13.05.2008 22:39

Vegagerð í Ísafjarðardjúpinu.

Maí 2008 023

Maí 2008 068

Maí 2008 083
 
Maí 2008 095

Í firradag annan í Hvítasunnu skrapp ég vestur í djúp til að skoða hvernig gengi hjá KNH ehf verktökum sem eru að gera vegin í Ísafirðinum, Reykjarfirðinum, Vatnsfirðinum og Mjóafirðinum. Í svona fljótu bragði gengur verkið vel og verður örugglega klárað á settum tíma, sem er 1 nóvember í haust. Ég fór yfir Vatnsfjarðarhálsinn og þá kemur maður niður að Skálavík, vegurinn sem er fyrir ofan Skálavík er svolítið brattur og hryllilega hlykkóttur og búið að sprengja helvítis helling, og svo eru miklar fyllingar uppá hálsinum. Og sömuleiðis má segja með vegin sunnanmegin við níu  brúna í Reykjarfirði, frá brúnni og að landi er óþarfa  S hlykkir, eins og myndirnar sína berlega. Annars verður þessi framkvæmd mikil bylting  þegar að framkvæmdum líkur í haust. Bundið slitlag frá Bolungarvík og að Heydalsá. Kíkið á myndirnar sem eru HÉR.