Færslur: 2010 Maí

30.05.2010 03:23

Á kjördag á Hólmavík. Kosið og farið í kosningakaffi og Gísli talar við oddvita listanna


J listinn fór með sigur og hlaut 129 atkvæði en V listinn 124, 5 atkvæði var munurinn.

29.05.2010 05:08

NOKKUR SKILABOÐ TIL ÞEIRRA BEGGA FRAMBOÐSLISTA SEM ERU Í FRAMBOÐI Í STRANDABYGGÐ 29 MAÍ 2010.Ágætu frambjóðendur sem bjóða sig til starfa næstu fjögur árin í sveitarfélaginu Strandabyggð.
Ég er nú búin að fara á þá fundi sem frambjóðendur hafa haldið nú í vikunni. Allir eru reiðubúnir til að gera sitt besta á næsta kjörtímabili. En þeirri sveitastjórn sem mun taka við er og verður þröngur stakkur skorin til að lofa einhverju, einfaldlega eru vart til fjármunir til mikilla framkvæmda, fjármunir eru vart til að fara í miklar framkvæmdir svo sem gatnagerð né annarra stórra framkvæmda.

En það er von mín og trú að sú sveitastjórn sem tekur við, fari sem fyrst í að fá hingað þá fræðinga sem hafa reynslu á að finna/fá heitt vatn úr iðrum jarðar helst steinsnar frá Hólmavík.

Á sameiginlegum framboðsfundi J og V listana sem var haldin í gær (fimmtudag) kom fram að það þurfti að laga og halda við mæðuveikisvarnargirðingunni
frá Steingrímsfirði (við Grjótá) og yfir til Þorskafjarðar í vestri.
En ekki veit ég betur en það sé búið að leggja þessa girðingu niður, en því verður að breyta og sömuleiðis þarf ný sveitastjórn að koma Vegagerðinni skilning um það að það er bráð nauðsynlegt að girða veginn af frá lausagöngu búfjár og hesta.

Það sem ný sveitastjórn þar að gera er að bæta upplýsingaflæði til íbúa Strandabyggðar bæði á netmiðlum og að senda til þeirra sem ekki hafa tölvur upplýsingar um það sem sveitastjórn og undirnefndir hennar eru að gera hverju sinni.

Og að endingu vil ég sem aðdáandi Strandabyggðar sjá fram á það að sveitastjórn hafi betri hemil á umgengni í og við Hólmavík. Það er óþolandi að sjá
allt það drasl sem hefur hlaðist upp við ýmis fyrirtæki og geymslu á ýmsum hlutum sem ekkert er hugsað um.
Ruslahaugarnir og Réttarvíkin (Skothúsvíkin) er sláandi dæmi um slæma stjórnsýslu sveitastjórnar Strandabyggðar.

En ég hvet alla íbúa Strandabyggðar að nota sinn rétt að skunda á kjörstað og kjósa þann Jóninn sem honum finnst bestur. Það er ekki nóg að vera séra Jón? en hvort það sé nóg að vera bara Jón? kemur í ljós á kjördag væntanlega um og eftir kvöldmat 29 maí 2010.

27.05.2010 12:28

27.05.2010 05:23

Sparisjóðs röltarinn er komin í gamla takta á miní gröfu, sólpallur verður reistur innan fárra daga
                                                               FLOTTUR SÁ GAMLI.

24.05.2010 03:25

Fór í dag upp á Kálfanesfjall og rölti um það um stund. Góður dagur en mætti vera hlýrri            Fleiri myndir frá mínu rölti um Kálfanesfjallið í dag eru að finna hér á NONNANUM.