Færslur: 2008 Mars

25.03.2008 22:34

Hver hvetur hvern? Til að gera meira og betur en hinir.

Mynd númer 18

Að gefnu tilefni verð ég sem ábyrgur síðustjóri á mínu einka bloggi að taka eftirfarandi fram vegna sleðaferða Strandatröllana um Páskahelgina síðastliðna. Eftir að ég setti inn myndir þó einkum af einum félaga í snjósleðafélaginu Strandatröllum hef ég fengið allmarga tölvupósta og símhringingar svo og fólk sagt við mig á förnum vegi, afhverju eru að setja þessar stökk og veltumyndir af snjósleðafíflunum inná síðuna hjá þér, þetta gerir ekkert annað en að hvetja aðra vitleysinga til hins sama með þessum myndbirtingum. Og eg hef verið beðin í nokkur skipti að taka myndirnar út af síðunni. Það skal skírt tekið fram og félagarnir í Strandatröllunum geta vitnað um það að eg (síðustjórinn) hef aldrei hvatt einn eða neinn til að fara uppí varasamar brekkur né að stökkva fram af klettum. Og eg hef líka verið spurður að því hvort eg myndi mæla með því að börnin mín myndu gera slíkt. Því er til að svara er hreint og beint nei. En ekki geta faðirinn og móðirin alltaf verið yfir sínum börnum á öllum tímum sólarhrings, og hvað þá þegar börnin eru komin vel yfir tvítugt og eru víðs fjarri og jafnvel farin úr foreldrahúsum. Minn þáttur í föstudagslönguferðinni 21 mars var nú frekar stutt og ræfilsleg, eg fór einungis ca 500 metra austurfyrir Glifsu sem er skamt frá Eyrarhálsinum og tók nokkrar myndir af landslaginu og af tröllunum, og fór síðan yfirundir Hraundalinn og myndaði nokkra lélaga bifreiðastjóra (jeppana) sem voru að skakast í snjónum og gekk mjög illa og fór síðan heim. Var kominn til Hólmavíkur kl 17.30 . Eg lít á það sem eg set inná mína síðu einungis hvernig eg sé það, ekki hvernig aðrir sjá það. Og líka má ekki bara blanda saman gömlu sleðunum sem eg kom svolítið nálægt hér forðum og þeim sleðum sem eru á markaðnum í dag, og líka það eru snjósleðamenn sem eru misfærir og sumir snjallir sleðamenn og aðrir afspyrnu lélegir, eins og með allt. Sleðamenn þurfa ekki að fara til Stranda norður til að taka flikk flakk og heljarstökk, einungis er nóg að fara í brekkuna fyrir ofan flugvöll okkar Hólmvíkinga.

23.03.2008 23:03

Ofurhugin frá Drangsnesi.

                         Mynd númer 106
                                                  Mynd Strandatröllin.

Takið eftir snjósleðaförunum þar sem ofurhugin keyrði fram af háum kletti. Kíkið á myndirnar og myndböndin frá þessum Strandatröllaferðum félagana. Drengurinn úr Kaldrannaneshrepp er ofurhugi og best fjúgandi tröllið þetta árið, það er engin spurning.
Hér eru videoin. Hvaðan skyldi Hadda og Helgusonur hafa þessa dirfsku?    Myndirnar frá tröllaferðum síðustu daga eru að finna hér.

21.03.2008 21:43

Sleðaferð var tekin með trukki og mikilli dýfu í dag.

Mynd númer 28

Mynd númer 41
                                                       Fleiri myndir hér.

20.03.2008 18:25

Rok og skafrenningur í dag, gott veður á morgun.

Mynd númer 370

 Veðurhorfur á landinu.

Viðvörun: Búist er við stormi víða um land fram á kvöld. Spá: Norðvestan- og síðar norðanátt, víða 15-23 m/s og snjókoma eða skafrenningur á norðanverðu landinu, en bjart með köflum og stöku él sunnanlands. Lægir smám saman og rofar til í kvöld og nótt. Hæg norðanátt og bjartviðri á morgun, en snýst í hægt vaxandi suðvestanátt vestan til annað kvöld. Frost 0 til 7 stig víðast hvar, en frostlaust sunnanlands á morgun.

