Færslur: 2008 Ágúst

31.08.2008 22:18

Fór á Lambatind í dag en þokan skemdi útsýnið. En frábær dagur.

Ágúst 2008 163-1 
Ágúst 2008 174

                                   Fleiri myndir er hér á NONNANUM.

29.08.2008 22:19

Kvótajöfrar fagna nýju kvótaári sem byrjar 1 sept, með miklum sukk veislum vítt og breitt um landið.

                        important-building[1]

Helvíti að eiga ekki nokkur tonn af kvóta og geta sukkað og spanderað kvóta fjármunum í flottar veislur og ég tala ekki um utanlandsferðir sem eru augsýnlega kvótajöfrum efst á óskalistanum, ásamt flottu jeppunum og húsbílunum. Ég sjálfur á engan kvóta en samt hef ég farið út fyrir landsteinanna í þrígang. 1989 fór ég til Grímseyjar á Skjálfanda og var þar ásamt frænda mínum að bora og sprenga grjót í flugvelli eyjaskeggja sem var frábær tími, vegna þess að eyjaskeggar eru svo rólegir og vakna um hádegisbilið og allir eyjaskeggjar voru og eru örugglega enn sú þjóðarstétt sem fólk á Íslandi verður að heimsækja sem allra fyrst. En í tvö skipti hef ég komið til Vestmannaeyja fyrst 1986 sem sóló flugmaður á einshreifils Cesna 152 rellu sem gekk vel, og í seinna skiptið var það árið 2000 þegar ég ásamt minni áskæru familíu sem þá vorum í sumarbústað í Ölfusborgum að renna til Bakka flugvallar og athuga hvort flug væri á næstu grösum til eyja. Í stuttu máli var það þannig að Hólmavíkufjölskyldan fékk far eins og skot til eyja og ekki nóg með það að sú sem tók á móti okkur í eyjum var Strandamanneska frá Bólstað í Steingrímsfirði sem var þá ásamt manni sínum eigandi að þessu flugfélagi. Þökk þeim fyrir. Sum sé er þetta í einu skiptin sem ég hef farið út fyrir landsteinanna. Þannig að örugglega ef? ég hef átt fiskikvóta í einhverjum tugum tonna þá hef ég væntanlega leikið þann leik að fara til Sólarlanda án þess að blikna og vera undrandi á því af öðrum til hvers ég og mín kvótafamilía værum að fara til sólarstrendur og líta niður til hinna fátæku kvótalausu fjölskyldna sem hafa einfaldlega ekki efni á því að spandera þeim fáu krónum sem eru til ráðstafanna hverju sinni. Til hamingju með nýtt kvótaár kvótajöfrar og endilega njótið þess að vera sannkallaðir kvóta sægreifar 21 aldarinnar.

29.08.2008 22:15

Samgöngunefnd Alþingis gisti á hóteli í Reykjavík, en fóru ekki nokkra km heim. Subbuskapur.

Júní 2008 095

Ég get ekki orða bundist að heyra þessa frétt að Samgöngunefnd Alþingis hafa gist á hóteli í Reykjavík og megnið að nefndarmönnum eru búsettir á stór Reykjavíkursvæðinu, en fóru ekki samt heim örugglega vegna ölvunar, og eða dagpeninga. Mér finnst að ráðamenn þjóðarinnar eigi EKKI  að gera svona lagað þegar þeir þurfa ekki að aka nema nokkra km heim. Svo eru þessir ágætu þingmenn að hvetja alla til að spara en eru sjálfir að eyða fjármunum þjóðarinnar í sig sjálfa, sem er ekki góð kennslustund, eða kvað finnst ykkur ágætu síðuskoðendur.     ATH. Þessi mynd tengist ekki á einn eða neinn hátt þessari bloggfærslu.

