Færslur: 2021 Nóvember

11.11.2021 21:24

FRÁBÆRT. Mokað í Árneshrepp í allan vetur.


FRÁBÆRT.
Mokað í Árneshrepp í allan vetur
tilraunaverkefni um mokstur eftir áramót.
Á tímabilinu janúar til mars á næsta ári verður þjónusta á Strandavegi í Árneshrepp aukin þannig að vegurinn verður mokaður þegar aðstæður leyfa allt að tvisvar í viku. Ekki hefur verið mokað á þessum tíma nema að beiðni sveitarfélags samkvæmt helmingamokstursreglu frá 5. janúar til 20. mars. Um tilraunaverkefni er að ræða til að mæta óskum um aukna þjónustu.
Strandavegur er um 80 km langur frá Bjarnarfirði í Norðurfjörð. Vegurinn er að hluta til niðurgrafinn og liggur um þekkt snjóflóðasvæði. Lega og ástand vegarins, auk snjóflóðahættu, veldur því að oft á tíðum er ekki er hægt að moka hann eða halda honum opnum að vetri til, sérstaklega þegar snjóþungt er. Takmörkuð fjarskipti eru einnig á þessari leið sem dregur úr öryggi bæði starfsmanna við vetrarþjónustu og almennra vegfarenda.
Ákveðið hefur verið að fara í þetta tilraunaverkefni á tímabilinu janúar 2022 til mars 2022 þar sem vegurinn verður mokaður þegar aðstæður leyfa allt að tvisvar í viku þegar fyrirsjáanlegt er að færðin haldist sæmileg eitthvað áfram. Mat á aðstæðum og ákvörðun til moksturs verður í höndum Vegagerðarinnar í samstarfi við heimamenn og eingöngu mokað þegar hægt er að leggja mat á snjóflóðahættu og veður heimilar. Vegagerðin mun fjármagna tilraunaverkefnið en markmið þess er að leggja mat á raunhæfi þess að halda úti vetrarþjónustu á Strandavegi yfir háveturinn og jafnframt hvað þurfi til svo hægt sé að sinna slíkri þjónustu með öruggum hætti.
Undanfarin ár hafa íbúar Árneshrepps ásamt Byggðastofnun, Árneshreppi og Vestfjarðastofu staðið að verkefninu Áfram Árneshreppur undir hatti Brothættra byggða sem er hluti af byggðaáætlun. Ítrekað hefur komið fram á vettvangi verkefnisins að einangrun Árneshrepps að vetri er veruleg hindrun í vegi uppbyggingaráforma í byggðarlaginu.


07.11.2021 19:01

Skjaldfannarbóndin klikkar ekki á staðreindum.





Skjaldfannarbóndin klikkar ekki á staðreindum.

