Færslur: 2007 Júlí

31.07.2007 22:54

Fært til Leirufjarðar.



        

Um síðustu helgi fór jeppi og eða jeppar langleiðina til Leirufjarðar að lokaða hliðinu sem er nyrðst á Öldugilsheiðinni. Það hefur verið snjóskafl ofanlega í Unaðsdalnum þannig að það var illgerlegt að fara yfir skaflinn vegna hliðarhalla. Ekki var og er ómögulegt að fara útfyrir slóðan vegna stórgrýtis. En sum sé, nú er skaflinn nánast farin. En með þetta bölvaða hlið sem var sett á slóðann í fyrra er með öllu óleyfilegt, vegna hvers? . Þannig ef um er að ræða fjárveitingu sem er eyrnarmerkt frá ríkinu og er úthlutað sem styrk til að laga vegarslóða og eða að varna ánni Leiru frá leirusléttunum þar sem skógrækt fer fram, samkvæmt þeim upplýsingum sem eg hef aflað mér um þá styrki sem hafa verið eyrnamerktir til einhvers verkefnis svo sem vegagerð til Leirufjarðar og að fjárveitingin hafa komið frá ríkinu, þá er skýrt tekið fram að það sé stranglega bannað að loka vegi og eða vegarslóða ef að fjárveitingin hafi komið frá ríkinu, sem er í þessu tilfelli. Þannig að hliðið sem var sett upp af kröfu bæjarstjórans á Ísafirði og einhverra annara öfgasamtaka í fyrra er með öllu óheimil, og ekkert annað við þetta hlið að gera en að láta það hverfa af yfirborði jarðar sem allra fyrst. En járnkarl og haki duga vart á þessum hrikalegum urðum sem eru um alla Öldugilsheiðinna. Að reyna fara utanvið þetta ólöglega hlið er vart hægt. Burt með hliðið. Förum einhverja helgina í ágúst þegar vel viðrar,söfnum saman liði og förum alla leið.Takk fyrir.


        
        
       
        

31.07.2007 09:06

Hver á að hreinsa upp olíuna eftir andstæðinga olíuhreinsistöðvar?

Konráð Eggertsson, hrefnuveiðimaður á Ísafirði, segir að sínu mati megi þeir sem segjast frekar vilja svelta en að fá olíuhreinsistöð á Vestfirði bara svelta. Konráð segist taka undir með Flosa Jakobssyni, útgerðarmanni í Bolungarvík, í grein sem birtist á vefnum sl. mánudag þar sem hann segir tal þeirra bæjarfulltrúa sem mæla á móti olíuhreinsistöð vera ábyrgðarlaust. ?Ég vil segja við þá sem eru á móti olíuhreinsistöð að þeir hljóta að vera öruggir með vinnuna sína og hugsa ekki til hinna. Ég vil spyrja þá sem eru á móti fyrirhugaðri stöð hvort þeir ætli að hætta að nota bíla og flugvélar eða ekki. Hver á þá að hreinsa olíuna eftir þá og hvar á að skilja eftir mengunina. Ég vil koma þeim skilaboðum til Ómars Ragnarssonar og Hermanns Gunnarssonar að láta okkur á Vestfjörðum í friði, ef þeir vilja stoppa það að við fáum atvinnu til okkar skuli þeir flytja til okkar fyrst?, segir Konráð.

Konráð vill einnig minnast á þáttinn ?Í vikulokin? sem sendur var út hjá Svæðisútvarpinu á Ísafirði á dögunum þar sem Anna Guðrún Edvardsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Bolungarvík, Gylfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Vesturferða á Ísafirði og Þórhallur Arason, nýsköpunar- og þróunarstjóri Vísis á Þingeyri spjölluðum meðal annars um það hitamál sem olíuhreinsistöðin er. ?Anna og Gylfi komu mjög málefnalega fyrir en ég vil spyrja Þórhall sem sagðist hafa mjög gaman af því að keyra út um allt land hver eigi að hreinsa upp skítinn sem af því hlýst. Hann sagði í þættinum að hann væri ekki öfgamaður eða afturhaldsseggur en ég segi að hann sé bæði. Að mínu mati mega þeir sem lýsa því yfir að þeir vilji frekar svelta en að fá olíuhreinsistöð skuli bara gera það.           
Heimild bb.is 31/ 07 07.                         
Konni alltaf góður.

