Færslur: 2008 Apríl

30.04.2008 22:32

Stórbændur sækja áburðin sjálfir til Hólmavíkur.

Stórbændurnir frá Smáhömrum og Þorpum voru að taka sinn áburð í dag þegar eg átti leið inná tangan í dag, einnig var skíðagarpurinn frá Tröllatungu í sömu erindagjörðum. Þessir miklu garpar eiga margar andvökunætur í vændum, sauðburður byrjar hjá þeim flestum 5 maí næstkomandi. Þannig það er og verður mikið um að vera í sveitinni hjá þeim og öðrum bændum eins og alltaf á þessum anna tímum.

Höfn 337

Höfn 333
  Höfn 348 
Höfn 347

29.04.2008 22:49

Brusselbáknið er að drepa okkur Íslendinga. Græna liðið er ekkert betra, hver sem það er.

Umhverfisnemnd.Skipulagsmál 7 apríl 07 081

TILSKIPUN FRÁ BRUSSEL. Tilskipun frá Brussel, ekki frá Moskvu. Aumingja meiraprófsfólkið (eg líka) (vörubifreiðarstjórar, ekki eg núna) skulu fá að finna fyrir hvar þeir keyptu (ekki ölið) eða meiraprófið.  Nú er komin inná borð á háa Alþingi tilskipun frá Brussel á þá lund að allir þeir sem hafa tekið meirapróf skulu á 10 ára fresti fara á upprifjunnarnámskeið hálfgert próf til að hann, vörubifreiðarstjórinn megi keyra vörubifreið næstu 10 árin. Og að viðkomandi vörubifreiðarstjóri sem fer á svona upprifjunnarnámskeið og nær ekki 70% spurningum réttum verður að fara í nýtt meirapróf sem kostar núna um og yfir 400 hundruð þúsund.  Eg vona svo sannarlega að löggjafarsamkundan við Austurvöll hendi þessari fáranlegri tilskipun frá Brussel á ruslahaugana. Því er nú ver að alltof margar tilskipanir sem koma frá Brusselhyskinu sem lifir þar og dafnar feitt á Evrópulöndunum sem eru þar innandyra. Ísland hefur ekkert að gera með að fara inní þessa Brusselmafíu eins og hún birtist okkur Íslendingum. Evran eða krónan, krónan eða evran kemur mér ekkert við og er orðin hundleiður á þessu evru stangli sí og æ. Tilskipun frá Brussel hvað það sem það nefnist NEI TAKK.   Stutt inskot um mismunun á hvíldartíma bifreiðarstjóra yfirleitt. Ef eg man rétt að þannig ef  heildarþyngd bifreiðar fer yfir 5 tonn þá verður bifreiðarstjórin að stoppa sína bifreið á 4.5 tíma fresti og 20 mínútur í hvíld. En ef bifreiðarnar eru undir 5 tonnum þá má ökumaðurinn aka allan sólarhringin. Litlu rúturnar sem eru ornar margar á vegum landsins eru flestallar undir 5 tonnum. Og leigubílstjórarnir mega aka þvers og krus allan sólarhringinn án þess að nokkur opni einu sinni kjaftinn. Er þetta ekki hrein og klár mismunun ? jú.

ER GRÆNALIÐIÐ AÐ VERÐA VITLAUST. Og aftur inná Alþingi. Í dag heyrði eg það í einhverjum fréttatímanum að það væri komin tillaga frá græna liðinu sem er inná Alþingi að búa til Umhverfisgjald á eldsneyti takk fyrir. Eg hélt að eg hafi heyrt rangt en það var ekki. Græna liðið sem er inná Alþingi vill setja 25 króna umhverfisgjald á hvern seldan lítra af eldsneyti. Eg segi nú ekki meira en það, er Alþingi okkar Íslendinga (græna liðið) að vera vitlaust. Nú er eg alveg hættur að skilja þetta ruglumkollulið sem þar situr. Er ekki eldneytisverð á Íslandi nógu andskoti hátt. Eg hef fundið fyrir þessum hækkunum sjálfur. Ætli maður geri ekki sama og hann Villi gerði og fái sér vespu eða hvað.         Skoðið þessa 50% Strandamannafrétt.