26.08.2008 13:52

GÖNG ÚT Í BLÁINN


Eftirfarandi leiðari er tekin af DV sem er eftir Reynir Traustasson ritstjóra DV.

rt@dv.is

Leiðari Þriðjudagur 26. ágúst 2008 kl 09:21

Vegaframkvæmdir á Íslandi ráðast gjarnan af pólitískum sjónarmiðum fremur en að hagsmunir vegfarenda ráði. Skýrt dæmi er að finna um þetta á Vestfjörðum þar sem hver framkvæmdin af annarri er í rugli. Á teikniborði Vegagerðar er að bora göng út í bláinn frá Dýrafirði til Arnarfjarðar. Þessi milljarðaaðgerð er að sögn til þess að gera sunnanverða Vestfirði og norðanverða að einu atvinnusvæði.

Þeir sem þekkja staðhætti og vegalengdir vita að menn verða að bora sig bláa áður en það verður. Alltof margir fjallvegir skilja að þessi svæði þótt göngin komi til. Þá er vegalengdin milli Patreksfjarðar og Dýrafjarðar of löng til þess að af því verði. Kristján Möller samgönguráðherra viðraði þann möguleika að fresta Arnarfjarðargöngum en bora þess í stað milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar til að losna við mannskæðan veg undir Kirkjubólshlíð. Þá ætlaði allt um koll að keyra.

Hávaðasamir heimamenn kæfa skynsemisraddir og krefjast þess að borað verði rakalaust til Arnarfjarðar. Tvær aðrar vegaframkvæmdir eru í gangi á Vestfjörðum sem bera þess einkenni að vitleysingar ráði för. Brú yfir Mjóafjörð lengir sumarleiðina og virðist helst til þess ætluð að koma hóteli í alfaraleið. Og nýr fjallvegur um Arnkötludal, sem tengir Dali og Strandir, á sér pólitískar rætur og ber þess merki að tilgangurinn er sá eini að láta vegfarendur milli Vestfjarða og Reykjavíkur taka á sig krók til að koma við í sjoppu á Hólmavík áður en lagt er á aðra heiði; til baka. Ekkert svæði á Íslandi er eins háð skilvirkum samgöngum og Vestfirðir. Það er sorglegt að vegaframkvæmdir séu þar í því endemisrugli sem raun ber vitni.

Athugasemd frá vefstjóra 123.is/Hólmavík.. Það mætti halda það að leiðarhöfundur DV Reynir Traustasson frá Flateyri sé ekki vestfirðingur á einn eða neinn hátt. Þessi leiðari Reynis er algjört bull og bölvuð þvæla. Það er lámark að leiðarhöfundur kynni sér kvað Arnkötludalsvegurinn gerir fyrir flest alla vestfirðinga ekki bara sjoppuna hér á Hólmavík eða hótelrekstur á Reykjarnesi við djúp.

25.08.2008 09:34

Höldum til haga.

Kíkið á þetta.
Núna er haustið að koma og árið er 2008. Keyrum við um Arnkötludal þetta árið? Nei, það gerum við ekki. Frestun framkvæmda til að slá á ofurþensluna og vonda efnahagsstjórnun skilaði þessum ljómandi árangri. Það er vert að halda því til haga
Hér er bloggsíða Gríms Atlassonar sveitarstjóra í Búðardal.

24.08.2008 22:15

Lambatindur.Sól fyrir hádegi,þokan kom um miðjan dag og skemmdi daginn.Reyni við hann síðar.

Ágúst 2008 810 
Ágúst 2008 862                                                  Fleiri myndir hér á NONNANUM.

22.08.2008 22:07

Refur flæktist í net við Bakkagerði í gær. Bæjarrefurinn er enn þá á lífi.

Rétt fyrir hádegi í gær fór Magnús Ölver refaskytta til Bakkagerðar eftir að Bjössi stórskáld hafði samband við hann og óskaði eftir því að hann myndi koma með hólkinn með, því að það væri refur flæktur í net sem láu á sjávarkambinum. Og í fyrstu var haldið að þessi refur væri refurinn sem er með búsetu hjá Baldri í Bæ? En einhvern vegin fannst mér það að það gæti ekki verið, þessi neta refur var örugglega búin að vera í netinu vel á annan sólarhring, og svo var hann komin með talsverð sár og þar með var honum fargað.

En í morgun þegar ég kom með póstinn að Bæ þá var þar auðvitað heimarefurinn í fullu fjöri og var að leika sér við voffann á bænum. Þannig þá hefur þessi neta refur komið frá einhverju grenjanna sem eru á þessu svæði, eða að hann sé frá ófundnu greni sem er líklegra.