         Olíuhreinsistöðin í Leuna í Þýskalandi. Sveitarstjórnarmenn í Vesturbyggð og Ísafjarðarbæ skoðuðu einmitt hana í ferð sinni fyrr í sumar.

29.07.2007 16:18

Vegagerð í Gautsdal nálgast toppinn Þröskulda.

Fyrir hádegið í dag skrapp eg uppá Tröllatunguheiði til að kanna hvað verktakinn sem er að gera vegin um Gautsdal væri komin langt. Það kom í ljós að vegarslóði er nánast komin uppá Þröskulda ,sem er hæðsti puntur á milli Gautsdals og Arnkötludals. Þannig að vegagerð hefur gengið vel. Og ef til vill innan skamms tíma verður hægt að sjá vegagerðartækin bera við himinn efst í Arnkötludal, ef horft er frá Hrófá.



28.07.2007 23:14

Fyrrum vinnumaður bankar á dyr.


                                                                  Klemmi.

Á laugardaginn var, var bankað á dyr hjá mér um kl eitt, um það leiti sem eg var að legga af stað útá Drangsnes á Bryggjuhátíð. Og sá sem bankaði sagði er einhver heima og eg sagði komdu inn, en eg hélt að það væri einhver að spyrja eftir Valdimar mínum, en svo var ekki. Og upp stigann kom maður og sagði, komdu sæll og blessaður og við höfðum ekki sést í 23 ár. Og gestur minn sem var komin alla leið frá Danmörk en er frá Færeyjum heitir Klemes Andreasen Hansson (Klemmi). Þessi ágæti maður Klemmi vann hjá okkur sem rákum og áttum borvagnin Tamrock á árunum 1983 til 1985, og okkar fyrsta verk var að bora og sprengja fyrir veginum upp Norðdalinn (Steingrímsfjarðarheiðina). Og meðal verkefna sem þessi borvagn var í, var eins og áður sagði Steingrímsheiðarvegurinn og hálsgöturnar á milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar og Selstrandarvegurinn og ýmis önnur verkefni sem til féllu. En aftur að Klemma Færeyska sprengjumanns sem vann með okkur á þessum borvagn. Hann Klemmi var búin að vera á Íslandi um nokkra ára skeið við borvinnu á álíka borvögnum og þessum sem er núna á ruslahaugum Strandabyggðar. En Klemmi var á þessum árum þekkt nafn sem bor og sprengjumaður hjá Vegagerðinni og Vegagerðin mælti með honum þegar sú staða kom upp að okkur vantaði vanan sprengju og bormann. En í júnímánuði 1983 þegar borin var keyptur hringdi eg til Færeyja í hann Klemma og spurði hann hvort hann væri til í að koma og gerast sprengu og bormaður hjá okkur og svarið var já um leið. Og eg ætla ekki að fara að tjá þau samskipti sem fór á milli okkar sem stóðum að þessum borvagni né honum Klemma. En þessi tími er liðin og var á margan hátt góður þó að sumir hafi farið yfir strikið hvað græðgi snertir, en það er allt önnur ella. En alla vega var gaman að hitta hann Klemma sem nú rekur byggingarfyrirtæki í Danmörku og er með 27 manns í vinnu. Og hann Klemmi fylgist mjög vel með öllum sem hann vann með hér á árum áður og alveg fram á þennan dag.

                                                                Klaksvík.

27.07.2007 20:29

Burt með bifreiðar sem lagðar er við brýr.