28.04.2008 22:53

Villi Sig og frú ferðast núna um á vespu.

Höfn 312

Höfn 314

Þegar bensín og allar olíuvörur hafa margfaldast í verði og þar að auki flestallar nauðsynlegar vörur til þess að geta skrimt af og komist á milli a og b, þá er ekkert annað að gera en að fjárfesta í sparneytnu faratæki sem eyðir nánast engu og bensíntankurinn dugar örugglega í einn mánuð eða svo, þá er það auðvitað vespan sem eg er að tönglast á, sem Vilhjálmur Sigurðsson sjósóknari sem fjárfesti í slíku tæki sem kostaði lítið sem ekki neitt, eða um 12 olíu áfyllingar á Patrolin. Þannig að nú sjáum við Villa og Júllu þeysast um á vespunni fram og til baka þvers og krus til allra átta. Örugglega munu fleiri feta í fótspor Villa og kaupa sér vespu á þessum kreppu og verðbólgu tímum.

28.04.2008 22:49

Stór steinn féll á veginn við Hvalsárhöfðann.

Höfn 311

Á þessum sólarhring að öllum líkindum hefur þessi stóri steinn farið að ferðast til vegarins við Hvalsárhöfðann. Eg tók ekki eftir honum þarna í gær, en það sést ekki á myndinni að hann hefur farið uppá veginn. Allavega þurfti hefil til að ýta honum uppí vegrásina.

27.04.2008 21:24

N 1 reisir nýjan ekki Staðarskála í botni Hrútafjarðar.

Höfn 287

Höfn 277

Höfn 281  
Á ferð minni um Hrútafjörð um helgina sá eg byggingu skammt frá Fjarðarhorni sem N 1 er að byggja sem á að koma í staðin fyrir Staðarskála og líka Brúarskála sem verða lagðir niður. Vegagerð um botn Hrútafjarðar virðist ganga vel en samt er talsvert eftir að gera, verður sennilega fullkláraður á næstu vikum.

24.04.2008 22:27

GLEÐILEGT SUMAR. Kirkjan, gamla Ksh, og annað myndefni.

Gleðilegt sumar síðuskoðendur. Eg hef skrifuð orð núna í lágmarki en læt ykkur í staðin skoða nokkrar myndir sem eg hef tekið í dag og í gær og líka í fyrradag. Á þriðjudaginn var voru í Hólmavíkurkirkju vortónleikar tónskóla Hólmavíkur eg tók nokkrar myndir frá þeim atburði, og í dag var gamla Kshið tekið formlega í notkun og fólk kom í búntum til að skoða gamla hjallinn sem virðist vera komin í nokkuð gott lag miðað við hvernig það var fyrir endurbyggingu. Klikkið hér á nonna myndir til að skoða nýjustu myndirnar.  Og mér tókst að setja eitt stykki myndband inná myndasíðuna mína (myndbönd) sem er efst vinstra megin á vídeosíðunni sem eg tók upp í Hólmavíkurkirkju 22/04 2008. Klikkið hér.

Höfn 104

Höfn 039

Höfn 127 
Höfn 122

23.04.2008 22:40

Lögregluríkið Ísland. Ögurpilturinn í fremstu víglínu ofurvaldsins á Suðurlandsvegi.

Höfn 049

Eg er yfir mig undrandi á grimmdarlegri hörku lögreglunar á hendur saklausum vörubifreiðarstjórum sem voru að rabba saman við Rauðavatn í morgun. Myndirnar sem voru sýndar bæði beint í sjónvarpinu og endursýndar nú í kvöld sína það svart á hvítu hverjir áttu upptökin á þesum hrikalegu, glæpsamlegu átökum af ástæðarlausu, það var lögreglan sem átti upptökin á þessum átökum, engin annar. Og sá lögreglumaður sem öskraði með piparúðan, GAS GAS er enganvegin hæfur til að vera lögreglumaður, hann var blóðþyrstur eins og minkur í hænsnabúri sem bítur hænurnar á háls og sígur úr þeim blóðið og raðar svo hræunum í stafla og fer svo til næsta hænsnahús og endurtekur sama leikin. Ef þessi ógæfusami lögreglumaður hefði verið með byssu þá væri staðan að öllum líkindum mun skelfilegri. Og í nokkrum myndskeiðum var stórvinur Garðstaðarbóndans í Ögurvík? , eða réttara sagt smaladrengurinn frá Ögri sem sást í fremstu víglínu lögreglunnar með það að koma meintum brotamönnum (vörubifreiðarstjórum) af veginum og frá sjoppuplaninu. En eg ætla ekki að segja það að bifreiðastjórarnir megi gera hvað sem er. Auðvitað eiga þeir að fara eftir lögum landsins. En greinilegt var að sjá það í þeim myndskeiðum sem voru sýnd í sjónvarpinu að hver átti upptökin og hrokan, það var LÖGREGLAN ekki bifreiðarstjórarnir. Er Ísland að verða eða er orðið lögregluríki. Vonandi kemur ekki þessi lögregluflensa hingað á Strandirnar. Skoðið þennan bifreiðarstjóravef.