Ágúst 2008 765 
Ágúst 2008 779 

Ágúst 2008 768

21.08.2008 22:52

Ómar Ragnarsson er að agnúast út í fyrirhugaða Hvalárvirkjun og líka um þjóðveg nr 61.

                    img_1803[1]               

Ómar Ragnarsson láttu okkur Vestfirðinga í friði.
Á heimasíðu ÓMARS RAGNARSSONAR sem er hér fer hann míkin um fyrirhugaða virkjunnar Hvalá Ófeigsfirði, svo í öðrum pistli á sinni síðu (svolítið neðar) er hann að segja það að það hafi verið regin mistök á sínum tíma 1980 að gera veg um Steingrímsfjarðarheiði.

Nú er ég alveg hættur að skilja fyrrum fréttamannin - skemmtikraftinn - flugmannin - rallíökumannin og reyndar þúsundþjalasmiðinn sem þekkir hverja þúfu á Íslandi Ómar Ragnarsson.  Ég er nú búin að kannast við hann Ómar í þónokkur mörg ár og oftast hefur hann heillað flesta Íslendinga á þeim tíma sem hann var frétta og þáttagerðarmaður. En á nokkrum dögum þegar hann Ómar fór að skipta sér af virkjunarframkvæmdum á Austurlandi - á Suðurlandi svo í Skagafirði þá breyttist hann Ómar úr stórgóðum frétta og skemmtikrafti yfirí mesta spillingarsinna Íslandssögunar með sínum afskiptum af fyrrgreindum málum.

Virkjum Hvalá án afskipta Ómars Ragnarssonar. Nú er Ómar Ragnarsson komin á stað með sinn vonda málstað fyrir landsbygðina. Ómar Ragnarsson segir á sinni heimasíðu að við Vestfirðingar séum reknir í fang rússneskra huldumanna (Olíjuhreinsistöð) og hann vitnar í frétt sem er á vefmiðli Skutuls á Ísafirði og finnur allt til foráttu með að fara út í virkjunarframkvæmdir í Hvalá og hvað þá olíuhreinsistöð.  Ómar Ragnarsson Íslandshreifingar maður getur verið bara þar án þess að skipta sér að málefnum okkar Vestfirðinga. Ómar þetta kemur þér ekkert við, það áttu að vita mæta vel.

Í vegargerðarpistlinum skrifar Ómar sem fyrirsögn- Vesturbyggð vanrækt einu sinni enn?   . Þarna er Ómar að fjalla um forgangsröðun á gangnagerð á Vestfjörðum og hann er undrandi af umælum Samgönguráðherra sem var í fréttum í vikunni um að næstu göng irðu væntanlega á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar en ekki suðurfjarðanna eins og stóð til að gera, og kanski enn. En um vegamálin frá Hólmavík til Ísafjarðar segir Ómar Ragnarsson orðrétt þetta. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að fyrstu mistökin hafi verið gerð í kringum 1980 þegar ákveðið var að tengja fyrst saman Ísafjörð og Hólmavík. Ein af röksemdunum fólst í svonefndri Inndjúpsáætlun sem tíminn leiddi í ljós að var slíkir loftkastalar, að maður hlær og grætur þegar maður les hana í dag. Tilvitnun líkur.  Ég er alveg stórundrandi af Ómari Ragnarssini að láta svona lagað á ljósvakamiðil. Hann mátti eiga þetta óraunsæu hugsun með sér án þess að opinbera hana. En hitt er annað og ég veit það af eigin reynslu. Ég hafði samband við Ómar Ragnarsson í all mörg skipti til að reyna fá hann til að mynda væntanlegt vegastæði um Arnkötludal og Gautsdal alltaf var svarið á þá leið hjá honum þannig - það kemur aldrei vegur um Arnkötludal það máttu vita. Ég vil fá nýjan veg til Patregsfjarðar (konan er þaðan) og göng undir heiðarnar og fleiri flugvelli. Svo fyrir nokkrum árum þegar ég var í póstferð og staddur út við Heiðarbæ hringir NMT símin minn og í símanum var Ómar á TF FRÚ staddur skamt frá Búrfelli og hann spurði mig - hvar er þessi vegur sem Árni Jonsen setti peninga í, ég sagði honum það og bað hann í leiðinni að renna yfirí Arnkötludal og Gautsdal að mynda dalina, hann tók nú ekkert vel í það  og sagðist vera falla á tíma og stutt í mirkur.  