19.03.2008 22:34

Mótorkrossarar Hólmavíkur komnir með heimasíðu.

 Mótorkrossfélag Geislans var formlega stofnað 15 mars síðastliðin. Það eru allmargir gengnir í félagið sem er vel virkt og hefur félagið látið gera krossarabraut ofanvert við syðri enda flugvallarinns til að geta æft list sína. En heyrst hefur að krossararnir vilji sameinast við snjósleðafélagið Strandatröllin sem var stofnað í nóvember á síðasta ári. Hvort verður af sameiningarviðræðum á næstu vikum og mánuðum á milli þessara sleða hjóla arma tröllanna og krossaranna, veit eg ekkert um. Hér er heimasíða Mótorkross félag Geislans á Ströndum.

Mynd númer 366

Mynd númer 368

Mynd númer 369

Mynd númer 367

18.03.2008 22:44

Snjódýptin könnuð í dag í Arnkötludal og Gautsdal.

Eftir klukkan fimm í dag renndi ég mér fram Arnkötludalinn og svo yfir í Gautsdal til að kanna hvað hafi snjóað mikið á þeim þremur mánuðum sem eru liðnir síðan eg fór þangað síðan. Satt best að segja er lítill snjór í Arnkötludal og alveg upp að Þröskuldum sem er hæðsti punturinn á milli dalanna. En á sjálfum Þröskuldunum á ca 500 metra kafla er talsverður snjór á sjálfu vegstæðinu, sem er tilkomin af mestu vegna hárra moldarruðninga á báðum vegköntunum. Gautsdalur er sömuleiðis snjólítill. En í Gautsdal á eftir að fylla í lautir og taka kantaruðninga þannig að yfir heildina séð líst mér bærilega á stöðu mála eins og snjóalög eru í dag. En eg held ef vitleysunni við fossinn í Gautsdal og beygjuruglið og veglínuna í Arnkötludal sé sleppt, þá bíð eg spentur eftir því að verktakin Ingileifur Jónsson komi fljótlega eftir páska að Hrófá og vinni sig upp Arnkötludalin í vor og sumar, þannig að í haust komanda munum við getað brunað þessa fögru framtíðarleið okkar vestfirðinga.
En í framhjáhlaupi þá koma eg við í bakaleiðinni á eyðibýlinu Vonarholti í Arnkötludal og þar rak eg augun í nýlega dauðan lambhrút sem lá vestanmegin við eina tóftina,en refirnir hafa nánast klárað greyið upp til agna, enda voru refaslóðir út um allt frá Vonarholti. En númerið á hrútnum sem var blátt er 00547 og 22AB. Eg lét Birkir í Tröllatungu vita af þessu og hann hélt að hrúturinn væri frá Reykhólum, en Birkir ætlaði að rannsaka málið ofaní kjölin.

Mynd númer 358

Mynd númer 357

Mynd númer 359

Mynd númer 361

Mynd númer 363

Mynd númer 362

16.03.2008 21:56

Smá sleðarúntur í dag, á smala og refaslóðir Bassa.

Í dag var mér boðið að koma í smá sleðaferð fram í Hvannadal. Það var sjálfur Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum (Bassi) ásamt sínum tengdasyni, honum Steina sem ætluðu að kanna hvort að kindur leyndust í Hvannadalnum. En þegar eg kom til Bólstaðar þá var þekkt refaskytta að skoða nýbyggða skothúsið hanns Bassa sem er utanvert við Bólstað, þessi þekkta refaskytta er kallaður Konni og var í sínu skothúsi síðastliðna nótt og hann sagðist hafa fengið 12 refi í nótt, í skothúsi sem hann er með í Laugarbólsdalnum, góð veiði ef satt er. En eg brunaði á undan Bassanum og tengdasyninum hans og fór eins langt á sleðanum og eg komst og snéri svo við, ekkert kvikt var að sjá á þessum slóðum, og fór svo upp með Heiðargötugilinu og fram brúnina þannig að eg sá ofaní allan Hvannadalin. En svo komu Bassarnir rjóðir og pattaralegir á svip og síðan var farið yfrí Sunndal og síðan heim. Þannig var sólskinsdagurinn hjá mér í dag.

