Færslur: 2008 Maí

31.05.2008 21:41

Sjómannadagurinn á Hólmavík.

 
   

                                                      Fleiri myndir á nonnanum.

29.05.2008 22:57

KSH og N1 voru búnir að ráða starfsfólk til sín áður en auglýsingin var sett upp í KSH og N1.


Aldrei er gaman að þurfa fjalla um vafasamar ráðningar fyrirtæka hvað þá á svona litlum stað eins og á Hólmavík. Ég sem foreldri get ekki setið með hendur í skauti án þess að minnast í nokkrum orðum á sumar afleysinga ráðningar hjá KSH og N1.  Það hefur tíðkast hjá KSH og hjá ESSO nú N1 að ráða til vinnu unglinga sem eru búnir í 10 bekk og eru síðla sumars að fara til skóladvalar í öðrum landsfjórðungum.  Ég á son sem verður 16 ára í byrjun júlí og hann sótti um starf hjá KSH og N1.  En áður en auglýsing fyrrnefnda fyrirtæka var sett upp í KSH og N1 var manni búin að berast það til eyrna að búið væri að ráða ungling frá Ísafirði til starfa hjá N1, sem á ekki einu sinni heima í Strandabyggð, en er náskyld stjórnanda KSH og N1. Það er ekkert við þann ungling að sakast sem var ráðin hjá N1, aftur á móti verður að gera mikla athugasemd við þann sem réði sinn ættingja frá Ísafirði áður en auglýsing var sett upp. Svona vinnubrögð eins og hafa tíðkast í áratugi hjá KSH, sum sé stjórnanda KSH er með öllu ólíðandi. Ég hélt og hef haldið það að heimafólk sem á heima í Strandabyggð eigi að hafa forgang um vinnu í heimahéraði, það hefur alltof mikið tíðkast hjá stjórnanda KSH og gerir enn að ráða ættmenni sýn á hægri og vinstri.  Í það minnsta eru  þessar gjörðir stjórnandans nú og í gegnum árin honum til mikillar minnkunar. Hvort stjórnandi KSH hafi verið líka með puttana í svipaðri ráðningu aðkomumanns sem nýlega hóf störf hjá Strandabyggð reikna ég ekki með en aftur á móti eru miklar líkur á því að stjórnandi Strandabyggðar hafi komið nálægt þeirri ráðningu. Þessi tvö mál eru mjög svo lík á allan hátt. Ég sætti mig ekki við svona gamaldags vinnubrögð.  Þó að sá sem þetta ritar hafi í áratugi þurft að kljást við stjórnanda KSH á ýmsum sviðum þá á stjórnandinn ekki láta það bitna á syni mínum sem hann gerði í þetta skipið. Pjakkurinn minn er fæddur 1992, en það voru ráðinn 1993 mótel í KSH. Þetta ofanritað er afar sorgleg staðreynd. Vonandi sjá menn að sér í komandi framtíð, annað væri óþolandi, þessi óþolandi hafa staðir yfir alltof lengi hér á Hólmavík.

26.05.2008 22:40

H - dagurinn 40 ára í dag.


Það eru virkilega 40 ár síðan að hægri umferð var tekin upp á Íslandi 26 maí 1968 og Ragnar Bjarnason  söng sér samið lag um  að Íslendingar væru að skipta frá vinstri til hægri á vegum landsins, og mig minnir að lagið væri bara kallað H lagið. En ég man nákvæmlega hvað ég var að bardúsa á sveitasetrinu mínu berginu, ég var að sitja hjá lambfé fyrir framan Svörtubakkanna sem er svo til beint á móti Stakkanesi, og á þessum degi var talsverður snjór miðað við það sem er í dag, allt autt engin snjór. Þannig að tímarnir breytast og mennirnir með, allir aka hægramegin og allir eru löngu hættir að sitja hjá lambfé úti í móum í misjöfnum veðrum, allt lambfé ber núna innandyra í stórum og glæsilegum fjárhúsum. En svona í endirinn, í guðana bænum verum öll réttu megin á vegum og götum landsins, hægramegin.

25.05.2008 23:29

KK, Kristján hlykkur yfirvegahönnuður Vegagerðarinnar á Vestfjörðum.

