Færslur: 2008 September

30.09.2008 22:51

Hvað er að frétta af undirbúning vegna fyrirhugaðs Unglingalandsmóts 2010 sem á að vera á Hólmavík?

September 2008 1087

Eitthvað er lítið að frétta af undyrbúningi fyrirhugaðs Unglingalandsmóts sem á að vera hér á Hólmavík sumarið 2010. Ekkert er farið að gera sem ég hef tekið eftir. Lítil sem engin umræða er á meðal fólks vegna þessa mikla viðburðar sem svona mót eru. Nú er senn komin vetur með snjó og frosti, þannig að á þessu ári verður lítið sem ekkert gert. Íþrótta völlurinn sem á að vera löglegur Íþrótta völlur er enn eins og hann var fyrir ári síðan, óhreyfður og er ekkert annað en drullu pittur. Reiðvöllur er sömuleiðis ekki til fyrir utan allt annað sem er heill hellingur eftir að gera, sem verður að gera næsta sumar ef þá þar að segja tekst. Ég hef á undanförnum dögum og vikum fengið allmarga tölvupósta um það hvað væri að frétta af undirbúningi vegna þessa móts sem á víst að fara fram síðla sumars 2010. Svar/svör óskast frá þeim aðilum sem koma nálagt Unglingalandsmótinu hér á Hólmavík 2010.

Hér eru umræðu tenglar um þetta Unglingalandsmót STR 1 UMRÆÐA.  STR 2 UMRÆÐA.

Og líka þessir tenglar. HSS.  UMFI

28.09.2008 22:22

ARNKÖTLUDALUR Í DAG. Á hálfum mánuði hefur verkið potast aðfeins 800M niður dalin.

                                                 Hingað er komin vegurinn í Arnkötludal.

6.780 km eftir að gera til að komast á veg nr 61, til Hrófá.


                                Arnkötludalur og samnemdur bær sést nánast á miðri mynd.

27.09.2008 22:54

Selströnd við Steingrímsfjörð að hluta mynduð í dag.

 

                                                              FLEIRI MYNDIR Í MYNDAALBÚMINU.

26.09.2008 22:46

Að gefnu tilefni. Aðal myndasíða mín er www.123.is/nonni en ekki þessi blogg síða.


Að gefnu tilefni. Aðal myndasíða mín er www.123.is/nonni en ekki þessi blogg síða.

26.09.2008 22:34

Galdrasafnið/setrið á Ströndum í gær.

 
 
                                                      Fleiri myndir inná nonnanum.

24.09.2008 22:52

Hólmavík-Bjarnarfjörður-Kollafjörður og fleiri myndir sem vóru teknar í dag og í gær.

 
 

                                  Fleiri myndir eru inná NONNANUM.

24.09.2008 22:36

Malarvegir á Ströndum eru á mörgum stöðum hand ónýtir, eintómar holur ár eftir ár.


Utan vert við Stakkanes.
                                                                                      Við Stakkanes.

                                                          Í botni Kollafjarðar.

21.09.2008 22:15

Soffíu Vagns og hennar verði boðið að koma til Hólmavíkur, með sumarhús og sjóstangir.

Sveitarfélagið Strandabyggð ætti formlega að bjóða fyrirtæki Soffíu Vagnsdóttur í Bolungarvík v/sumarhúsa og sjóstangveiði að koma til Hólmavíkur. Hér er allt til alls.


September 2008 793

 

Eins og kom fram í Kastljósþætti 11 september síðastliðin var Soffía Vagnsdóttir ásamt bæjarstjóranum í Bolungarvík. Þar kom fram í þættinum að meirihluti bæjarstjórnar Bolungarvíkur sem fer með völdin núna sé ekkert að flýta sér við að skipuleggja og afgreiða mál Soffíu Vagnsdóttur og hennar fólks ásamt þeim manni sem er þýskur að koma með 20 sjóstángs báta og sömuleiðis 20 mini sumarhús sem til stóð að reisa skammt frá höfninni í Bolungarvík. Og að lengdin frá sumarhúsunum til hafnarinnar þar sem bátarnir áttu að vera  mætti helst ekki vera mikið lengra en 300 metrar.