SKOÐIÐ ÞESSI 3 MYNDSKEIÐ ÞEGAR LÖGREGLAN VARÐ VITLAUS Í GÆR.

23.04.2008 22:29

Nýja Canon myndavélin prófuð í dag.

Er að prufukeyra nýja myndavél af Canon gerð sem eg fékk í dag. Hún virkar vel og súmmar heilan helling. En það tekur örugglega langan tíma að læra á hana. Þær myndir sem eg set á bloggið núna eru teknar frá eftirtöldum stöðum. Fell ? Ljúfustaðarmelar, Drangsnes ? Smáhamrar, Selir ? Kirkjuból, Höfnin ? af svölum síðustjóra.

Höfn 068

Höfn 061
 Höfn 075  
Höfn 048

20.04.2008 21:44

Snorri Kópsson tekin í slipp í dag.

New Folder Apríl 2008. 401

New Folder Apríl 2008. 407

New Folder Apríl 2008. 419 
New Folder Apríl 2008. 409

Kópurinn Snorri Kópsson kom að öllum óvörum í slipp Hólmvíkinga í dag. Þar var á ferðinni nokkra vikna kópsgrey sem var alveg út á þekju og virkaði á mann einhvað slappur greyið. En þessi selskópur var merktur alveg eins merki og bændur nota á fé, númerið er N1626. Mér dettur í hug að þessi selskópur hafi verið viðskila við móður sína, en merkingin á Snorra Kópssyni hafi verið framkvæmd að öllum líkindum af rannsóknarfólki sem gerir slíka hluti á Vatnsnesi steinsnar frá Hvammstanga. Ef einhver veit betur þá væri gaman að vita um það. En Snorri Kópsson vildi ekki fara með góðu til sjós aftur, en með smá lokkandi grásleppu var hægt að lokka Snorra úr slippi og út í höfnina á Hólmavík. Vonandi mun Snorri hitta móður sína aftur í djúpum og eða firðum við Húnaflóa.

19.04.2008 22:45

Drangar og Drangaskörð heimsótt í dag í bongó blíðu.

New Folder Apríl 2008. 394

New Folder Apríl 2008. 351

Um hádegisbilið í dag var farið í smá sleðaferð í glampandi sól og stafalogni norður að Dröngum og Drangaskörðin voru skoðuð í leiðinni. Í þessari sólskinsför í dag voru síðustjórinn, Jón Hörður Elíjasson, Ólafur Tryggvasson og Hrólfur Sigurgeirsson. Þetta var fín og sólrík ferð. Á Drangaskörðunum sá eg einn ref uppá efstu sillunni, en þegar maður horfði niður klettavegginn á þessum fallegu skörðum sá maður refaslóðir út um alla klettasillur. Eg skil ekki hvernig refurinn getur farið um þessa kletta. En það er staðfest að refurinn fer það sem eg og flestir hjeldum að refurinn kæmist engan vegin í þessum klettasillum. En sum sé dagurinn í dag gerði mig þannig í framan að eg þarf ekki að fara til sólarlanda í bráð. Það er nóg að fara til norðurstranda til að fá smá lit á andlit og jafnvel á allan kroppinn í fallegu umhverfi Stranda eins og best gerast á heimsvísu náttúru unnandanns. Fleiri myndir eru inná forsíðu nonna.

