22.08.2008 22:07

Refur flæktist í net við Bakkagerði í gær. Bæjarrefurinn er enn þá á lífi.

Rétt fyrir hádegi í gær fór Magnús Ölver refaskytta til Bakkagerðar eftir að Bjössi stórskáld hafði samband við hann og óskaði eftir því að hann myndi koma með hólkinn með, því að það væri refur flæktur í net sem láu á sjávarkambinum. Og í fyrstu var haldið að þessi refur væri refurinn sem er með búsetu hjá Baldri í Bæ? En einhvern vegin fannst mér það að það gæti ekki verið, þessi neta refur var örugglega búin að vera í netinu vel á annan sólarhring, og svo var hann komin með talsverð sár og þar með var honum fargað.

En í morgun þegar ég kom með póstinn að Bæ þá var þar auðvitað heimarefurinn í fullu fjöri og var að leika sér við voffann á bænum. Þannig þá hefur þessi neta refur komið frá einhverju grenjanna sem eru á þessu svæði, eða að hann sé frá ófundnu greni sem er líklegra.

Ágúst 2008 765 
Ágúst 2008 779 

Ágúst 2008 768