Mynd númer 351

Mynd númer 350

Mynd númer 344

Mynd númer 353

Mynd númer 354

Mynd númer 342
                                                    Kringlugil.

15.03.2008 22:00

Myndablogg dagsins og vikunar eru sólar og landslagsmyndir.

Mynd númer 77

Mynd númer 71

                                   Fleiri myndir hér.

13.03.2008 22:25

Hvalaskoðun og hvalveiðar á Steingrímsfirði og í Djúpinu.

Mynd númer 168

          Mynd númer 341

Síðustu daga hafa forkólfar ferðaþjónustuaðila verið að lýsa því yfir í flestöllum fréttatímum og í blöðum að þeir ætli að fara með fólk til hvalaskoðunar á Steingrímsfirðinum og líka í Ísafjarðardjúpinu nú í sumar. Að sögn þessara forkólfa sem ætla að fara í þessar hvalaskoðunarferðir hér við fjörðin og í djúpi, að eftirspurn eftir svona hvalaskoðunarferðum væri mikil og væntanlega munu þessir aðilar sem ætla að fara með ferðafólkið til slíkra náttúruskoðunar að fjárfesta í skipum og manna þau.
Þá kemur upp spurningin þegar hrefnuveiðimennirnir Gunnar Jó og Hrefnu Konni koma á svæðið þar sem ferðaþjónustuaðilarnir eru að sýna fólki hvali og þeir plumma á hvalina rétt við nefið á hinum. Ætli ferðaþjónustuaðilarnir mundu vera par hrifnir af slíkri veiði, varla, en hvalaskoðunarferðamennirnir yrðu örugglega glaðir og kátir að geta upplifað hvorutvegga að skoða lifandi hval og líka þegar hvalurinn er skotin og verkaður um borð í hrefnuveiðibátunum, ekkert annað en gaman gaman.
Auðvitað geta vel farið saman að skoða hvali frá landi og eða báti og líka þegar hrefnan er skotin og skorin, mikið sjónarspil. Samanber þegar hvalirnir voru drepnir og dregnir á land í Hvalfirði fyrir rúmum tveimur árum síðan, hvalstöðin í Hvalfirði fylltist af forvitnu fólki til að skoða þetta mikla undur sem hvalurinn er. Og eg var einn af þeim sem skoðaði þessa miklu skepnu dregna á land og skorna, mikil upplifun.
Sumt fólk sem er að tala um hvali, að það fólk ef til vill elskar hvalina meira en börnin sín, og sumir hvalir hafa verið ættleiddir, og alltaf er sama sagan hjá friðunarliðinu á sjó og á landi, Hvalirnir eru svo gáfaðir og fallegir og eru í þeirra augum heilagar kýr. Er ekki flest það sem við étum fallegt, eg er nú smeikur um það. Lömbin, kálfarnir, hrossin, hreindýrin, rjúpan, gæsin, endurnar, fiskarnir í sjónum og laxin í ánum sem bítur á agnið og hann berst við veiðimannin í langan tíma örmagna af þreytu og er síðan sleppt aftur í ána, helsærðum í munni og örugglega víðar, er þetta veiðiskapur, eg bara spyr. Er einhvert vit í þessu, svarið er afar einfalt nei.
Þannig að niðurstaðan er afar einföld sem er þessi, Hvalveiðar og hvalaskoðun fara auðvitað vel saman á allan hátt, annað er algjör fjarstæða. Ferðaþjónustuaðilar sem ætla að þeir séu teknir alvarlega verða að vinna saman með hvalveiðimönnunum. Hvalveiðimennirnir sem hafa stundað hrefnuveiðar hér á Steingrímsfirðinum til fjölda ára mundu örugglega samþykkja samvinnu við þá aðila sem ætla sér að fara út í hvalaskoðunarferðir. Hvalaskoðun og veiðar á þeim er málið.