16.04.2008 22:59

Vodafone setur upp senda á Ströndum og víðar, og myndir dagsins.

New Folder Apríl 2008. 317

Það má segja það að símafyrirtækið Vodafone sé að slá gamla símanum við hér á slóðum. Undafarna daga hefur Vodafone verið á fullu við það að setja upp tæki og tól hér á Hólmavík í gömlu beinamjölsverksmiðjunni þar sem trésmiðjan Höfði er nú til húsa. Í dag voru starfsmenn Vodafone að setja niður lítið hús við mastrið á Skeljavíkurhálsinum. Ég hitti einn starfsmann Vodafone í dag og hann sagði mér það að það ætti að setja upp mastur við sendirinn sem er fyrir utan Bassastaði (við vegamótin), og líka ætti að setja mastur á Kollafjarðarnesi. Og næsta verkefni þessara manna var að fara til Nauteirar í djúpi þar sem á að koma fyrir símasendum. Þannig að í fljótu bragði virðist Votafone vera talsvet á undan gamla símanum sem Bakkabræður eiga í dag.

New Folder Apríl 2008. 300

Á Drangsnesi er búið að taka grunninn að nýju gistihúsi sem Bjössi og Valka eru að byrja á, stórglæsilegt hjá þeim. Svo fylgja nokkrar myndir frá sólardeginum sem var í dag. Fleiri myndir á nonnanum.

15.04.2008 23:12

Margir eru að biðja um aðgang að myndasíðunni sem er öllum opin.

Ímislekt sem er að ske 2007. 138

Það hefur gríðarlegur fjöldi fólks beðið mig um að fá aðgang að myndasíðunni minni ( NONNA) sem er öllum opin. Væntanlega hefur sumt fólk ekki fattað að myndasíðan væri öllum opin. En myndaalbúmið sem er á þessari síðu sem þið eruð að skoða núna hef eg einungis notað það albúm sem myndvinnslualbúm fyrir þessa síðu Hólmavík. En eftir breytingarnar hjá 123.is get eg ekki tekið lykilorðið út af síðunni sem er vandamál hjá 123.is en ekki hjá mér, þannig að lykilorðið er afar einfalt ef þið hugsið ykkur agnar ögn þá ættið þið að komast inná myndirnar nánast undir eins, þannig að flestallar myndir sem eru inná síðunni hafa komið á forsíðu þessarar síðu. En myndvinnslukerfið hjá 123.is hefur verið í molum og er það enn vegna þeirra breytinga sem var gerð um síðustu mánaðarmót hjá 123.is. Góða skemmtun.

15.04.2008 09:39

Flottur hundur í Hrútagilinu.

New Folder Apríl 2008. 179

Á laugardagin var fór eg í smá sleðarúnt fram Vatnadalin og fram í Aratúngudal og að fallegu gili sem heitir Hrútagil sem er ansi djúpt eða vel yfir 100 metra. En ofarlega í gilinu er klettur sem um þessar mundir líkist mjög hundshaus sem kemur skrambi skemtilega út á myndinni.

13.04.2008 22:18

Vaðla og Reiphólsfjöll voru heimsótt í dag.

New Folder Apríl 2008. 258

New Folder Apríl 2008. 237 
New Folder Apríl 2008. 217

Vaðla og Reiphólsfjöll voru heimsótt í dag. Fleiri myndir eru á forsíðu NONNA.

12.04.2008 21:02

Strandatröllin velja bestu myndina.

Mars 2008 013

Febrúar 2008 308

Eg gerði nú ekki mikið af því að taka myndir af Strandatröllunum í einhverjum áhættustökkum og eða fara uppí brattar brekkur, hvað þá fram af klettum. Eg legg til tvær myndir í þessa keppni sem mér finnast skrambi góðar. Í mínum huga er ekki bara nóg að sjá sjálft myndefnið sem tekið er af. Helst þarf að vera einhvað bitastætt í bakgrunni myndarinnar. Eins og myndin sem er tekin út á Skeiði á milli Fyllingarhússins og kirkjugarðsins. Þessi mynd er svolítið merkileg vegna þess að þegar snjósleðamenn stökkva og horfa til himins getur kanski stökkið farið úrskeiðis með þeim afleiðingum að enda sína för í kirkjugarðinum. En þarna er þaulvanur sleðahundur á ferðinni og er öllum hnútum kunnugur í þessum fræðum, og líka bjó hann til þessa litlu stökk braut. Hin myndin er tekin uppí Norðdal við Þriðjungsárnar fyrr í vetur og mér sýnist að sami aðili sé þar á ferðum Eddi Kr.