Undanfarin ár hafa stangveiðifólk sem hafa verið að veiða skammt frá brúum lagt sínum bifreiðum nánast við brúarstöpulin sem er alveg ólíðandi. Bifreiðar sem hafa verið lagt við brýnar skapað mikla slysahættu.  Og ekki hefur það batnað þegar stangaveiðifólk er að veiða á sjálfum brúnum. Eg vil koma þeim ábendingum til nýráðins lögreglumanns hér á Hólmavík að taka á þessum málum. Það er með öllu óþolandi að veiðifólk hagi sér svona. Svona lagað skapar mikla slysahættu. Burt með veiðifólk og bifreiðar við brýr landsins.



Við Selá í Steingrímsfirði í dag.

26.07.2007 21:39

Mótmælendur Saving Iceland er klikkað lið.

Saving Iceland, hvaða vitleysingar eru þetta og hvaðan koma þessir skemmdarvargar, af hverju eru þessi geðveiku auðnuleysingar ekki reknir úr landi til síns heima þar sem þeir eru best geymdir, ásamt þeim villingum af íslensku kyni sem hafa farið eins og verstu afbrotamenn um landið okkar Ísland. Það eina sem þetta hyski gerir er að láta bera á sér í flestöllum fréttatímum og blöðum sem eru á Íslandi. Í rauninni eru þessi skoffín vart til viðræðu hæf vegna heimsku. Einn af þessum skemmdarvörgum var í Kastljósþætti fyrir örfáum dögum, það kom ekkert vitiborið frá þessum snepli sem sat á móti Helga Seljan, sem vissi hvorki upp né niður um eitt eða neitt, bara að vera á móti nafninu stóriðja/álver . Eg skil ekki fréttamenn almennt, þeir eru alltaf að þefa það lið uppi sem er á móti virkjunum/nafninu stóriðju. Eg er farin að halda það að megnið af íslenskum fréttamönnum og konum séu komin með mikla veiki, stóriðjuveikina á heilann, við tölum bara við þá sem eru að mótmæla og eru svo sannarlega á móti allri stóriðju. Þannig fréttalið höfum við ekkert að gera með. Olíuhreinsistöð til Vestfjarða er skýrt dæmi um fréttaflutning fréttamanna, oftast er talað við þá sem eru á móti slíkri starfsemi. Samanber fréttaflutning af Leirufjarðarslóðanum sem eg fer að fara bráðum í fjórða sinn, alltaf talaði Finnbogi Hermannsson við Halldór Halldórsson Bæjó en aldrei var talað við eiganda vegarslóðans. Þannig að burt með allt þetta kjaftæði sem hefur dunið á okkur Íslendingum, Saving Íceland rekum það úr landi fyrir fullt og allt og fréttamenn tali líka við hina sem viljum lifa í sátt og samnlyndi við fjöll og firði og virkjum það sem okkur þykir hagkvæmt að gera, svo sem olíuhreinsistöð á Vestfirði. Svipað efni. Svipað efni. Áskorun til Saving Iceland.  Fréttir stöðvar 2, 25 júlí



25.07.2007 21:42

Vitjað um í morgun.





Í morgun var þessi veiðimaður að vitja um netið sitt út af fiskmarkaðinum. Ekki er vitað hvort hann hefði fengið þann stóra. Þá er bara best að fara kanna hvort það séu til net í höndlarabúðinni hér á staðnum.

25.07.2007 21:39

Bíll skemmdur um síðustu helgi.



  
Um síðustu helgi var brotin hliðarrúða og spegill og hurðin dælduð á vörubíl sem stóð skammt frá Drangsnesi. Sennilega var þetta gert aðfaranótt föstudagsins 20 júlí ?. Síðustjóri þessa vefs tók eftir því á laugardagin var að þegar hann ók framhjá bílnum vantaði sólarglampan á hliðarrúðuna og þá fór síðustjórinn að kanna málið nánar og og sá hvað hefði verið gert. Ekki er vitað hver eða hverjir gerðu þenna ósóma. Ef einhver veit um hver og eða hverjir gerði þetta er sá vinsamnlega beðin að hafa samband við síðustjóran og eða eiganda vörubílsins.

24.07.2007 20:53

Fyrsta skóflustungan tekin.