Í síðustu viku hitti ég Kristján Kristjánsson (Kristján hlykk) yfirvegahönnuður Vegagerðarinnar á Vestfjörðum, þennan mann hef reyndar  hitt  í nokkur skipti, og alltaf hefur talið borist að vegastæðum, hvar vegir skuli liggja og hvar ekki. Í öll skiptin höfum við ég og KK (hlykkur) verið ósamála hvernig og hvar vegir skuli liggja. Það er ekki af ástæðulausu  að maðurinn sé kallaður hlykkur, hann er hlykkja meistari Íslandssögunar í að hanna vegi hlykkjótta. Nýjustu dæmin eins og ég hef áður minnst á  eru Arnkötludalur og Gautsdalur og í Ísafjarðardjúpinu. Í síðustu viku fór ég vestur fyrir Mjóafjörð og myndaði vegin út í Hrútey og yfir til Skálavíkur. Annars skíra myndirnar sig alveg sjálfar hve fáránleg þessi hönnun er á þessum vegi og flestöllum vegum sem fyrnemdur hlykkur hefur hannað í gegnum árin, eintómir hlykkir og kallin æviráðin.24.05.2008 23:24

Slútt hátíð Strandatröllanna 2008 var formlega slitið á Kaffi Rís í kvöld.

 

                                                   Fleiri myndir eru HÉR.

23.05.2008 13:42

193.109.18.162, 85.220.37.178, 85.220.42.73 .

193.109.18.162,  85.220.37.178,  85.220.42.73 .

Þessar IP tölur eru ekki æskilegar á mínum síðum. Mér var bent nú áðan að það væri komin óþverra komment  á myndasíðuna, við þær myndir sem voru teknar í Bjarnarfjarðaránni og í sundlauginni á Laugarhóli. Ég bið þá sem kannast við þessar IP - tölur í sínum tölvum að biðja viðkomandi sem á í hlut að kommenta með svona óþverraskap eins og var gert sem varðaði þessa ferð að hætta því alfarið. En það skal tekið fram að þær IP - tölur sem ég birti hér, eigandi talvana, hafa einhverja þörf á að úthúða og rakka niður sum ungmenni, sem í þessari ferð gerðu ekkert annað en að standa sig vel í ánni og líka í lauginni þar sem fallegar myndir voru teknar af gullfallegum ungmennum. Öfundsíki mundi ég nefna þennan bloggara. Ég veit hver þetta er og ég vona að hann hætti þessum sóðaskap sem hann hefur stundað alltof leng. Ég er ekki alltaf á myndasíðunni. Kommentunum hefur verið eitt.

21.05.2008 22:36

Ásdís Jónsdóttir vann Hamingjulagakeppnina 2008 með laginu Ég vil dansa.

Stórmeistarafrúin frá Steinadal Ásdís Jónsdóttir kom,sá og sigraði með pompi og prakt leitina að Hamingjulaginu 2008. Til hamingju Ásdís. Og ekki var verra að sú sem syngur lag Ásdísar Ég vil dansa var og er hrepparaskrifsstofustjóri Strandabyggðar Salbjörg Engilbertsdóttir. Það var góð mæting á Hamingjulagakeppnina, salurinn var þétt skipaður af hamingjusömu fólki. Það voru flutt 4 lög, tvö þeirra komu frá síðustjóranum og eitt frá Jakobi Jónssinni barnaabarni meistarans sem vann Ásdísi Jónsdóttur lagahöfundar Hamingjulags 2008. Ég mun dansa við þig. Enn og aftur til lukku.

 

16.05.2008 22:14

Strandasöngkonan Heiða Ólafs er orðin Popplendingur á Rás 2.

Mynd númer 128

Í dag og í gær hefur Aðalheiður Ólafsdóttir (Heiða Ólafs) verið á Rás 2 þar sem hún mun vera í sumar. Það er afar gott að vita það að Heiða sé komin á rásina. Og ég vona það að framkvæmdastjóri Hamingjudagana hafi sem fyrst samband við Heiðu og komi þannig upplýsingum til landsmanna í gegnum Hólmvíkinginn Heiðu Ólafs, sem gjör þekkir allt og alla og mun örugglega gera það sem hún getur á rásinni fyrir sitt gamla og góða pláss Hólmavík.

13.05.2008 22:39

Vegagerð í Ísafjarðardjúpinu.