Þeess vegna finst mér það skylda Sveitarstjórnar Strandabyggðar fyrst að Soffía Vagnsdóttir minntist á að það kæmi vel til mála að fara til Hólmavíkur, að Sveitarstjórnin bjóði formlega fyrirtæki Soffíu Vagnsdóttur að koma með þessa fyrrnefnda starfsemi til Hólmavíkur og allan þann mannskap sem mun fylgja svona starfsemi. Það fylgir talsverður fjöldi fólks svona starfsemi, 300 til 500 manns frá snemma vors og langt fram á haust.

Hólmavíkurhöfnin er klár fyrir svona marga báta og sömuleiðis er nægt land fyrir þessi 20 hús. Ég hitti margan mannin og konuna á hverjum degi og margt er minnst á eins og gengur og þar á meðal þetta sérstaka Soffíu Vagns mál, og nær allir eru sammála um það að við sem búum hér við fjörðin ættum í alvörunni að bjóða Soffíu á fund Sveitarstjórnar og bjóða hana ásamt því fyldarliði sem fylgir svona starfsemi hjartanlega velkomið til Hólmavíkur.

Og það yrði að vera búið að gera allt klárt fyrir næsta vor 2009 sem er alveg hægt ef einhver áhugi er þá fyrir því hjá Sveitarstjórn Strandabyggðar. Ég vona það svo sannarlega og veit það að það er mikill áhugi hér á Hólmavík að fá þessa starfsemi og önnur störf til Hólmavíkur ekki veitir af ef við ætlum að stækka og blómstra eins og þegar barn vex eins og gróandin í nátturinni gerir á hverju ári. Slíkan vöxt viljum við Strandamenn að Hólmavík dafni og blómstri í náinni framtíð um ókomin ár. Og ekki má gleyma því að við Vestfirðingar erum að fá splundurnýjan heilsársveg um Arnkötludal og Gautsdal sem verður orðin jeppafær seint í haust og malbikaður næsta sumar. Og þar koma líka tækifæri með tilkomu vegarins, sem við eigum skilirðislaust að nota.

 SPUNDURNÍ GREIN EFTIR SOFFÍU VAGNSDÓTTIR ER HÉR.  Kastljósþátturinn frá 11 september er hér.

September 2008 797

21.09.2008 22:06

Nú er verið að legga rafmagnsstreng frá Hátúngum og vesturyfir Steigrímsfjarðarheiði.

September 2008 771
                                                  Vetur konungur er rétt hinumegin við hornið.
September 2008 773 
September 2008 776

20.09.2008 22:52

Smölun og Skarðsrétt.Myndatakan var ekki eins og átti að vera.Þumalputtar á ferð.

Copy of September 2008 705

Copy of September 2008 753 

                                                        Fleiri myndir inná myndaalbúmi NONNA.

20.09.2008 22:44

Hveraorka ehf borar í Hvaeavík.Hiti er um 80 í + og stefnir mun hærra.Nægt heit vatn er til staðar.Copy of SL370815

Góður árangur náðist við borun á holu til að ná upp heitu vatni fyrir Hveraorku ehf. Borað var í Hveravík við norðanverðan Steingrímsfjörð, víkin hét fyrrum Reykjarvík. Í fjörunni austan víkurinnar eru hverir og hæstur hiti hefur mælst 76°C. Sjór fellur yfir hverina. Á fyrri hluta síðustu aldar var steypt sundlaug í fjöruborðinu. 
Holan var skáboruð og var ætlunin að skera jarðhitasprunguna ekki dýpra en í um 270-300 metrum. Fyrst var borað með lofti en í liðlega 250 metrum komu í holuna um 2 l/sek af um 80°C heitu vatni og eftir það var borað með hjólakrónu. Holan er 312,5 metra djúp og við loftdælingu koma upp um 40 l/sek af a.m.k. 73°C heitu vatni. Holan á eftir að hita sig upp.
Heimild.
Sjá nánar hér hjá Ísor.