 

 
Í dag var fyrsta skóflustungan tekin fyrir parhúsi sem mun standa við Miðtún vestan við Ksh. Það er stefnt að því að reisa parhúsið sem mun koma í einingum frá Eistlandi seint í september. Og ef til vill verður annað samskonar parhús reist við Miðtún nú í haust. Það er talsverð eftirspurn eftir íbúðum/húsum hér á Hólmavík og að öllum líkindum verður svo byggt einbýlishús við Lækjartún einhvertíman á næstunni. Þannig þó að þrengi hjá þeim sem gera út báta vegna skerðingar Sjávarútvegsráðherrans á þorski, hafa smiðir gröfu og steypu verktakar haft næg verkefni og er mikið framundan hjá þeim.



Reyndar. Þórður Sverrisson gröfusérfræðingur Strandabyggðar og Ksh.


22.07.2007 20:13

Bryggjuhátíðarmyndir 21 júlí 2007.

                                   Fleiri myndir eru að finna hér.







21.07.2007 18:12

Bryggjuhátíð 2007.

Bryggjuhátíð í fyrra 2006 var sú flölmannasta í þau 11 ár sem þessi góða skemmtun hefur verið haldin. En Bryggjuhátíðin í ár 2007 er svo sannarlega búin að slá aðsóknarmet frá því í fyrra. Þetta er tólfta Bryggjuhátíðinn sem haldin hefur verið og sú fjölmennesta. Og veðrið í dag var gott,hlítt og smá andvari og sólin skein nánast alltaf.    Fleiri myndir á morgun.







            Boltin er að leka innfyrir. 3 , 2 var lokastaðan fyrir Dragsnesi.

20.07.2007 17:55

Fjölmenni er samankomið til Drangsnesar.

Í hádeginu í dag var talsvert meira af tjöldum og húsbílum komið til Drangsnesar vegna Bryggjuhátíðar sem byrjar formlega á morgun. Ég tók nokkrar myndir í dag og í fyrradag á Drangsnesi. 





   


 

20.07.2007 17:48

Björgunarsveitin Björg á Drangsnesi fær nýjan björgunarbát.

Björgunarsveitin Björg á Drangsnesi var að fá nýjan og hraðskreiðan björgunarbát frá breska hernum í Englandi. Þessi nýi bátur Bjargar sem heitir Pólstjarnan er lítið sem ekkert notaður og vonandi þurfa Bjargarmenn ekki að nota bátin mikið til leitar og eða hjálpar. Þetta er glæsi fley á allan hátt og vefstjóri þessa vefs óskar Bjargarmönnum hjartanlega til hamingju með þetta fallega skip.



Þarna eru bjargarmenn að hluta þeir Friðgeir Höskuldsson kafteinn,Halldór L.Friðgeirsson formaður björgunarsveitarinnar Bjargar og Hilmar Ingimundarsson gjaldkeri sveitarinnar.   

19.07.2007 22:41

Þrír félagar telja sig hafa leyst gróðurhúsavandann.

                                                Skoðið þessa merku frétt.


17.07.2007 23:39

Skrítið samspil sólar og skýja.



 
Seint í gærkveldi rak eg augun í furðu skrítið fyrirbrigði norðanvert við sólu. Þetta fallega og skrítna ljósendurkast myndast að eg held frá ískristöllum vegna mikils hitamunar í lofthjúpinum. Ef einhver hefur séð þetta væri gaman að sá myndi upplýsa netverja hvernig hann hefði séð þetta fallega samspil náttúruunnar og alheimsins alls.

16.07.2007 22:39

Bryggjuhátíðin á Drangsnesi um helgina.

Nú eru Drangsnesingar að gera allt klárt fyrir Byiggjuhátíðina sem verður haldin um næstkomandi helgi. Eg tók nokkrar myndir í dag af útimyndasýningunni sem er í ár, myndir af flestöllum húsum sem eru í Kaldrannaneshrepp. Meira um hátíðina þegar nær dregur helginni.Drangsnesvefurinn, kíkið á hann.



 









15.07.2007 23:01

Nýr vegur boðin út síðla vetrar 2008.


