20.04.2008 21:44

Snorri Kópsson tekin í slipp í dag.

New Folder Apríl 2008. 401

New Folder Apríl 2008. 407

New Folder Apríl 2008. 419 
New Folder Apríl 2008. 409

Kópurinn Snorri Kópsson kom að öllum óvörum í slipp Hólmvíkinga í dag. Þar var á ferðinni nokkra vikna kópsgrey sem var alveg út á þekju og virkaði á mann einhvað slappur greyið. En þessi selskópur var merktur alveg eins merki og bændur nota á fé, númerið er N1626. Mér dettur í hug að þessi selskópur hafi verið viðskila við móður sína, en merkingin á Snorra Kópssyni hafi verið framkvæmd að öllum líkindum af rannsóknarfólki sem gerir slíka hluti á Vatnsnesi steinsnar frá Hvammstanga. Ef einhver veit betur þá væri gaman að vita um það. En Snorri Kópsson vildi ekki fara með góðu til sjós aftur, en með smá lokkandi grásleppu var hægt að lokka Snorra úr slippi og út í höfnina á Hólmavík. Vonandi mun Snorri hitta móður sína aftur í djúpum og eða firðum við Húnaflóa.