12.04.2008 20:57

Spurningarkeppninn Drekktu betur var haldin í gærkveldi á Cafe Riis.

New Folder Apríl 2008. 177

Þessir spekingar unnu keppnina, enda miklir gáfnatól, og örugglega alkóhólslausir í keppninni. En hvort verðlaunabjórkassinn hafi verið tæmdur eftir keppninna í mikilli sigurvímu veit eg ekkert um.

New Folder Apríl 2008. 169

Spurningarkeppnin Drekktu betur fór fram á Cafe Riis með pompi og prakt. Svokallað Pakkhús var nær fullt af misfullu fólki þó mest voru það aðkomu - sjómenn og fiskifræðingur á dallinum sem mynd er af hér neðar á síðunni, þessir náungar voru nánast á hvolfi þó áberandi mest áðurnefndur fiskifræðingur. En þessi keppni var skrambi skemmtileg en alltof erfiðar spurningar fyrir meðaljónin eins og mig og flestalla sem voru sammála um það. Ef svona skemmtikeppni á að vera áfram sem eg vona, verða spurningarnar að vera skemmtilegar og skiljanlegar á allan hátt og helst allar þær 30 að snúast um Íslenska þjóð á einn eða annan hátt. Ef eg hef tekið rétt eftir á næsta keppni að vera 26 apríl næstkomandi og það verður nýr spyrill sem vonandi fer eftir orðum mínum um að gera spurningarnar einfaldar svo að allir skilji þær og eins og áður sagði snúist um atburði sem hafa skeð á okkar áskæra fróni Íslandi. Fleiri myndir inná forsíðu
nonna.

11.04.2008 20:08

Gunnar Þórðar og kvennakórin, Steingrímsfjarðarheiðin oft ófær, og sjómenn ganga til skips.

New Folder Apríl 2008. 136

Í dag og í gær hafa staðið yfir upptökur í Hólmavíkurkirkju á vegum kvennakórsins  Norðurljósa, og Strandamaðurinn Gunnar Þórðarsson hljómlistarsnillingur og sonur hans Sakarías sjá um allar upptökur og væntanlega líka spilamensku og ráðgjöf. Kvennakórinn Norðurljós hefur æft stíft þau lög sem eiga vera á nýja hljómdiskinum sem kemur ef til vill út fyrir Hamingjudaganna sem eru í endaðan júní næstkomandi.

New Folder Apríl 2008. 141

New Folder Apríl 2008. 145

Steingrímsfjarðarheiðin hefur oft verið ófær marga morgna nú undanfarið. Póstbíllinn sem ekur á milli Ísafjarðar og Staðarskála hefur ekki komist á réttum tímum til Ísafjarðar vegna ófærðar á heiðinni. En mokstursbíllinn beið tilbúinn í porti Vegagerðarinnar þega eg átti leið þar um laust eftir kl 10.30 í morgun.

New Folder Apríl 2008. 131

Þessir sjómenn sem labba fram bryggjuna hægra megin á myndinni voru að rogast með kostinn sem þeir keyptu í ksh nú rétt fyrir lokun í kvöld. Eg held að þessi bátur sé frá Eyjarfirðinum.

09.04.2008 22:21

Virkjum á Vestfjörðum.

