Færslur: 2008 Júní

08.06.2008 22:25

Vatnadalur heimsóttur í dag.

Það voru rúmlega tveir mánuðir síðan að ég hef komið upp að Fitjum við Fitjavatn sem er langur tími miðað við hvað ég hef oft komið á þennan fallega stað sem Vatnadalur er. Það er mikið líf í dalnum núna sem endranær. Fuglalífið er allt í blóma og náttúran er öll að vakna með margskonar söngvum. Ég sá einn hvít snepplóttan ref við Hriman sem er á milli Hrófbergsvatns og Fitjavatns og heyrði í öðrum ref skammt þar frá. Þannig að miklar líkur eru á því að gren sé innan seilingar í dalnum. Og líka voru við Hrófbergsvatnið í dag 3 veiðimenn sem voru að reyna að veiða gómsæta bleikju sem er nóg af í vatninu. Þannig að dagurinn í dag veit á góða veiði í dalnum í sumar.

Júní 2008 206                                                     Álft á flugi yfir Fitjavatni í dag.
Júní 2008 210

Júní 2008 222

Júní 2008 204 
Júní 2008 201

05.06.2008 22:54

Skeljavík og Hólmavík er engu öðru lík.

Júní 2008 150 
Júní 2008 151 
Júní 2008 152 
Júní 2008 153  
Júní 2008 155 
Júní 2008 160 
Júní 2008 162 
Júní 2008 166 
Júní 2008 170                            Hrossagaugsegg við hliðið á Gestöðum í Miðdal.

04.06.2008 23:03

Allir saman, þá verður gaman. Gerum vatnstankinn flottan og fallegan fyrir Hamingjudagana.

Það eru tvö tákn sem maður tekur helst eftir þegar er komið til Hólmavíkur á bíl eða bát, Vatnstankurinn og Kirkjan. Það hefur verið í umræðunni að láta rífa vatnstankinn sem ég er alskostar ekki sáttur með. Það mundi ekki taka margar hendur langan tíma að rífa klæðninguna utan af tanknum og gera hann flottan fyrir Hamingjudagana. Í fyrstu atrennu væri best að mála hann alhvítan með sterkum litum inná milli. Og það væri ekki verra að fá snikkarann Hafþór Þórhallsson listamann til að sjá um verkið og gera stiga uppá tankinn ásamt traustu handriði uppá tanknum  og það væri stór gott að fá listamanninn sem var um tíma í Æðey og Landmannalaugum nú á Ísafirði Ómar Smára Kristinnson teiknara með meiru, að hann mundi teikna álíka skífu og útsýnisskífa er af því landi sem sést frá tanknum og svo framvegis, sum sé helstu kennileiti sem sjást frá tanknum. Og ekki væri verra ef keyptur væri stöndugur aðdráttar sjónauki og á næsta ári væri byggt hringlaga hús uppá og útaf tanknum og líka ofaní honum, þannig að lítið og krúttlegt kaffi hús væri alveg kjörið í og á þessum fagra stað. Og útsýnið gerist vart betra. Ég bið fólk endilega að koma með sitt álit með þennan blessaða vatnstank.  Byrjum sem allra fyrst á þessu að rífa klæðninguna af tanknum, helst fyrir 17 júní og fjölmennum upp við tankinn og sýnum hvað í okkur býr.  Sveitarstjórn Strandabyggðar hlýtur að vera samála þessu þarfa átaki, annað væri skrítið. Kílum á það núna ágætu Hólmvíkingar. 

 
 
 

03.06.2008 23:33

Ísbjörn í heimsókn til Íslands féll um kl 11.45 í morgun.


Þú komst yfir hafið á heiðskírum degi
á hreina Íslands jörð
úr nístingsköldum norðurvegi
að nema Skagafjörð.

Þú stikaðir frjáls um fjallanna sali
um fagra Íslands grund;
velkominn gekkstu um grösuga dali
? gleymdir þér um stund.

Þú örmagna, máttfarinn, lagðist í laut
á ljúfri Íslands fold
uns kyrrðin dreif þig í draumanna skaut
í dúnmjúkri gróðurmold.

Þar sáu þig tortryggnir blauðgeðja bændur
? þeir byggja Íslands lönd.
Vitstola hringdu í vopnfæra frændur
sem vildu þig þegar í bönd.

Þeir umkringdu þig, sem þekktir ei hlekki
en þvældist um íslenskt hlað.
Þeir skelfast frelsið sem skilja það ekki
? og skjóta í hjartastað.

01.06.2008 22:53

Vegagerð neðst í Gautsdal skoðuð. Skelfilegar skerðingar og hægagangur á verkinu.


Vegurinn fram að Gautsdal og Ingunnarstöðum og í haust til Hólmavíkur og vesturúr.

Skelfilegar skerðingar eru á þessum vegi. Þetta er agaleg hönnun hjá KK.

Sjáanlega er míkið búið að sprengja við fossin ef vel er gáð.

Þetta er hrillingur að sjá.