Færslur: 2017 Apríl

30.04.2017 19:38

Kobbi.

28.04.2017 18:08

Gamlar myndir frekar óskírar en læt þær flakka enda á ég þær sjálfur.


Jón á Berginu ásamt kall föður sínum fyrir um 60 árum síðan þegar myndin var tekin.

Hrófberg um 1974.

Bjarni Steingrímsson (baddi) frá Stað ásamt ref sem ég skaut í Grjótárgljúrfrum 1974.

Feðgar Þorsteinn og Sigurður að birja á að byggja sumarhús að Hólum í Staðardal fyrir Loftleiðamenn 1976.

Þrír í skóflu í gröfunni minni 1976 þá símaverkamenn í skurðum á Drangsnesi - Jóhann Björn Arngrímsson frá Odda nú Hólmavík og honum við hlið er engin annar en hljómlistarsnillingurinn Tómas R. Einarsson en sá sem er lengst til vinstri man ég ekki hvað hann heitir en var þá á Blönduósi í símaflokk Skúla.

Þarna er engin annar en sjálfur Kristján Guðmundsson frá Stakkanesi í sínum Willis sennilega er ártalið 1974.

Á haustdögum 1974 var ég í vinnu hjá Ásgeiri Höskuldssyni (Hitatæki hf) á Holtavörðuheiðinni við að reisa línu möstur yfir heiðinna og þar kynntist ég Þyrlufeðgum Andra og Jóni Heiðberg sem flugu með steyputunnur í möstrin og á helgum fórum við Jón oft á böll á Þyrlunni í Varmahlíð og líka í Húsafell og einu sinni til Hreðavatns.

Nokkrum árum seinna fórust Jón og Ásgeir þegar þyrla þeirra fórst á Mýrdalsjökli og ég hitti Jón síðast deginum áður á balli í Klúbbnum og sagði mér frá væntanlegri för sinni morgundagsins.

þessar myndir þarf nú ekki mikið að segja frá þær skýra sér sjálfar.Fyrrum Stakkanesbóndinn Guðmundur Björnsson ásamt bíl sýnum T 214.

24.04.2017 20:08

Djúpidalur.
  • 1