12.03.2008 22:44

Fýllinn er komin í klettanna.


Fýllinn er komin, er þá ekki vorið að koma. Á mánudaginn var 10 mars, tók eg eftir því að fýllinn er komin í klettana í Hvalsárhöfðanum og sömuleiðis í klettana á Nesströndinni. Og í dag sáust á Vestfjörðum svartþrestir. Og líka í dag hringdi húsfrú í mig sem var að ferðast um Tungusveit og var að spurja mig hvort eg hafi séð gæsir í mínum póstferðum, eg sagði henni að eg hafi engar gæsir séð sem er rúmlega mánuði fullsnemmt, en þessi húsfrú var ekki viss hvort að þetta hafi verið skarfar? . Skarfar fljúga líka í oddaflug eins og gæsir gera en vængatökin eru allt önnur, mun hægari. Þannig að svartþrestir geta væntanlega sést hér við fjörðinn á næstu dögum þá er bara að gefa þeim rauð epli með spotta hangandi í tré, akkúrat tré í garðinum mínum, margra epla tré.

10.03.2008 21:01

Fjallaskrepp á gamlar slóðir gerir gott betra.

Rétt fyrir myrkur skrapp ég í ljósaskiptunum uppá fjöll og heiðar þegar sólin var um það bil að setjast. 

Mynd númer 326
Hér blasir við Hrófbergsfjall og vatn og svo grillir í Staðardalin ef vel er gáð.
Mynd númer 327

Steingrímsfjörðurinn er ansi blár og fagur og Bassastaðir eru án sólar, en Hólsfjallið allt uppljómað af sól.

Mynd númer 328
Steingrímsfjörðurinn og Bæjarfellið og Ósdalurinn.
Mynd númer 331

Ósdalurinn og fellin, Steingrímsfjörðurinn, Bassastaðarhálsin, Húnaflóin og fjöllin í fjarska uppaf Skagaströnd og Blönduósi.

Mynd númer 330

Svona blasir botninn á Ósdal við ferðalöngum í lok dags.

10.03.2008 20:59

Fallegt veður á Ströndum í dag.

Mynd númer 325

Það hefur talsvert bætt á snjóinn í Miðdalnum um helgina.

09.03.2008 20:26

Strandagangan var gengin í dag.

Mynd númer 13

Mynd númer 21

Um kl 13.00 í dag hófst Strandagangan á Hólmavík og við Víðivelli í Staðardal. Það var frekar leiðindarveður þó sérstaklega í Staðardalnum þar var talsverður skafrenningur með stinningsstrekkingi. Ef eg hef talið rétt þá lögðu af stað í 20 km gönguna, 16 keppendur og örugglega allir skiluðusér í markið á Hólmavík. En Vasagöngufarinn hann Birkir Þór Stefánsson frá Tröllatungu tók stóru nöfnin sem hafa verið að sigra flest mótin á undanförnum vikum hreinlega í nefið. Eg fylgdist með fremstu görpunum frá Víðivöllum og alveg til Hólmavíkur og það var ansi gaman af því, og vonandi verður þetta fyrirkomulag endurtekið sem oftast. Klikkið hér á myndir frá göngunni.

08.03.2008 20:23

Strandagangan á morgun sunnudag.

Á morgun sunnudag kl 12.20 hefst Strandagangan. Það er búið að búa til skíðagöngubraut hér rétt við Hólmavík fyrir þá sem fara styst. En þeir sem fara í 20 km gönguna byrja innvið Víðivelli í Staðardal og ganga svo til Hólmavíkur. Hann Ragnar Bragason skíðaforkólfur á Ströndum og garpur míkill frá Heydalsá var í dag á snjóbílnum hans Magnúsar á Stað að búa til skíðabrautina frá Víðivöllum og til Hólmavíkur. Og þá er um að gera að hvetja skíðagöngugarpana á morgun og fylgja þeim frá Staðardalnum og til Hólmavíkur sum sé þeim sem fara 20 km, en hina sem verða rétt innan seilingar frá Hólmavík (1 km, 5 km og 10 km). Allir út á morgun og hvetjum Strandagöngufólkið, ekki veitir af og höfum gaman af þeirra tilburðum. Strandagangan birjar kl 12.20 Nánar um Strandagönguna hér. 