16.09.2008 22:39

Þessir andskotar sem reka olíufjölögin lifa sem furstar, og láta okkur borga brúsan. Engin lækkun.

September 2008 614                                        Ásamt öllum hinum þrjótunum.

Þetta er sárgátlegt með þá aðila sem lifa eins og furstar allir sem einn og bindast enn miklum hamlandi og traustum vinarböndum handa sér sjálfum auðvitað og láta svo okkur aumingja almúga skrattan borga brúsann handa þessum bölvuðu okur þrjótum þeim mestu síðari ára ásamt banka mafíunni og líka jötuliði Seðlabankans.  Og enn og aftur lækka þessir olíufurstar ekki bensín né olíu. Í júlí fór verðið uppí 147 dollara en er núna í 89 dollurum og nánast sem engin lækkun, þarna er mismunur uppá 56 dollara á tunnu sem er helvítis hellingur til lækkunar. En þessir olíufurstar lækka ekki neitt, en græða sem aldrei fyrr, og eru eldfljótir að hækka verðið á þessari vöru. Sussum svéi. Skildi þó aldrei sláturúrgangur eins og Danirnir eru að þróa (hér aðeins neðar) bjarga okkur kvað þetta varðar?

MBL í dag.

Viðskipti | AFP | 16.9.2008 | 17:54

Olíuverð undir 89 dali.

Olíuverð hefur fallið í dag og fór lægst undir 89 dollara tunnan. Miðlarar segja ástæðuna þá trú manna að lítill hagvöxtur muni verða til þess að  eftirspurn eftir orku muni minnka. OPEC lækkaði í dag spá sína um eftirspurn eftir olíu á heimsvísu og reiknar nú með að eftirspurn aukist um 1,02% í ár en spáði áður 1,17% aukningu.

Eftirspurnin hefur þegar minnkað í Bandaríkjunum, stærsta orkunotanda í heimi. Hráolíuverð hefur hrapað um allt að 40% síðan það náði sögulegu 147 dollara hámarki í júlí.

Verð Brent Norðursjávar-olíu sem afhenda átti í nóvember var lægra en í sjö mánuði á undan, fór lægst í dag í 88,99 dollara tunnan. Þegar olíumarkaði var lokað var verðið í 90,79 dollurum, fór niður um 3,45 dollara.

Á markaðí í New York var verðið 91,37 dalir nú undir kvöld og hafði lækkað um 4,34 dollara í dag. 

FÍB vefurinn.

Dísilolía úr sláturúrgangi,
kemur á markað í Danmörku um næstu áramót.

Strax um næstu áramót reikna talsmenn fyrirtækjasamsteypu í Danmörku með því að dísilolía sem framleidd er innanlands úr allskonar lífrænum úrgangi eins og sláturúrgangi verði komin á markað og að bílar í Danmörku verði farnir að keyra um á þessari annarrar kynslóðar bio-dísilolíu. Frá þessu er greint í tímaritinu Motormagasinet

Aðalhráefnið í olíunni er sláturúrgangur  og úr honum er unnin olía í verksmiðju sem rekin er af fyrirtæki sem heitir Daka í Horsens á Jótlandi og hefur hingað til unnið ýmis efni eins og feiti og prótín úr sláturúrgangi. Nú hefur verið sett upp viðbót við verksmiðjuna sem áframvinnur feitina og annan úrgang og breytir í dísilolíu. Afkastageta verksmiðjunnar slík að hún getur unnið dísilolíu úr 60 þúsund tonnum af feiti og öðrum úrgangi.

