20.03.2008 18:25

Rok og skafrenningur í dag, gott veður á morgun.

Mynd númer 370

 Veðurhorfur á landinu.

Viðvörun: Búist er við stormi víða um land fram á kvöld. Spá: Norðvestan- og síðar norðanátt, víða 15-23 m/s og snjókoma eða skafrenningur á norðanverðu landinu, en bjart með köflum og stöku él sunnanlands. Lægir smám saman og rofar til í kvöld og nótt. Hæg norðanátt og bjartviðri á morgun, en snýst í hægt vaxandi suðvestanátt vestan til annað kvöld. Frost 0 til 7 stig víðast hvar, en frostlaust sunnanlands á morgun.