Mynd númer 320

Mynd númer 319

Mynd númer 321

Mynd númer 322

07.03.2008 22:51

Hvað er að ske, mokað norður í Árneshrepp í dag.

Í morgun lagði af stað norður í Árneshrepp veghefill frá Vegagerðinni hér á Hólmavík til að opna vegin. Ekki hefur verið til siðs að moka norður í Árneshrepp á vetrarlagi og það í byrjun mars. Það kvu hafa komið skipun frá hæðstráðanda að láta moka norður í Árneshrepp, hver er þá hæðstráðandi á þeim bænum er það vegamálastjóri? eða er það Samgönguráðherra vegamála á fróni, sennilega er það rétta svarið, skák og mát. En kanski hefur rafvirkjameistarinn hann Viggi sem hefur verið undanfarna daga að vinna í Norðurfirði ásamt Palla frá Reykjarfirði sem flaug suður í gær hafi sterk ítök í ráðuneyti Samgöngumála og skipað vegamálastjóra að láta moka norður í Árneshrepp, sennilega er þessi tilgáta röng, en Árneshreppingar hafa eignast sinn Bobby Fiscer sem er ofarlega í stiga Samgönguráðherra og sennilega er sú tilgáta líklegust og er góð á allan hátt og er gott mál. Ekki veitir af að moka norður í Árneshrepp, ekki endilega fyrir Vigga, hann hefði alltaf getað brunað yfir Trékyllisheiðina á sínum fjallabíl, en vonandi er Viggi komin heim í Lækjartúnið. En til hamingu Árneshreppsbúar með þennan happavinning að fá þennan skáldsagnarmann í sveitina ikkar, það gerist vart betra þó að vegurinn endi í Ófeigsfirði eins og málin standa núna. Skák og mát.

Mynd númer 317

Mynd númer 318
                                          Skarðsklif í Bjarnafirði í dag.

06.03.2008 22:57

Olíuhreinsistöð til Vestfjarða eins og hvert annað fyrirtæki.