Eftir eitt og hálft ár verður hægt að keyra á bundnu slitlagi frá Drangsnesi til Reykjarvíkur eftir þeim fréttum sem bæði hafa verið í útvörpi/sjónvörpi og flest öllum blöðum og netmiðlum sem gefnir eru út á Íslandi. Eg er búin að sjá væntanlegt vegastæði sem er frá Svörtubökkum um 1 km fyrir framan Hrófberg og þaðan fer vegurinn í löngum sveig fyrir neðan hólmanna og þónokkuð fyrir neðan Stakkanes og meðfram landinu í fjöruborðinu eða um það bil og fyrir neðan Grænanes og kemur svo í sveig uppá veginn inná svokallaða Grænanesmela. Og svo aftur byrjar nýr vegur ekki fyrr en innanvert við Krókinn og þessum vegaspotta lýkur svo rétt fyrir utan Bekkina. Nýji vegurinn sem fer um Bekkina fer svolítið neðar en gamli vegurinn er. Með að fara með veginn yfir ósinn líst mér vel á, og að fara með veginn fyrir neðan Grænanes er sömuleiðis gott. Þannig ef á að taka mark á Gísla Eiríkssyni yfirspekulant hjá Vegagerðinni á Ísafirði þá verður þessi vegaspotti boðin út síðla veturs 2008.


14.07.2007 21:06

Íþróttamót ? Gautsdalakokkur og húsbílar.



     


Í dag var haldið héraðsmót Strandamanna á Sævangi í ágætis veðri en nokkrum strekkingi. Nú audanfarin ár hafa almenn íþróttamót minnkað. Færri keppendur og sárafáir áhorfendur hafa mætt á svona mót. Í gamla daga? komu það margir bílar til Sævangs að það var að skilja þá utan girðingar, en núna voru bílarnir kannski 30% af því sem það var 1980.


                                       Ása María Hauksdóttir gæðakokkur.



 Eftir hádegið í dag skrapp eg til kokksins sem er með allmarga kalla að kokka ofaní þá sem er að gera vegin í Gautsdal. Kokkurinn er strandakona í húð og hár og er frá Drangsnesi og heitir Ása María Hauksdóttir sem er nýflutt til Búðardals. Eg fékk kaffi og bakkelsi hjá Ásu eins og endranær, enda er hún mikill matgæðingur og fyrirtaks kokkur á alla kanta. En eg kíkti upp uppí Gautsdal eða öllu heldur uppað fossinum. Og þessi mynd sem eg tók í dag af veginum sem er rétt fyrir ofan fossinn, þar fer vegurinn yfir ána til vinstri og svo er hægt að bera saman þessa mynd og þær myndir sem eru hér örlítið neðar á síðunni,sumsé 3 yfir Gautalsána að óþörfu.



Á tjaldsvæðinnu hér á Hólmavík er hellingur af flottum húsbílum. Sjaldan hefur verið jafn mikið af húsbílum á tjaldsvæðinu, enda er og hefur verið rjóma blíða vel á annan mánuð á Strandasvæðinu.

13.07.2007 22:14

Hugað að fleytunni.

Dallurinn snurfusaður. Um miðjan dag í dag var þessi sómamaður með gráa hárið eins og síðustjórinn, að snurfusa sitt fley á alla kanta.



  
  



12.07.2007 22:35

Vegir í Bjarnarfirði eru vart færir ökutækjum.

Eg sem póstur sem fer álíka langa leið á degi hverjum og ef eg færi til Reykjavíkur sem er vel á þriðja hundrað kílómetrar, tel eg mig vita hvernig vegirnir eru frá degi til dags og svo framvegis. Vegurinn frá Drangsnesi og til Bjarnarfjarðar er frekar í lélegri kantinum og hefur verið það ansi lengi. En nú síðustu daga hefur vegurinn frá Kaldrannanesi og fram að Urrriðaánni verið nánast ókeyrandi vegna þvottabretta. Það ætlar allt að hristast í sundur bæði í bíl og inní bílnum. Sumir hafa hrist svo míkið í bílum sínum að gleraugu sem ökumaður og farþegar höfðu á nefinu skutust af þeim stað sem þau áttu að vera á. Þannig að Vegagerðin verður að gera meira en að hefla og bleyta veginn. Það vantar allt bindiefni í þennan veg sem er ekkert, og sömu sögu er að segja frá veginum frá Klúku og út að Ásmundarnesi. Sum sé þetta eru skilaboð frá póstinum til Vegagerðarinnar, gerið meira en að míga á handónýta vegi. Bindiefni frá malaranum sem er að mala efni við Vík á Selströnd er kjörið í þennan handónýta þvottabrettaveg. Sum sé þetta er mjög góður fóstureyðingarvegur.

