Færslur: 2013 Febrúar

27.02.2013 22:27

Sorgardagar hafa flætt yfir hjá minni ætt og mér tengdum síðustu daga.Það eru nú takmörk á því hvað er hægt að leggja á suma með gjörninga náttúruhamförum og það á ungt og upprennandi fólk sem á lífið allt framundan. En sumum er ekki ætluð að vera í okkar lyfandi lífi en takast þá örugglega á við önnur verkefni á æðri stöðum.  Ég er afar stoltur að eiga heilsteypta ættingja og vini á öllum aldri og ekki síst að eiga heilsteypt og hraust börn sem eru mér allt. Á erfiðum tímum eins og hefur verið nú síðustu daga þegar dóttir mín Hekla Björk og unnusti hennar Oddur Logi eignuðust lítinn strák síðla kvölds 25 síðastliðin komin 21 viku á meðgöngu er öllum ofiða að horfast í augun á þeirri staðreynd að litli snáðinn verði ekki á meðal vor nema í huga okkar og hjá öllum förnum ættingjum á æðri stöðum og ég líka veit það að móðir mín heitin og langamma snáðans Svava Pétursdóttir frá Hrófbergi hafi tekið vel á móti honum og vermi hann á allan hátt eins og hún var vön að gera með okkur og alla sem hún kom með sinni nærveru.  Góðar þakkir góðu vinir fyrir allar þær hughreystandi kveðjur til okkar sem tengjumst litla stráknum okkar á einn eða annan hátt. Guð blessi ykkur.

 

Ungamærin mæta

mín elskulega og fín.

Ég skal ávallt gæta

Þín indæl Hekla mín.

Þú situr hér hjá ömmu

heiðurs mærin fín.

Ert ástinn pabba og mömmu

og allra silki lín.

Höfundur Svava Pétursdóttir gjört í október 1992.

26.02.2013 20:50

Kálfanes í dag.20.02.2013 15:19

Veiddi kött í staðin fyrir ref við Bjarnastaði í Ísafirðinum.


Hann Þorvaldur Garðar Helgasson (gæi) refaskytta í hundraðavís hefur aldrei veitt lifandi kött áður en það var í nótt. Sem oftar er skyttan á ferðinni á flestum tímum sólarhrings og í nótt átti hann leið um Ísafjörðin við Bjarnastaði sá hann tvo ketti  með kílómetra millibili  en hann náði öðrum en hinn fór inn í urð.   Þannig var fyrir nokkrum vikum síðan valt bíll við Bjarnastaði  og í bílnum voru tveir kettir sem hurfu út í buskan og hafa ekki sést síðan fyrr en í nótt. En þessir kettir eru frá Flateyri og eigandinn fær þennan hann vonandi fyrir helgi en refaskyttan sagðist vera hættur að drepa refi að hann mundi helga sig við ná/veiða lyfandi ketti og gefa bara frat í refina enda eru þeir búnir að eta upp allt fuglalíf sem finnst hér vestra  vegna kolrangrar stefnu þeirra sem fara með þennan málaflokk á landsvísu.   En í fyrra fékk skyttan vel á annað hundrað refi og er komin með um 50 fyrir þetta veiðitímabil, geri aðrir betur, ref hefur fjölgað gríðarlega um allt land þó mest á þeim svæðum sem eru friðaðar svo sem á Hornströndum og þessum rebbum flæðir suðurávið

13.02.2013 19:56

Hver djöfullin er að ske sem hreppar á Ströndum tóku EKKI þátt í.Hvar er sérstakur ÓH yfir til þín

Þessu leyni plaggi var gaukað að mér í skjóli nætur og með heimildarmenn verða ekki gefnir uppi vegna hagsmuna minna heimildarmanna sem eru í öllum Strandahreppum á Ströndum. Og þetta er bara smá sýnishorn með meintar 20 millur það mætti tvöfalda hana og gott betur en það. Þetta furðu verk er búið að vera í smíðum um 20 ára skeið eða svo. Alla vega kæri ég mig ekkert um það að vera um 20 árum yngri í þessu verki en ég er í dag og hvað þá börnin mín sem eru orðin fullorðin og ég gráhærður og háratæpur. En ég ásamt mínum heimildarmönnum munum fjalla um þetta peninga ryksuguverk ef þurfa þykir á næstu dögum. En að lokum hvet ég sveitarstjórnir á Ströndum að láta ekki glepjast að samþykkja þessa hörmung því að sveitarstjórnir hafa aldrei komið nálægt þessum gjörningi þó að sumir gera það núna um skamma hríð.

12.02.2013 20:47

Svellin á Kálfanesflóanum og á flugvellinum og víðar er orðið ansi þykkt - bændur óttast kal á túnum


Sumir sem hafa gott lyktarskin eru farnir að finna rotnunarlykt frá rotnandi gróðrinum sem er undir öllu svellinu sem hefur sjaldan verið eins mikið og er nú. Þannig að útlitið hjá bændastéttinni hvað kal varðar er ekki gott eins og staðan er núna sum sé jörð ísilögð.