Færslur: 2009 Júlí

29.07.2009 19:04

Vegurinn frá Kaldrannanesi,fram Bakkaflóann og yfir Bassastaðarháls er nánast ófær öllum bílum.




Ekkert nema þvottabretti og aftur þvottabretti, þetta er vægast sagt skömm í hatt Vegagerðarinnar.

22.07.2009 21:33

Arnkötlu og Gautsdalir í kvöld. Verkið þokast áfram en umferð verður hleypt á vegin á haustdögum.



Ég hitti verkstjórann í kvöld sem sagði mér það að það sé stemmt á að ottandekk (bundið slitlag) verði komið á allan Arnkötludal fyrir ágúst lok, uppá Þröskulda.
Og að verkinu verði fullu lokið fyrir desember næstkomandi. Þannig að Gautsdalur verður að öllum líkindum ekki komin með bundið slitlag fyrr en á næsta ári 2010, en samt fær öllum bílum og verður snjómokstur á veginum 6 daga vikunar eftir þeim upplýsingum sem ég hef þefað uppi síðustu daga. Mikið framfaraspor er að komast á kortið í vegamálum okkar Vestfirðinga með heilsársvegi um þessa gullfallegu dali ásamt með brúnni yfir Mjóafjörð í djúpinu. Þannig að stytting vegarins á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur er um heila 80 km sem er nú talsvert mikið framfaraspor og það á Vestfjörðum.

20.07.2009 21:30

Myndasíða mín er NONNI, en þessi er blogg, mynd geymslu og Myndbanda síða. Einfalt, bara að horfa.


Ég hef varla undan að svara fólki sem vill skoða myndirnar mínar. Myndasíðan mín er öllum opin sem ég kalla NONNAN og er hægramegin á skjánum, beint undir myndinni af Hólmavík. Bara að horfa þá sést tengillin nonni.123.is mæta vel.
Myndböndin eru hér á þessari síðu sem þið eruð vonandi að skoða núna. Þrjú ný myndbönd, Grímseyjarsund og brekkusöngur með Ragga Torfa.

19.07.2009 00:33

Bryggjuhátíð á Drangsnesi 2009 sennilega sú fjölmennesta frá upphafi.


























                                                                     Fleiri myndir á NONNANUM.

16.07.2009 21:40

Fór seinnipartin uppá Kálfanesfjall á haftið sem er á milli Þiðriksvallardals og Ósdals,góð ferð.











                                                                  Fleiri myndir á NONNANUM.