Þannig var nú það, fréttin af vegslóðanum á Trékillisheiðinni kom ekki í fréttum hjá Ómari né Arnkötludalur og hvað þá vegagerð sem var gerð eftir 1980 frá Hólmavík og til Ísafjarðar, sá vegur sem er nú komin og sá vegur sem er verið að gera er og verður framtíðar vegur á milli Ísafjarðardjúps og Reykjavíkur um ókomin ár. Veggöng sem minnst var á hér ofar á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar er þarft verk sem gerir það að verkum að nánast alltaf megi fara veginn í flestum veðrum allt árið um kring. Og ekki má gleyma því að vegurinn frá Ísafirði og inn djúp allt til vegamóta við rætur Lágadals er orðin lálendis vegur.  En guð sé lof að við Vestfirðingar eigum ekki Ómar Ragnarsson sem þingmann, þá værum við ennþá sumir kallarnir konulausir og barnlausir með einungis hjólböruveg yfir Steingrímsfjarðarheiðina. Ómar til Vestfjarða nei takk.

20.08.2008 23:18

Smá brot af því sem bar fyrir augu í dag..

Ágúst 2008 762 
Ágúst 2008 729

Ágúst 2008 739
                                                               Malarar við Vík.
Ágúst 2008 743
                                                Mold sturtað í Miðtúninu í dag.
Ágúst 2008 746
                                                             Hilmir gamli ST 1 er senn á förum til greftrunar.Ágúst 2008 747                                                    Dorgað.
Ágúst 2008 757                                                   Er haustið að skella á. Miðdalur í dag.
Ágúst 2008 727                                                    Heyskapur á Bassastöðum í dag.
Ágúst 2008 724
                                                 Þessi mynd er tekin frá Bassastöðum.

17.08.2008 22:19

Djúpavík og fleiri staðir myndaðir í dag.

Ágúst 2008 550 
Ágúst 2008 630 
Ágúst 2008 577 
Ágúst 2008 520
                                                    Djúpavík og fléiri staðir myndaðir í dag.

15.08.2008 22:52

Stjórn KSH óskar eftir viðræðum við Strandabyggð vegna stækkunar á KSH verslun.

Fundargerð sveitarstjórn Strandabyggðar frá 12 ágúst 08.

8. Erindi frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar um viðræður við sveitarstjórn um hugsanlega aðkomu að stækkun húsnæðisins að Höfðatúni 4. 
Borist hefur erindi frá stjórn Kaupfélags Steingrímsfjarðar dags. 7. ágúst 2008 þar sem verið er að kanna áhuga sveitarstjórnar að koma að stækkun húsnæðis Kaupfélagsins að Höfðatúni 4. Samþykkt var að funda með stjórn Kaupfélagsins um hugmyndir varðandi stækkun og hvort sveitarfélagið eigi einhverra hagsmuni þar að gæta. 

Nú áðan þegar ég var að skoða fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar frá 12 ágúst síðastliðin sem er í lið 8 er stjórn KSH að kanna hvort sveitarstjórn Strandabyggðar hafi áhuga á því að koma á einn eða annan hátt að stækkun verslun KSH, vegna þess að söluskáli N1 verður lagður niður og innvolsið úr honum á að fara inní verslun KSH, sem þýðir stækkun verslunnar og lengingar opnunartíma. Eftir bestu heimildum sem ég hef fengið er fyrirhugað að verslunin verði í svipuðu formi og er í Varmarhlíð.