                                                Þvottabretti af verstu gerð.

                                                       Urð og grjót.

                           Gamli NMT síminn hverfur ofaní þvottabrettin.

12.07.2007 22:31

Léttfar á Hólmavík.





 Þessi litla rella frá Blöndósi var í gær,af og til á vellinum hér á Hólmavík.

11.07.2007 21:33

Framkvæmdir í Gautsdal.

Seinnipartin í dag lagði eg leið mína uppá Tröllatunguheiði og meiningin var að rölta frá Langavatninu og yfir í efsta hluta á Gautsdal til að sjá hvað verktakinn sem er með vegalagninguna í Gautsdal og Arnkötludal væri komin langt. Og eg stefndi á að giska fjóra kílómetra fyrir neðan Þröskulda, efsta hluta Gautsdalar. En eg þurfti að labba talsverðan spotta niður dalinn til að sjá vinnuvélar verktakans sem er komin á að giska 7 kílómetra frá núllpunkti sem er að öllum líkindum þjóðvegur nr 60.

En enn og aftur er eg rasandi yfir vitleysunni í hönnuði á þessum vegi og öðrum vegum sem Kristján Kristjánsson verkfræðingu hjá Vegagerðinni (Stjáni hlykkur) er að gera og margfalda kostnað vegarinns. Til dæmis sá eg eins og myndirnar sýna glögglega að vegurinn rétt fyrir ofan fossinn í Gautsdal fer hlykkurinn með veginn yfir ána á þremur stöðum. Eg bara spyr er maðurinn alveg klikkaður meira en hlykkjaður, einhver væri búin að reka svona hlykkjóttan hönnuð og það á vegi sem á að vera framtíðar vegur okkar Vestfirðinga. Hver óþarfa hlykkur skapar mikla hættu ef hálka myndast á veginum ásamt hvössum vindi. En það skal tekið fram að verktakinn er að gera akfæran slóða uppað Þröskuldum, eimmitt þar er aðal efnistakan (náma) í þennan blessaða veg.

En að öðru leiti virðist verktakinn vera eitthvað á eftir áætlun. Hann á eftir að gera akfæran slóða uppað Þröskuldum sem er á að giska 5 til 6 kílómetrar frá þeim stað sem slóðin endar skammt frá Gautsdalsánni, sem eimmitt þar á vegurinn að fara yfir ána í þriðja sinn frá fossinum. Myndirnar tala sínu máli,svolítið óskírar.




                                Sjáið þetta vegurinn yfir ána í annað sinn.


Þessi mynd er tekin vestan megin í dalnum,og myndatökumaðurinn er komin yfir ána.




 Hérna sveigjir vegurinn frá vinstri til hægri og fer yfir ána á óskiljanlegan hátt.
 
                    Hérna fer vegurinn yfir ána í þriðja sinn frá fossinum.


                              Hér endar mælingin vestan megin við ána.

        Efsti hluti Þröskulda þar sem vegurinnn mun fara um, er til hægri.

10.07.2007 22:38

Byggingar og höfnin.

Það er allt að ske á Strandasvæðinu. Ólafur Ingimundarsson á Svanshóli er í óð og önn að gera fjárhúsin klár undir smíðaverkstæði. Og svo er í kortunum hjá Ólafi að byggja eitt stykki sumarhús rétt fyrir neðan reykkofann á Svanshóli. Það er fyrrum kennari í Klúkuskóla sem fær lóð undir húsið sem á að fara að byggja. Og inní Kollafirði er byrjað að byggja íbúðarhús á bænum Litla Fjarðarhorni, fyrir utan önnur sumarhús sem eru um það bil að fara í byggingu.