Góður og sannur rjúpna pistill hjá Skjaldfannarbóndanum sem segir allt sem segja þarf um þennan blessaðan fugl rjúpuna. Á þessum rjúpna veiði árum mínum var ég oft heppinn hvað ég var naskur á að vita hvar rjúpan var frá degi til dags og svo framvegis. Smá dæmi um fyrrum veiðimanninn frá Hrófbergi - nánast á hverjum morgni í birtingu var farið til fjalla á fótum tveimur í gallabuxum með buxurnar utanyfir stígvélin sem ég á enn og heita Nokia og þegar var komin mikill snjór þá varð maður oft að setja snæri á mitt stígvélin svo að buxurnar færu ekki uppfyrir þannig að snjór mundi ekki fara ofaní stígvélin. En svona var þetta á þeim tíma og þá líka var engin veiðimaður með stóran né lítin bakpoka fullan af matvöru til margra daga á fjöllum, en ég var sjaldan með nesti í mesta lagi eina samloku og stundum Kókómjólk en vatnið í lækjunum nægðu mér og gera enn. Og að vera búin að fara á flest fjöll hér vestra og hef nánast alltaf hitt göngugarpa með bakpoka og það stóra sem ég skil engan vegin því að viðkomandi er á röltinu í 4 til 6 tíma og allir lækir eru fullir af vatni. En í lokin vil ég þakka Skjaldfannabóndanum að hafa hringt í mig og boðið mér að koma til hans þann daginn til veiða á rjúpu en þetta var sennilega 1986 í lok nóvember. Þannig að ég mætti til bóndans í birtingu og auðvitað beint í kaffi og meðlæti sem voru sykurgóðar pönnukökur og þegar veiðimennirnir voru að gera sig klára til að fara til fjalla á heimaslóðum bóndans og það upp með gilinu sem virtist ekki bratt frá bænum en var samt brattara en augað héllt, en bóndin fór í klofstígvél sem kom mér á óvart en ég í Nokia nr 44 og á enn og eru enn í smá topp formi. En þessi magnaði maður er vart ekki hægt að toppa að þramma upp frá Skjaldfönn í kaf ófærð og það í klofstígvélum er ógleymalegt en hann í þessari ferð hélt áfram för sinni fram fjöllin í átt að Drangajökli og var að leita að fé en ekki rjúpu. En eftir þennan dag sem gleymist mér vart úr munni eða þannig. Smá í lokin að labba upp frá bænum Skjaldfönn með mann sem blés ekki úr nös og á þeim tímapunkti hélt ég að ég væri í fanta formi eða svo en bóndin talaði og talaði þannig að það eina sem ég gat sagt já og aftur já og eimitt. En ég sé ekki eftir þessari rjúpna ferð til virtasta veiðimans Íslandssögunnar bara geggjað en strandakallinn kom heim með 27 stk og það ár minnir mig 1986 vera mesta rjúpna veiðiár mitt þá fékk 1.178 stk og veiði mesti dagur í mínu lífi var í endaðan nóvember 1986 þá fékk ég 127 rjúpur nánast allar í túninu á Víðivöllum og dagin eftir fékk ég 72 rjúpur hér rétt við Hólmavíkurflugvöllinn og inn í Stakkamýri og í marga daga var talan 50 stk og ég fer ekki ofan af því að í þessum rjúpum sem ég fékk voru fjölmargar Grænlenskar og þær haga sér öðruvísi og eru alltaf á hlaupum og ropa meira og eru loðnari á fótunum. Góður vinur minn heitin Guðjón Arnar þaulreindur sjómaður til margra ára hann sagðist oft hafa fengið á skipið sum sé um borð stóra rjúpnahópa og stundum séð dauðar rjúpur á sjónum á milli Íslands og Grænlands og þegar rjúpurnar komu um borð eða sáust dauðar í sjónum þá var alltaf kolvitlaust veður þannig að þá hafa þær hrakist frá Grænlandi og út á hafið og vonandi flestar hafi náð til Íslands. Fyrir þá sem stunduðu Rjúpnaveiðar og höfðu hana sem atvinnugrein frá 15 okt til 23 des höfðu ágætis tekjur uppúr öllu þessu rjúpna veiði útivist, en á þessum árum var ég með einfaldan Rússa nr 12 ágætis byssa á frekar stuttu færi og síðar eignaðist ég spánskan grip sem heitir Æja sú byssa er góð á löngu færi en slær mann smá. Á þessum veiði árum mínum voru bara nokkrir kallar að veiða rjúpur en núna eru þetta margar herdeildir að brölltast upp um öll fjöll margir á bílum - fjórhjólum og sexhjólum og líka á mótorhjólum en þetta eru breittir tímar - tímar til hins verra með alskonar boðum og bönnum svo sem sölubanni bara á Rjúpu en á sama tíma var flutt inn rjúpa frá Grænlandi og Skotlandi þetta telst brjálæði af verri gerðinni. En ég á ennþá mína kúnna sem hafa samband við mig af og til og sumir eru tilbúnir að greiða vel fyrir stk, svo megið þið margfalda með sirka 5000 kalli á stk og talan er geggjuð en svona var þetta og ég skammast mín ekkert fyrir þetta rjúpna veiði tímabil mitt sem var geggað og gaf manni góðar tekjur á þeim tíma en eftir að spillingin kom til valda sem er klikkað sem hefur ráðið hér á veiðislóðum Íslands til lands og sjávar og sveita Íslands.......   
Kv JH. 

Pistill Indriða á Skjaldfönn á fésbókinni.

Eg var, eins og allar hlunnindanytjaskyttur, alin upp við að vera sparsamur á skotfæri, skjóta fuglinn á jörðu en ekki ´fljúgandi, slíkt gæfi bestan árangur og skilja helst aldrei eftir sig særða fugla. Það var ekki borist mikið á í vopnabúnaði, klæðnaði eða skóm. Við Jón á Hrófbergi gengum til rjúpna í fjárhúsastígvélunum, settum gallabuxna eða samfestingsskálmarnar utan yfir ef kominn var snjór og skotvopninn fátækleg, framann af árum. En tímarnir breittust og þéttbylisskytturnar komu til sögunnar í vaxandi mæli með marghlæður frá 'Italíu og Spáni sem kostuðu jarðarverð, þegar dýrustu gönguskóm og útivistarfatnaði var bætt við. Þeir kölluðu okkur Jón magnskyttur óalandi og óferjandi á rjúpnaslóðum. Sjálfir væru þeir sportskyttur og ekki virðingu þeirra samboðið að skjóta sitjandi fugl.Það kannast margir við þessa tegund, fara af stað frá bíl eða bæ alveg að sligast undir skotfærum og öðrum búnaði, svo taka við um heiðar og dali skotsirpurnar á eftir flýjandi fugli og svo undir kvold birtist veiðigarpurinn mun léttari á sér en um morguninn með fenginn dinglandi utan á sér,2-3 rjúpur,ekki hvítar lengur heldur blóði drifnar eins og vargatætur.Rjúpa sem fær í sig högl en sleppur á ekki langa eða bjarta framtíð fyrir sér.Eftir að hersveitir sporskyttna tóku að umgangast rjúpnastofnin margar með þeim hætti sem hér er að ofan er lýst, er alveg á tæru að afföll, eða dulinn dauði rjúpna, jafnvel í tugþúsundatali er staðreynd sem meira að segja Umhverfisstofnun hefur viðurkent. Meira um þessa villigötuskotmensku og afleiðingar hennar í næsta pistli.
  • 1