Mynd númer 73

Aðsend grein. Það hafa verið margir sem hafa verið að fjalla um olíuhreinsistöð nú undanfarið, sem er verið að kanna hvort að það sé mögurleiki á því slík stöð rísi á Vestfjörðum. Eg hef áður fjallað um olíuhreinsistöð á mínu vefsvæði og skammast mín ekkert fyrir það að vera meðmæltur allri skapandi vinnu sem skapar mörghundruðstörf hér vestra. Hvort að skaparinsverkið sé olíuhreinsistöð eða ferðaþjónusta og eða einhversskonar menningartengt starfsemi á einn eða annan hátt þá eiga allir að eiga sömu möguleika á því að koma sínum hugmyndum á framfæri. Og þá spurja þeir sem eru á móti olíuhreinsistöð (stóriðju) hvar á að fá allt rafmagnið í þessa stöð? Þá verður að virkja allar sprænur á Vestfjörðum? svarið er kanski ekki alveg já en næstum því. Og þá fögnum við auðvitað mun meira ef af verður, ef tildæmis Glámusvæðið og vatnasvæðið uppá Ófeigsfjarðarheiði (Hvalá) og vatnasvæðið uppaf Rauðumíri í djúpi verði virkjað, og ekki má gleima mínu virkjunnarsvæði Grjórá (Hrófbergsvatn) sem er alveg kjörið virkjunnarsvæði með nánast engri röskun á landi, en fallhæðin frá Hrófbergsvatni og lángleiðina til þjóðvegarinns er 142 metrar sem er um 3 sinnum meiri fallhæð en er í Þverárvirkjun og vatnsmagnið síst minna.
Þannig að eg sé engan meinbug á því að við Vestfirðingar blásum í lúðra og byrjum á virkjunnarframkvæmdum sem allra fyrst svo að hægt sé að trygga olíuhreinsistöðinni nægt rafmagn þegar hún verður tilbúin til notkunar um 2012 eða svo. Eg er undrandi á sumum skrifum sem hafa verið settar á netið og í blöðin að fólk haldi það að Vestfirðir fari til andskotans ef olíuhreinsistöð verði reist hér vestra. Það geta ekki allir lifað af furðulegheitum í langan tíma. Sjóstangveiði er gott mál en það geta ekki margir stundað þetta allt árið um kring, sára fáir. Það vantar hringtengdan sumarveg frá Ófeigsfirði og yfirí Djúp. Og sömuleiðis vantar veg að Drangajökli frá Bæjardalsheiði. Það eru mörg tækifærin hér á Vestfjörðum sem við Vestfirðingar verðum að spila úr sjálfir. En það er með öllu ólíðandi að ef einhvað stendur til að gera til dæmis vegarslóði til Leirufjarðar og eða olíuhreinsistöð á Vestfjörðum þá sé ekki minnst á veiði á hvölum, alltaf er talað við sama skoffínið Árna nokkurn Finnsson spillingarsinna Íslands. Eg hvet alla sem glugga á þennan Hólmavíkurvef að vera framfarasinnaðir í hugsun og gjörðum og horfa björtum augum fram á veginn, já fram á veginn. Til þess að geta notað vegina þurfum við bíla og til þess að getað notað bílana þurfum við eldsneyti á þá er það ekki rétt. Rafmagnsbílar eru að þróast, þá þurfum við meira rafmagn á þá er það ekki rétt, þá verðum við að virkja sprænurnar sem eru á Vestfjörðum. Þannig að eg sé ekki annað en að útlitið verði bara nokkuð gott ef við Vestfirðingar fáum þessa títtnefndu olíuhreinsistöð og að ár verði virkjaðar sem aftur skapa nýja og betri vegi á mörgum stöðum á Vestfjörðum.
 

04.03.2008 22:33

Þar kom að því. Kommentum í bili hætt.

Mynd númer 315
Að gefnu tilefni get eg ekki annað en lokað fyrir öll komment á þessa síðu, því er nú fjandans ver. Ef eg set einhver lífleg skrif svo sem um Bubba Mortens og eða hundafárið og svo framvegis þá hef eg og mér tengdum fengið óþvera komment og tölvupóst frá liði sem þorir ekki að koma undir réttu nafni á bloggi og tölvupóstsendingum sem ekki er gott að rekja nema með mikilli fyrirhöfn. Þannig gott fólk að alla vega í bili, hvað lengi veit eg ekki verður ekki hægt að kommenta á þessum Hólmavíkurvef. Og að lokum þetta, eg get engan vegin verið alltaf við tölvuna á öllum tímum sólarhrings til að fylgjast með kommentunum. Þannig að þetta er ykkar sem kommentið svona sóðarlega um þann sem á og rekur þetta blogg án nokkra utaðankomandi styrkja. Takk samt fyrir. Bloggið mun halda áfram þrátt fyrir niðurfellingu kommentarana.

04.03.2008 22:27

Stórklikkað veðurfar í dag.

Mynd númer 312

Mynd númer 314

Það hefur snjóað gríðarlega í dag þó sérstaklega í morgun norðan Hólmavíkur og veðurspáin er ferkar dapurleg fyrir næstu daga. En núna þegar þetta er ritað er komin talsverð hláka og götur og vegir glerhálir, og það á að frysta í nótt og snjóa á morgun.

02.03.2008 20:32

Góufagnaður var haldin með miklum ágætum í gærkveldi.

Mynd númer 56

Mynd númer 38
                                                       Fleiri myndir hér.
  • 1