Og hér á Hólmavík er verið að gera mikla bragabót á smábátahöfninni. Og það bætist við ný flotbryggja, þannig að þær verða tvær. Og í dag átti að fara með fjóra toghlera á bátnum Grímsey ST 2 en það varð að hætta við það vegna þess að Grímsey ST 2 rak botninn niður í sandinn ásamt öðrum vandamálum sem eg kann ekki að nefna.

Og í dag voru presthjónin (prestakallið) að blessa yfir land og lýð á þaki á næsta húsi.


                                                                Svanshóll.
                Ólafur Ingimundarsson fær teikningarnar af sumarhúsinu, með póstinum.


                                        Smíðaverkstæðið á Svanshóli.


                                              Grímsey ST 2

              
                                                        Dóri hvað.

                                      Á leið með hlerann að flotbryggjunni.


                                                    Prestakallið að störfum.


                                                          Vel unnið.

                                                     Litla Fjarðarhorn.

09.07.2007 20:05

Myndir.

Myndefnið er frá 7 og 8 júlí og er tekið frá Vatnsfirði, við Flókalund, Patreksfirði, Kollsvík,Bíldudal, Reykjarfirði, Trostanfirði, Arnarfirði, Dýrafirði, Ingjaldsandi og frá Ísafirði og fleirum stöðum. Njótið myndanna.

Mynd númer 63

Mynd númer 82

Mynd númer 88

Mynd númer 28

06.07.2007 13:28

KOLVIÐARBULLIÐ 2007.



Skelfilegt er að heyra þessar auglýsingar frá fyrirtækjum sem auglýsa bíla, til dæmis hefur Bílaumboðið Hekla verið fremst í að auglýsa kolviðarbullið, sem er ekkert annað en hreint kjaftæði. Ef þú kaupir bíl frá þeim þá er hann kolviðarjafnaður með hríslum, trjám. Og nú í gær heyrði eg auglýsingu frá flugfélagi sem var á þá leið ef þú flýgur með mér þá er nafn þitt kolviðarjafnað í einhverjum x hríslum. Og ef verður byggt álver við Húsavík þá ætlar bæjarstjórn Húsavíkur að gróðursetja átján milljónir af trjám sem eiga að éta upp þá mengun sem hlýst af álverinu sem verður ef til byggt á Húsavík. Og eg fór inná kolvidur.is/ og sá þá allt þetta bölvað bull sem er þar. Tildæmis á jeppinn minn að vera eftirfarandi svona.

Heildarlosun vegna ökutækis árið 2007 er 22.2 tonn af koldíxíði.
Til að kolefnisjafna þarf að gróðursetja 208 tré.
Til Greiðslu vegna jeppans árið 2007 er 32.039 kr ef ekið er 70 þús km.

Ef nafnið helber lygi er til þá er þetta alversta lygi og bölvuð þvæla sem hefur verið fundin upp einvörðungu vegna sölubrellna Bifreiðaumboða og annara hagsmunaaðila sem eiga hlut að máli. Meira um þetta bull síðar.

05.07.2007 21:44

Skothús ? vegagerð og fornminjar.



Skothús á hjólum. Nú hafa refaveiðimenn sem hafa stundað refaveiði til fjölda ára látið smíða fyrirsig færanlegt skothús á hjólum með öllum flottustu þægindum innanborðs. Veiðimennirnir hafa rúm til að hvíla lúin bein eftir langa vöku og svo er hitunargræja í húsinu og ljós og einhvað fleira. Þá er bara bíða og sjá hvernig veiðihúsið kemur út á komandi vetri.



 
Vegagerð á Selströndinni þokast áfram hjá þeim Kubbamönnum.









Hveravík. Fornleifarannsóknir í Hveravík hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Og ýmislegt frá tímum Baska er stöðugt að koma í ljós.

