr birki sem hann tálgar út. Í dag þegar ég hitti meistarann var hann að búa til Spóa sem seldust upp í gær. Ég hvet alla til að skoða það sem Hafþór er að gera, þar er snillingur á ferðinni sem lítið fer fyrir dags daglega. Og væntanlega verður kaffi á könnunni innan fárra daga hjá þessum mikla handverks meistara. Kíkið á kallinn, hann hefur gaman að því, og þið líka.

14.06.2008 22:39

Nokkrar myndir á NONNANUM þegar hann rölti um Borgirnar í sól og brakandi blíðu.

                               Nokkrar myndir er að sjá á forðíðu á NONNANUM 
Júní 2008 434 
Júní 2008 450

12.06.2008 22:32

Umfjöllun Vísir.is í gær 11 júní um 8 miljóna króna styrk vegna heitavatnsborunnar í Hveravík.

Það skal eindregið tekið fram að ég sem síðustjóri á þessari Hólmavíkur vefsíðu ætla ég ekki að fara velta mér uppúr þeim skrifum sem birtust á Vísi.is í gær sem ég hef sett tengil inná þá báða pistla svo og greinagerð frá Orkuráði sem úthlutaði títtnemdum 29 styrkjum. Orkuráð starfar í tengslum við Orkustofnun og er meginhlutverk þess að sjá um rekstur Orkusjóðs, sem veitir áhættulán fyrir jarðhitaverkefnum og styrkir rannsóknir og fræðsluverkefni um endurnýjanlega orku, orkunýtingu og -sparnað. Iðnaðarráðherra skipar menn í ráðið og sitja þar nú Mörður Árnason, formaður, Bryndís Brandsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Guðjón Guðmundsson og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir.

Stuttlega um þá umfjöllun sem birtust á Vísi.is í gær vil ég segja það skírt að sú umfjöllun er að mestu leiti röng. Vísir.is hefði þurft að afla sér miklu betri heimildir en er gert í þessum Vísis fréttum. Það mætti halda það samkvæmt Vísir.is í gær að þessar 8 miljónir sem eru eirnarmerktar Magnúsi Magnússini vegna Hveravíkur mundi alfarið renna til eiganda Hveravíkur, það er öðru nær. Það er ekki í fyrsta sinn að Vísir.is reyni að búa til æsifréttir sem eru svo rangar. Það er lámarkið hjá þeim á Vísir.is að afla sér skotheldra heimildarmanna áður en er hlaupið er með það á vef og prentmiðla á fróninu góða.

Sjávarútvegsráðherra: Tilhæfulausar ásakanir.        Gagnrýna að veiðifélagar ráðherra fái milljónir í styrk.                            172 milljónum úthlutað til jarðhitaleitar á 29 stöðum.

Júní 2008 337