Færslur: 2009 Febrúar

28.02.2009 21:30

Prófkjör eru að fara í fullan gang á fróni. Framboðsnaglasúpukokktell virðist það vera í N-V-K.

  

Frambosðmál eru um það bil að skella á landanum um þessar mundir. Sumir hlaupa útundan sér og yfirgefa þann flokk sem hann var kosin í, sem er vanvirða við þá kjósendur sem kusu þann mann/menn, og það verður að koma inní kostningalög og breyta þessari reglu þannig að ef þingmaður sem kjósendur kusu og komu honum inná þing, og ef sá hinn sami vill yfirgefa þann flokk sem hann var kosin í, þá verður sá hinn sami að yfirgefa flokkinn tafarlaust og kalla inn fyrsta varamann til þingsetu á hina háa Alþingi.

Eins og þetta er núna með þá sem hafa yfirgefið flokkinn sem þeir voru kosnir til, Kristinn H. Gunnarsson og Jón Magnússon ættu ekki að getað flakkað á milli flokka eins og þeir hafa gert undanfarin ár, sem er þvílík skömm og hneisa fyrir þá sjálfa og svo gefa þeir skít í þá kjósendur sum kusu þá inná þing í síðustu alþingiskostningum.

 

Framboðsmál og frambjóðendur í Strandabyggð spretta upp eins og gorkúlur. Í það minnsta 4 eru í framboði og það hjá grænungunum VG.

 Sumir halda að grasið sé grænna hinumegin við lækinn, hvort það sé, reikna ég ekki með. Hvað er græningi? , er græningi grænn í framan, eða er græningi grænn af öfund annarra og stærri flokka en sá Íslenski græningjaflokkur sem er nemdur VG, Vinstri Grænir.

Þetta er svolítið magnað að í litlu sveitarfélagi eins og Strandabyggð er skulu vera í það minnsta 4 frambjóðendur sem eru að bjóða sig fram til þingsetu, er þetta kannski Íslandsmet, miðað við íbúatölu í Strandabyggð sem er um 490 manns.

Þetta er örugglega ágætis fólk, og ég þekki nokkuð vel 3 þeirra af hinu góða, en þó talsvert 2 þeirra í sögukenndum stíl, sem hentar ekki ræðupúlti og tíma þeim sem gefin er í ræðupúlti Alþingis. Þó er spurningin, ef þetta ágæta fólk kemst til áhrifa og valda, hvað mundi það vilja gera fyrir okkur aumingjana sem búum hér? .

Ekki vill það veiða neinskonar Hvali, og ekki má hreifa við neinni þúfu, hvað þá ám, ekki vill það Álver né Olíuhreinsistöð, hvað þá veg frá Öldugilsheiði að Drangajökli, sem er bara smá spöl, innan við 3 km. Það geta ekki allir lifað af ferðaþjónustu og skoðað Hvali og gaggandi refum í Vestfirskum fjöllum eins og sést hefur á öðrum vefmiðlum.

Og ekki vill VG fá Hreindýr til Vestfjarða, sem er alveg óskiljanlegt. Hreindýr mundi skapa talsverða vinnu og þónokkra fjármuni til þeirra landeiganda sem dýrin væru á.

Ég hef aldrei skilið þá stefnu sem fyrrum Kommar voru með og síðar Skallagrímur formaður VG, að vera alltaf á móti öllu sem er ekki gott.

Stefna sú sem VG er með, er mér óskiljanleg, hvernig fólki hugnast að kjósa slíka stefnu sem er um aðeins eitt, að vera á móti öllu sem skapar störf eins og hér á Ströndum sem getur vel farið saman við ferðaþjónustu og fjalla-jökla-Lambatinds-Glámu-Leirufjarðar og svo framvegis ferðir jamt á sumri sem vetri, og að endingu er fásinna að halda því fram að Hvalaskoðun og Hvalveiðar geti ekki vel farið saman, Hvalaskoðun og Hvalveiðar eiga vel saman annað er kjaftaði og heimska.

Við skulum ekki láta öfgasinnan Árna Finnsson vera að hræra í okkar hausum. Við skulum hræra í okkar hausum sjálf og nýtum þær auðlindir sem landið og miðin hafa uppá að bjóða, sem er talsvert af, sem við sjálf verðum að gera og framkvæma. Gangið hægt um gleðinnar dyr.

25.02.2009 22:33

Það snjóaði talsvert norðanmegin í Steingrímsfirðinum í nótt og í dag.

  
         Halldór Jónsson að fara í gegnum hriggin uppaf Kleifum um 11.20 í morgun.

23.02.2009 22:35

Allir leggja gott til Sigmundar. Frétt á Vísir.is

 
Ég held að þetta sé misskilningur og víst er að hann á engum að mæta nema vinum, að minnsta kosti í þeim hópi Samfylkingarinnar sem ég tilheyri. Þar hefur enginn maður nema gott til hans lagt," segir Össur Skarphéðinsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugssonar, formaður Framsóknarflokksins, hefur sakað Samfylkinguna um rógsherferð gegn sér.

"Hann er kominn af slíkum Strandamönnum, til að mynda Magnúsi hreppstjóra á Hrófbergi, langafa hans, sem lét klípa af sér löngutöngina þegar hann fékk mein í hana. Þeir sem eiga rætur að rekja til slíks karlmennis eiga ekki að kveinka sér þótt einhverjir strákar híi á þá á vefsíðum."- kóp     
                                     ....
Heimild Vísir.is

21.02.2009 22:08

Bílainnbrotsþjófur rústar sportbíl sem átti að fara gera við.

Fyrir nokkrum dögum síðan var sportbíl sem er í eigu Ágúst Guðjónssonar rústað og mörgu stolið úr honum. Túrbínuni var stolið, öllum hátölurum, mælaborð var sömuleiðis rústað og leiðslur slitnar úr sambandi.

Ef einhver veit um hver gerði þetta, þá er hann/hún vinsamlega beðin að hafa samband við eiganda bílsins Ágústs Guðjónssonar sem bíður viðkomandi góð fundarlaun.


  
  
  
  
  
  

18.02.2009 22:38

Útrásarvíkingar í timbri. Ólafur Elíasson listamaður kaupir þetta timbur sem fer til Berlínar.

                                                 Guðjón Kristinnsson frá Dröngum.
                                 Guðjón og verktakin Ágúst Guðjónsson.
                                             Timbrið sett í gámin.
                                                      Allt að gerast.
                                                     Tosað inn í gámin.


Drangarvíkur jarlinn á stöngunum.

14.02.2009 17:59

Skrapp upp að Lambatindi í dag og lét myndavélina vinna það sem hún átti að gera.

 
 
                                                  Fleiri myndir eru hér á NONNANUM.

13.02.2009 23:09

Þetta er bílagatan Miðtún.

  
  

08.02.2009 20:10

Skíðamót var haldið inná Stað í dag.

 
 

                                                 Klikkið hér á fleiri myndir á NONNANUM.

02.02.2009 22:36

Glampandi sóla og stafa logn og talsvert frost á Ströndum í dag.

 
    
  
 
  
  
  
  
    

01.02.2009 19:19

Þorrablót var haldið á Hólmavík í gær.

 
                                                          Fleiri myndir er á Nonnanum.
  • 1