04.07.2007 00:49

Að loknum Hamingjudögum.

Eg sem einn af þeim mörgu sem kom nálægt framkvæmd og skipulagningu Hamingjudaga með auðvitað framkvæmdastjórann snjalla í brúnni sem bar höfuð og herðar hátíðarinnar á herðum sér með miklum sóma. En stuttlega ætla eg að fara yfir þá liði sem mér finnst hafa verið okkur til mikils sóma. Laugardagur 30 júní 2007. Því er nú ver og miður missti ég af kassabílarallíinu sem fram fór á milli klukkan 11 og 13 á laugardeginum. En sú útiskemmtun sem fram fór í svonefndum kirkjuhvammi og bryggjunni var að mínu mati mjög góð og eins um kvöldið þó að þokuskömmin hafi læðst inn fjörðinn rétt eftir átta. Og ekki má gleyma þeim gómsætu tertum sem hólmvískar hamingjusamar konur hér í bænum bökuðu sem eftir var tekið, þó víðar væri leitað. Takk fyrir allt þetta.

Reglugerðarbullið Sýslumannsins á Ísafirði var og er algjör skömm.

Ballið sem var haldið hér á Hólmavík á laugardaginn var, var gott og hljómsveitin var alveg frábær og hún Heiða okkar toppaði ballið. En það var einn hnjóður á gjöf njarðar sem var skipun frá Sýslumanninum á Ísafirði sem setti ljótan blett á góðan dansleik. Sýslumaðurinn á Ísafirði skipaði dansleikjahaldaranum að ekkert vín mætti sjást innandyra og eða uppá borðum inní félagsheimilinu, vegna þess að aldurstakmarkið, leyfi vegna dansleiksins var miðað við 16 ára. Þannig að unglingarnir sem voru á bilinu 16 til 18 ára og jafnvel uppúr skelltu í sig bjórnum utandyra og fóru svo síðan inn og urðu sum hver illa drukknir vegna þessarar vitleysu Sýslumannsins á Ísafirði eða hreinlega fóru ekkert inn. Hvort er betra að unglingarnir á þessum aldri séu inná ballinu með bjórinn sinn eða einhvers staðar útá víðavangi, því hér á svæðinu var alveg hellingur af aðkomuunglingum og alltof margir án foreldra. Og sumir brugðu á það ráð að koma með bakpoka fulla af bjór inní húsið sem síðan mátti ekki hafa bjórinn á borðum að skipun Sýslumannsins á Ísafirði, bilun og bölvað bull og klúður Sýslumanns (hroki og vanhugsun).

Þetta sem eg set hér á mitt blogg er allt satt og eg hef kynnt mér málavöxtu sem varðar þetta umrædda ball sem að öðruleiti var gott. En þetta kostaði það að tugir manna og kvenna snéru frá að koma á ballið vegna þess að það tók alltof langan tíma að komast að sölulúgunni og þeirra tafa sem urðu vegna þeirra áðurnefnda ákvörðunar Sýslumanns. Þannig að þetta kostar það að á næstu Hamingjudögum 2008 verða aldurstakmörkin til að komast inná ballið 18 ár en ekki 16. Eg skil ekki hugsun Sýslumanns sem er útúr öllum heilbrigðum kortum nútímans. Þetta segir manni það að Sýslumaðurinn á Ísafirði á ekki börn í þessum aldurshópi.

En í lokin vil eg sérstaklega þakka vini mínum Bjarna Ómari Haraldssyni framkvæmdastjóra Hamingjudaga fyrir frábært starf sem fáir geta farið í eins og hann hefur gert, sem er alveg frábært. Og líka vil eg þakka björgunarsveitinni Dagrenningu sem vann gott starf en fékk skammir í andyrinu að ósekju vegna vitleysu Sýslumanns. Og öðum sem komu að þessum Hamingjudögum fá góðar þakkir . Takk fyrir mig.

Mynd númer 97


01.07.2007 22:38

Hamingjumyndir.

Skoðið nokkrar Hamingjumyndir HÉR.

Mynd númer 128

Mynd númer 129

  • 1