Hvalur 2008 157

Eftirfarandi grein birtist á bb.is 3 apríl síðastliðin eftir Kristinn H Gunnarsson alþingismann. Eg tek mér það bessaleyfi að birta þessa grein í heild sinni vegna þess að það er annað hljóð komið í strokkinn hjá alþingismanninum, hljóð sem er miklu betra en hann hefur áður sagt í ræðum og rituðu máli. Þetta er nýlunda hjá Kristni að vilja virkja í þágu Vestfirðinga. Gamli Framsóknarkomminn (sleggjan) og fleiri vitibornir menn og konur eru að vakna af löngum svefni hvað þetta varðar. Ef á að koma olíuhreinsistöð til Vestfjarðar þá verður að virkja þær sprænur sem koma til álita. Og þar á meðal er vatnasvæði Glámu og vatnasvæði sem er á milli Ófeigsfjarðar og Hvannadals sem er óhemju stórt. Hvort það vatnasvæði mundi vera leitt til Ófeigsfjarðar er ekki vitað eða í jarðgöngum í botnin á Hvannadal er stórt ?  . Og ekki má gleyma hentugri og kostnaðarlitlri virkjun efst í Grjótárgljúfrum sem mundi framleiða svipað ef ekki meiri orku en Þverárvirkjun gerir í dag. Fallhæðin frá Hrófbergsvatni og til lálendis eru 142 metra fallhæð sem gerir kraftin æfintýralega miklan. Vert er að skoða alla virkjunnarmögurleika hér vestra ef það er einhver meining í því hjá ráðamönnum og fleirum að skapa nokkurhundruð störf sem allra fyrst. Nú virðist Kristinn H.Gunnarsson vera komin á réttu brautina hvað þetta varðar

GREININ ER SVONA.

Eitt af því sem háir Vestfirðingum er að landsfjórðungurinn er mjög háðir flutningi raforku frá landskerfinu og að afhendingaröryggið er það langversta á öllu landinu. Flutningslínan slær mjög oft út og þá verður rafmagnslaust um allt svæðið frá Breiðafirði norður til Ísafjarðardjúps. Nútímaþjóðfélag krefst þess að rekstraröryggi raforkukerfa sé mikið. Straumleysi í kerfinu hefur verið um 46 klst á ári og það er algerlega óviðundandi fyrir bæði heimili og fyrirtæki.

Önnur staðreynd er að aðeins um þriðjungur af raforkunni sem notið er á Vestfjörðum er framleidd í fjórðungnum. Líðlega 60% raforkunnar er flutt um langan veg frá meginlandinu. Orkunotkunin árið 226 var 226 GWh og þar af var orka flutt vestur um 180 GWh. Aukin framleiðsla á raforku heima í héraði er öflugasta leiðin til þess að auka raforkuöryggi og gera fjórðunginn betur samkeppnisfæran við aðra landshluta samhliða endurbótum á flutningslínum á Vestfjörðum. Að auki opnast möguleikar til orkufreks iðnaðar í fjórðungnum en það ræðst auðvitað af þeim virkjunarkostum sem fyrir hendi kunna að vera.

Undanfarin ár hefur ríkt alger kyrrstaða af hálfu stjórnvalda þegar kemur að athugun á virkjunarkostum. Svör Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi í vikunni voru hins vegar afdráttarlaus á þann veg að hann ætli að beita sér fyrir könnun á virkjunarkostum og hafði góð orð um að stækka Mjólkárvirkjun sem fyrst. Vonandi er lokið löngu tímabili aðgerðarleysis í þessum efnum.

Glámuvirkjun er kostur sem skoðaður var fyrir nokkrum árum. Á vegum Orkubús Vestfjarða var gerð forathugun og verkfræðistofan sem vann verkið skilaði bráðabirgðaskýrslu í apríl 2002. Alf Glámuvirkjunar er talið vera 67 MW og orkuvinnslugetan 400 GWh á ári eða tæpalega tvöfalt meiri en núverandi notkun á Vestfjörðum. Gert er ráð fyrir að sækja vatn um Glámuhálendið með liðlega 30 km jarðgöngum og því veitt niður í Hestfjörð.

Kostnaður var lauslega áætlaður 12,5 milljarðar króna á verðlagi í janúar 2001. Þessi virkjunarkostur var nokkru dýrari en aðrir hagkvæmir kostir á þeim tíma í rammaáætlun stjórnvalda eða 31 kr. hver kWh samanborið við 19-23 kr. Síðan 2001 hafa einhverjir kostir verið virkjaðir og aðrir orðið ólíklegir af umhvefisástæðum þannig að munurinn hefur greinilega minnkað. Auk þess hefur verðið hækkað sem orkukaupendur eru tilbúnir að greiða fyrir raforkuna og það gerir Glámuvirkjunina vænlegri kost. Loks er það ávinningur fyrir aðra landshluta ef Vestfirðingar framleiða eigin orku því þá verður þar til sölu orka sem í dag er flutt vestur.