Maí 2008 023

Maí 2008 068

Maí 2008 083
 
Maí 2008 095

Í firradag annan í Hvítasunnu skrapp ég vestur í djúp til að skoða hvernig gengi hjá KNH ehf verktökum sem eru að gera vegin í Ísafirðinum, Reykjarfirðinum, Vatnsfirðinum og Mjóafirðinum. Í svona fljótu bragði gengur verkið vel og verður örugglega klárað á settum tíma, sem er 1 nóvember í haust. Ég fór yfir Vatnsfjarðarhálsinn og þá kemur maður niður að Skálavík, vegurinn sem er fyrir ofan Skálavík er svolítið brattur og hryllilega hlykkóttur og búið að sprengja helvítis helling, og svo eru miklar fyllingar uppá hálsinum. Og sömuleiðis má segja með vegin sunnanmegin við níu  brúna í Reykjarfirði, frá brúnni og að landi er óþarfa  S hlykkir, eins og myndirnar sína berlega. Annars verður þessi framkvæmd mikil bylting  þegar að framkvæmdum líkur í haust. Bundið slitlag frá Bolungarvík og að Heydalsá. Kíkið á myndirnar sem eru HÉR.

10.05.2008 22:33

Heiðin - snjórinn og rjúpan.

Maí 2008 011

Í nótt sem leið var stórhríð á Steingrímsfjarðarheiðinni og töluverður fjöldi af bílum voru að reyna að fara yfir heiðinna. Björgunarsveitin Dagrenning hér á Hólmavík hefur þurft að fara í nokkra björgunarleiðangra uppá heiðina til að aðstoða fólk sem hefur lent í vandræðum. Og líka hafa verið um talsverð umferðaróhöpp á heiðinni vegna lélegs skyggnis og vankunnáttu ökumanna. Og líka það að á þessum tíma eru flestir komnir á sumardekkin sem eg hef í raun aldrei botnað í, því að hér á þessu svæði getur snjóað í það minnsta út maímánuð. En í dag var Ágúst Guðjónsson bílaflutningamaður að ná í tvo bíla sem lentu saman á Steingrímsfjarðarheiðinni í nótt sem leið. Þegar mig bar að garði var Gústi að taka annan tjónabílin af bílaflutningabílnum.

Maí 2008 009                    Það snjóaði á Ströndum í gær og í nótt. Nú er snjórinn nánast farin.
Maí 2008 005                        Rjúpan á Bjannarnesi. Karrinn var hvergi sjáanlegur.

09.05.2008 21:32

Platan steypt í gær á nýja mótel/hótel gistihúsinu hjá Bjössa og Völku á Drangsnesi.

Bjarnafjörður 8 maí 2008 001

Bjarnafjörður 8 maí 2008 004
                           Og Sigurgeir Guðmundsson fylgdist með hvernig gengur.

Fleiri nýjar myndir eru á myndasíðunni minni, á forsíðu og í myndaalbúminu.

07.05.2008 23:20

Margfalt húrra.Verktakinn í Arnkötlu og Gautsdölum er að koma með tækin að Hrófá.

Verktakinn Ingileifur Jónsson frá Svínavatni sem er með verkið í Arnkötludal og Gautsdal var að koma með tvö tæki í dag að Hrófá og fleiri tæki væntanleg í næstu viku. Eg hitti stuttlega bílstjóranna sem komu í dag og þeir sögðu mér það að það yrði gerður jeppafær slóði fram allan Arnkötludal nú á næstu dögum og vikum. Og eg hef hlerað það, að það eigi í leiðinni að leggja ljósleiðara um Arnkötludal og Gautsdal steinsnar frá vegstæðinu.  En allavega lifnaði eg til muna að sjá tækin komin að Hrófá. Og eg heiti ykkur því sem skoðið þennan bloggmyndavef að eg mun fylgjast vel með framvindu mála á næstu vikum og mánuðum hvernig verkið gengur. Þetta er ekkert annað en frábært að sjá tækin koma á álíka tíma og krían er að koma á Strandasvæðið ásamt öllum hinum fuglunum, jafnt fljúgandi sem akandi.

Höfn 568

Höfn 569

Gamli fyrrum verktakin frá Akranesi Jón Björgvinsson, nú ökuþór hjá verktakanum I J.

Höfn 576

07.05.2008 23:09

Bíll uppá rönd. Hvað kom þessi skoppandi niður frá Vitabrautini í morgun?

Höfn 559

Höfn 564

Bíll uppá rönd. Hvað kom þessi skoppandi niður frá Vitabrautini í morgun?