Gott og vel að loksins er einhvað að ske í höfuðstöðvum KSH liðsins annað en ekki neitt, margar hillur tómar og grillkjöt ekki til dögum saman. En hvort sveitarfélagið Strandabyggð eigi að koma að stækkun verslunarinnar er afar hæpið, þó sé ekki meira sagt. Hólmavíkurhreppur hin forni hefur í allmörgum tilfellum komið að fyrirtæki hér á staðnum sem heitir Hólmadrangur hf, að mínu mati með mis góðum árangri. Ef Strandabyggð styrkir KSH núna þá mun það skapa fordæmi fyrir önnur fyrirtæki sem vilja stækka við sig og svo framvegis. Ég er ekki á móti því að KSH stækki sína verslun sem ætti að vera löngu búið að gera, það er ekki málið. Málið er það að sveitarfélag eins og Strandabyggð eigi ekki í neinum tilfellum að koma að svona rekstri. Fjármunum Strandabyggðar er miklu betur komið fyrir í lagningu gatna svo sem Borgarbrautar og fráveitukerfum Hólmavíkur og svo auðvitað vandamálum framtíðarinnar sorpið- ruslahaugarnir sem eru að renna út á förgunartíma. Ég hvet sveitarstjórn Strandabyggðar að gera enga vitleysu í þessu einstaka máli. Ég er nokkuð viss á því að ef? Strandabyggð styrkir KSH vegna þeirrar byggingar sem stendur til að gera á næstu mánuðum þá munu önnur fyrirtæki fara sömu leið. Og að endingu, ég er ekkert á móti KSH langt frá því en það verður að gera jafnt við alla, og að allir sitji við sama borð.
Myndir frá Hólmavík og Hrófbergsvatni 13 maí 2006. 034

10.08.2008 23:23

Myndir frá fiskideginum mikla á Dalvík 2008. Myndir I R V.

Ágúst 2008 264 
Ágúst 2008 328 
Ágúst 2008 345 
Ágúst 2008 355
                                           Fleiri myndir eru inná myndaalbúminu nonnanum.

09.08.2008 22:35

Ísafjarðardjúp - Leirufjörður og Drangajökull mynduð í dag.

Ágúst 2008 176 
Ágúst 2008 207 
Ágúst 2008 183 
Ágúst 2008 223 
                                       Fleiri myndir á N O N N A N U M.

02.08.2008 22:07

Vegagerð í Arnkötludal og Gautsdal kannaðar í dag.

Ég fór eftir hádegið í dag til að kanna hvernig gengi vegaframkvæmdir í Arnkötludal og Gautsdal, enda er komin ágúst og það 2 ágúst 2008. Í Gautsdal hefur verktakinn sem er Ingileifur Jónsson frá Svínavatni ásamt sínu fólki verið að keyra utaná vegkanta og fylla í hæðir hér og þar og nær allstaðar. Neðst í Gautsdal á mót við bæinn Gautsdal er komin talsverð skerðing í landið sem getur gert að að verkum að snjór muni koma á þann kafla og sömuleiðis rétt fyrir neðan fossin þar sem vegurinn fer í gegnum margra metra klapparholt sem er ekki gáfulegt. En frá fossinum og uppá þröskulda hefur vegurinn frá því í vor batnað til muna og hlykkir sem voru þar hafa verið lagaðir þannig að maður tekur ekki eins eftir því að maður sé að aka sérhannaðan rallí veg. En frá Þröskuldum og í átt að Hrófá hefur verkið lengst um ca 3 km. Nánar þannig að vegurinn frá Hrófá og um Arnkötludal og Gautsdal og til þjóðvegar sem er sunnan Ingunarstaða er 24 km. Og km talan sem er komin akfær vegarslóði í Arnkötludal er talan 14.500 sem segir manni það að eftir er að gera og leggja veg um 9.500 km sem er talsvert. En beltagrafa og jarðíta hafa verið nú síðustu daga að gera slóða niður allan Arnkötludal, og grafan nú áðan var komin að sumarhúsi sem er ca 3 til 4 km fyrir framan Hrófá.  En að endingu þetta tel ég það með öllu óhugsandi að nú í haust verði hægt að fara þennan framtíðar veg okkar Vestfirðinga, þó að verklok verktakans séu á pappírum 01/12 2009.     Nokkrar myndir á NONNANUM.

Ágúst 2008 075 
Ágúst 2008 035

Ágúst 2008 048 
Ágúst 2008 037