Eins og gefur að skilja er allmikil óvissa um ýmsa grundvallarþætti Glámuvirkjunar og því aðkallandi að fram fari frekari rannsóknir áður en endanleg forathugunarskýrsla verður gerð. Kanna þarf betur gangagerðina og hagstæðasta lágmarksþversnið þeirra og endurmeta kostnaðinn í ljósi nýrrar tækni. Gera þarf betri kort af svæðinu og frum- umhverfismat þar sem gæta þarf að áhrifum virkjunarinnar á einstök vatnsföll og vatnasvið þeirra.

Ýmsar aðrar smærri útfærslur þarf að skoða en Glámuvirkjun, t.d. 20 MW virkjun í Mjólká sem sækir vatn yfir í vatnasvið Skötufjarðar með 5 km jarðgöngum. Frekari athuganir munu leiða fram þá kosti sem telja verður raunhæfa og mögulega vegna kostnaðar og umhverfisáhrifa. Annar möguleiki á stórvirkjun sem vert er að skoða frekar er í Hvalá í Strandasýslu.

Kyrrstaðan er verst fyrir Vestfirðinga og hún á mikinn þátt í því að fjórðungurinn hefur dregist stórlega afturúr á undanförnum tveimur áratugum.

Kristinn H. Gunnarsson.

Heimild bb.is 3 apríl 2008.

07.04.2008 22:46

Mótvægisaðgerðir ríkistjórnarinnar vegna niðurskurðar á aflaheimildum.

Úthlutun styrkja vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar á sviði ferðaþjónustu 2008-2009.

Margt er nú skrítið í kýrhausnum allavega hjá þeim sem fara með valdið á landsvísu. Ekki vissi eg það að ferðaþjónustuaðilar hafi misst aflaheimildir í lögsögu Íslands. Eða hafa þeir sem er á blaðinu hér að neðan átt einhverntíman kvóta sem er syndandi í hafinu. Ekki hef eg séð neina þorska né annað sjávarfang hjá ferðaþjónustuaðilum, hvað þá báta, bryggjur, fiskverkunarhús og svo framvegis.

Úthlutun vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar rennur að mestum hluta til þeirra sem eiga ekki einu sinni bát hvað þá kvóta. Eg stóð í þeirri trú að þeir sem misstu aflaheimildir vegna niðurskurðar Sjávarútvegsráðherranns og Hafró (sjómennirnir sem var tekið af) mundu fá einhverskonar styrk frá ríkisvaldinu, en ekki þeir sem flestir hafa varlað migið í saltan sjó hvað þá gert út skip. Eg get engan vegin skilið þesar styrkveitingar sem eru hér neðar á síðunni.    Tengill inná styrk-síðuna..

Og mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðar á aflaheimildum kvótagreifana, kemur víðar við en hjá styrkþegum í ferðaþjónustubrasanum. Þingmenn og ráðherrar sem sitja við Austurvöll ákváðu það að vegurinn frá Staðarárbrúnni og útað Hálsgötugili skildi fara í flýtimeðferð (útboð) vegna niðurskurðar á aflaheimildum ríkistjórnarinnar. En hvað hefur skeð,  útboðið sem átti að vera boðið út í einni heild var skorið í tvennt nú í vetur. Þannig að ferðaþjónustuaðilar og aðilar tengdir þeim fá þessa skrítnu gjafarstyrki sem útgerðaraðilar áttu að fá, en vegurinn frá Staðarárbrúnni og norðurfyrir Grænanes fær að sitja á hakanum. Það mætti halda það að úthlutunaraðilarnir sem sáu um að úthluta þessum styrkjum hafi verið á sterkum lyfjum þegar þessar alkóhóllegu úthlutanir voru ákveðnar.

Hvalur 2008 108

Klikkið hér og farið svo inná annan tengil sem er inná hverjir fengu stirki.

07.04.2008 22:25

Stærri myndir. 123.is myndastærðin er skammarlega lítil.

