Færslur: 2011 Október

29.10.2011 12:38

Karoki skemmtun var haldin í gær föstudag í Bragganum, met þátttaka - Aðalheiður Lilja sigraði
                                            Fleiri myndir hér á  http://www.nonni.123.is/

28.10.2011 16:56

Inn við Selá.25.10.2011 18:04

Drangsnes. Það hefur verið einbeittur brotavilji músarinnar að koma vélinni í gang og það tvisvar.

                           Mýslurnar vélin og Svansinn.
Svanur Hólma Ingimundarson eðalbóndi á Drangsnesi á Ströndum hafði samband við lögregluna eftir að hann hafði komið að dráttarvél sinni í gangi þar sem hún var með heybindivél á beislinu og þar spólaði hún og djöflaðist á henni. Var vélin búin að spóla sig niður á vinstra afturdekkinu sem var orðið svolítið tætt af átökunum. Við nánari skoðun hafi komið í ljós að mjög líklega hafi  orðið einhver samsláttur í rafkerfinu, þá hugsanlega vegna músagangs, og við það hafi vélin farið í gang og það tvisvar. Hvort það sé rétt að mýslurnar hafi komið þessari atburðarrás á stað til að hrella Svansann skal ósagt látið en ef það er svo þá virðist þetta vera einbeittur brotavilji mýslunnar. Vonandi er engin draugsi á sveimi á Drangsneshæðum.

24.10.2011 20:03

Ágætu Strandamenn, bæði á Ströndum, höfuðborgarsvæðinu og annarstaðar.

             FRÉTTATILKINING.

Nýlega hóf ég störf á Fasteignasölunni Landhelgi, Skógarhlíð 12 . 105 Reykjavík.

Ég býð fram þjónustu mína við þá sem þurfa bæði að kaupa eða selja fasteignir hvar sem er á landinu. Ef þú ert í kaup-söluhugleiðingum, endilega hafðu þá samband og ég mun aðstoða þig eins og kostur er. 

Með bestu kveðju

Magnús H. Magnússon Sölufulltrúi

Sími:+354-527-1040 Gsm:+354-892-3467magnus@landhelgi.is   www.landhelgi.is 

23.10.2011 21:18

Menningarferð Heilbrigðisstofnunar innan Stranda til Reykjarvíkur 22 Október 2011.


                                                 
                               Fleiri myndir eru inná nafna mínum NONNI.123.IS

19.10.2011 20:26

Myndir teknar í dag fyrir utan Heydalsána,timburfell á kambinum og fjörurusl komið í Hleinar kar


                              Timburfell á kambinum og Bæjarfell í baksýn.


19.10.2011 08:47

Félag áhugafólks um hreindýr á Vestfirði verður stofnað á Hólmavík 3 desember 2011                           Fréttatilkynning.

Félag áhugafólks um hreindýr á Vestfirði.

Laugardaginn 3 desember verða stofnuð samtök áhugafólks um "Hreindýr á Vestfirði" . Tilgangur samtakanna er að beita sér fyrir því að gerðar verði rannsóknir á heilbrigði hreindýranna, það er að segja hvort hætta sé á að þau geti smitað sauðfé af búfjársjúkdómum. Einnig að gerð verði rannsókn á gróðurfari á Vestfjörðum í þeim tilgangi að athuga hvort nægjanlegt æti sé fyrir dýrin. Félagsmenn geta þeir orðið sem eiga lögheimili á Vestfjörðum, eiga þar fasteignir eða jarðir. Þeir sem vilja gerast félagsmenn í samtökunum skrái sig sem allra fyrst á hreindyr@skotvis.is. Á stofnfundi samtakanna verður kosin stjórn þeirra, skipað í starfshópa og lög samtakanna rædd og síðan borin upp til samþykktar. Fundarstaður hefur en ekki verið ákveðinn en líkur eru þó á að fundurinn verði haldinn á Hólmavík. Undirbúningsnefndin.