Daka verður ekki eina verksmiðjan í Danmörku sem mun framleiða þessa umhverfisvænu olíu en Teknologisg Institut og Danmarks Tekniske Universitet, DTU styðja við þetta verkefni með bæði vísinda- og tækniþekkingu og fjármagni. Að auki koma ýmis þekkt tæknifyrirtæki í Danmörku að málinu, fyrirtæki eins og Grundfos o.fl.

14.09.2008 22:01

Réttað var í Staðarrét á Ströndum í dag.

September 2008 553
                                                          Fleiri myndir hér frá Staðarrétt.

13.09.2008 22:44

Myndir vikunar.

 

                                         Fleiri myndir eru hér inná NONNANUM.

10.09.2008 22:46

Sjónmengunar sjónlínur sunnan og austan megin ruslahauganna er hægt að laga og það STRAX.

 


Í dag þegar ég var að fara með póstinn til Hnitbjarga tók ég myndir frá Víðidalsárræsinu á þjóðvegi 61 og svo frá Hnitbjörgum. Og ég er búin að hugsa það mikið hvernig sé best að loka sjónlínum frá veginum svo og frá Hnitbjörgum og Víðidalsá, þannig að maður sjái ekki hvaða starfsemi fer þarna fram, sum sé á ruslahaugunum. Notum BRETTIN. Já því ekki að nota brettin sem girðingu og raða þeim fallega upp og myndum þannig skothelda og fallega girðingu (umgjörð) eins og myndirnar sýna. Ég legg þessa tillögu fram til Sveitarstjórnar Strandabyggðar um það að BRETTIN verði ekki brotin og grafin, að brettin verði eins og áður er getið notuð sem veggur(girðing) svo að þeir sem fara um vegi sjái ekki hvað er innan girðingarinnar.

Ef eins og ég hef heyrt að hestamenn hafi hug á því að búa til löglegan hesta reiðvöll fyrir neðan ruslahaugana, eða við fjárréttina sem þar er vegna Unglingalandsmóts sem verður haldið 2010, þá verður að vera búið að gera einhvað meira en ekki neitt. Er það skilið, ég veit það best að segja ekki, hvort umráðalið ruslahaugana fatti hvað er ljótt og ógeðslegt, og hvað er flott og fallegt. Ég hvet alla þá sem hafa hug á því að gera þetta svæði sem ég hef minnst á svolítið vistlegra og fallegra en nú er, að tjá sig um ruslahaugana og þá þessa hugmynd almennt sem ég set hér fram. Í mínum huga er það ekki mikið mál gera ruslahaugana 100% fallegri og vistlegri en þeir hafa verið í frá fyrstu tíð. Endilega kommentið á þessa hugmynd, og auðvitað fleiri hugmyndir, ekki veitir af.  Losum okkur við brettin á einfaldan og fallegan, ekki síst á vistlegan hátt.  (Réttavíkin er sér kapituli og er okkur Hólmvíkingjum til skammar) meira um hana síðar.

07.09.2008 22:49

100.000 gestir hafa heimsótt þessa síðu eða í 16 mánuði.     100.000

Nú rétt áðan fór heimsóknartalan sem hafa skoðað þessa síðu 123.is/Hólmavík yfir hundrað þúsund frá apríl 2007. Sem gerir liðlega 200 innlit á dag. Ég segi eins og sumir segja, ég er hreint út snortin af öllum þessum fjölda sem nennir að skoða síðuna og það mína. Með framhald síðunar get ég ekkert sagt um en það kemur í ljós á næstu vikum og mánuðum. En samt takk fyrir að nenna að skoða það sem ég set inná þessa Hólmavíkur síðu. Takk fyrir mig.

06.09.2008 22:22

Borað eftir heitu vatni í Hveravík. Hitin er komí 65 gráður á 250 m - dýpi.100 í + er að koma.

 
                                                            Árni Kópsson þúsund þjala kall.
 

06.09.2008 21:38

Mikið um að vera í Hveravík. Fréttamannafundur var haldin þar í dag. Sjón er sögu ríkari.

 

                                             Fleiri myndir eru á nonnanum.