Eg sýni þessar myndir aftur í mun stærri útgáfu en var áður. Eg er ekkert ánægður með nýja kerfið hjá 123.is. Myndirnar í nýja kerfinu eru talsvert minni en áður var og allt miklu djöfullegra. Og enn stærri myndir er að finna á forsíðu nonna

Hvalur 2008 253

Hvalur 2008 275

Hvalur 2008 282

Hvalur 2008 290

New Folder Apríl 2008. 001

New Folder Apríl 2008. 028 
New Folder Apríl 2008. 059 
New Folder Apríl 2008. 082 
New Folder Apríl 2008. 096 
New Folder Apríl 2008. 102 
New Folder Apríl 2008. 110  
New Folder Apríl 2008. 119

04.04.2008 23:00

Vottar jehóa kellingar að boða sína trú á Ströndum.

Í gær og í dag hafa 3 stútungs kellingar frá votta jehóa verið að predika sína trú á Ströndum. Í gær komu þessar skonortur til kalls föður míns og kirjuðu sína trú í andyrinu á Hrófbergi. Og í dag þegar eg var í Bjarnarfirðinum um 12 leitið voru þessar furðuverur að kirja sinn fögnuð á óðali útvarpsmannsins Leifs Hauksonar á Bakka, og voru þar í drykklangan tíma við þessa undarlegu iðn sína. Eg hitti Matta vert á Laugarhóli í dag og hann sagði mér það að þessar kellingar hafði komið til sín í morgun og spurt hann að því hvað þær væru lengi að fara norður í Árneshrepp, Matti vert var nær kjaftstopp, hann sagði þeim það að það væri ófært þangað sem þær botnuðu ekkert í. En nú undir kvöld voru þessar skrítnu kellingar komnar til Hólmavíkur og voru að bera allskonar trúarsorprit í hús hér á Hólmavík.  Eg hef aldrei getað skilið í svona ofstækistrúarbrögðum eins og þessum. Fyrir ca 30 árum síðan var náungi sem hét Daníel Glad að boða svona trú eins og þessar kellingar eru að gera einmitt núna. Við Strandamenn og flestallir Íslendingar höfum ekkert að gera með svona kolruglað lið eins og þetta er. Og að fara inná annra manna eignarlóðir eins og var gert í dag á Bakka er með öllu óásættanlegt.

03.04.2008 23:53

Hundfúlt 123.is kerfið, kem litlu sem engu inná myndasíðuna.

Eg er hund fúll út í þetta 123.is kerfi sem virkar ekki sem skildi. Var að reyna koma myndum inná myndasíðuna (nonna) en það fóru örfáar myndir inn svo komu bara rauðir tómir gluggar. Eg tók nokkrar myndir í gær hér á Hólmavík, svo líka þegar eg í gær fór með prestakallinn norður að Melum. En svona er þetta. Og líka að endingu eru þessar myndir sem fara inná nýja kerfið hjá 123.is svo helvíti litlar að ánægja fólks hlítur að vera mun minni núna að skoða þessar myndir eftir leiðindabreytinguna sem þeir hjá 123.is gerðu. Kerfið sem var áður var að mínum dómi miklu betra á allan hátt.

02.04.2008 23:54

123.is er að hressast. Prestakallinn fluttur norður í hrepp nú undir kvöld.

 

Ágætu skoðendur. 123.is kerfið hefur verið í molum síðustu 5 daga, þannig að eg og allir hinir sem erum með 123.is kerfið höfðum ekki getað sagt eitt eða neitt, en þetta er að lagast en samt ekki alveg nógu gott. Nú undir kvöld fór eg með prestakallinn hér á Hólmavík norður í Árneshrepp, að Melum. En hann Gunnlaugur Bjarnason þúsundþjalasmiður (pípari) á að legga lagnir í hús Árneshreppinga sem á að taka í notkun nú í vor. En snjósleðafærið á Trékyllisheiðinni er bölvað, ekkert annað en stokkafenni og seinfarið. En hvað um það eg læt þetta duga að sinni og vona að 123.is kerfið verði komið í 100% lag fyrir helgi, þannig að þá ætti maður að geta gert einhvað meira en ekki neitt.

  • 1